Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 32
ÆSKAN
Börn gerast landkönnuðir í Columbia, sem
er nákvæm eftirlíking af fyrsta ameríska
skipinu, sem sigldi umhverfis hnöttinn.
anum eru margir turnar og veifur og
það eru síki umhverfis liann. Þetta
er höllin hennar Þyrnirósu. Á sík-
inu eru hvítir svanir. Ykkur í'innst
e. t. v. óþarfi að taka það fram, að
svanir séu hvítir, en það eru nú líka
til svartir svanir, upprunnir í Ástra-
líu, og það er t. d. margt af þeim á
Geniarvatninu í Sviss. Við göngum
um vindubrúna ylir síkið að höllinni.
Það er hringstigi upp. Kannski eru
leðurblökur í dimmum hornum stig-
ans og uglur úppi í turninum. í stað
þess að fara upp í turninn gönguin
við yfir að eldflauginni sem er al-
búin að leggja af stað til tunglsins.
Hún er snjóhvít með rauðum þver-
rákum á oddinum, sem vísar til him-
ins. Við eldfiaugina standa piltur og
stúlka í geimierðabúningi og þau virð-
ast vera að leggja af stað út í eilífan
bláinn. En í stað þess að fara til
tungisins, höldum við niður að blá-
grænni tjörn, þar sem kafbátur ligg-
ur við bakka, og stígum um borð. Öll-
um opum er vandlega lokað og bát-
urinn sígur í djúpið. Gegnum rúð-
urnar sjást undarlegir fiskar í vatn-
inu óg við höldum áfram að stara
þangað til báturinn rís úr djúpinu á
ný og sólskinið í Kaliforníu ljómar
aftur um okkur.
Og enn eru fleiri ævintýri í vænd-
208
unt. Við tökuni okkur far með fljóta-
báti, sem flytur okkur um bugðóttar
ár. Við förum um Níl og árnar í
Kongó. Gróðurinn verður smátt og
smátt eins og í hitabeltinu og okkur
dylst ekki að leiðin liggur nú eftir
hinu mikla Amazonfljóti. Landslag-
ið verður villtara og villtara. Krókó-
dílar híma við sandeyrar, reiðubúnir
að gleypa hvern þann, sem fellur fyr-
ir borð og eitraðir fiskar kvika í djúp-
inu. Glitfögur blóm vaxa á bökkun-
um og villidýrum sést bregða fyrir.
Sum hafa komið niður að vatninu til
að fá sér að drekka. Illúðlegir villi-
menn sjást inni í skóginum. Gíraffar
teygja langan hálsinn eftir blöðum
trjánna og vatnabuffalar liggja hálf-
ir í kafi. Við stígum á land á suð-
rænni strönd, þar sem pálmatré vaxa
Geimmaður og geimstúlka veifa til „jarð-
arbúa“, áður en eldfiaug þeirra er skotið
á loft.
!••••••••••••
og lágreistir húskofar híma. Eftirlík-
ing af litlum hafnarbæ.
Þannig ægir öllu saman í Disney-
landi, — draumi og veruleika, ævin-
Börn leika sér í trjáhúsum rétt eins og
Tumi Sawyer í sögu Mark Twains.
týrum úr fortíð og framtíð, eftirlík-
ingum ótal staða í fjarlægum heims-
hlutuni og þjóðlífslýsingum frá ýms-
um tímum amerískrar sögu.
Disneyland var opnað almenningi
árið 1955 og það er síl'ellt að breyt-
ast, — aukið við nýjum þáttum og
aðrir felldir burtu eða breytt. Það
sem þú sérð þar í dag, getur verið
horfið á morgun. Ætlunin er, að
J^annig verði haldið áfram að auka og
breyta eftir því sem liugmyndaflug-
ið segir fyrir um.
Og það er áreiðanlegt, að Disney-
land er fyrir „börn“ á öllum aldri,
— meira að segja yngri en 6 ára og
eldri en 60 ára.