Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 32

Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 32
ÆSKAN Börn gerast landkönnuðir í Columbia, sem er nákvæm eftirlíking af fyrsta ameríska skipinu, sem sigldi umhverfis hnöttinn. anum eru margir turnar og veifur og það eru síki umhverfis liann. Þetta er höllin hennar Þyrnirósu. Á sík- inu eru hvítir svanir. Ykkur í'innst e. t. v. óþarfi að taka það fram, að svanir séu hvítir, en það eru nú líka til svartir svanir, upprunnir í Ástra- líu, og það er t. d. margt af þeim á Geniarvatninu í Sviss. Við göngum um vindubrúna ylir síkið að höllinni. Það er hringstigi upp. Kannski eru leðurblökur í dimmum hornum stig- ans og uglur úppi í turninum. í stað þess að fara upp í turninn gönguin við yfir að eldflauginni sem er al- búin að leggja af stað til tunglsins. Hún er snjóhvít með rauðum þver- rákum á oddinum, sem vísar til him- ins. Við eldfiaugina standa piltur og stúlka í geimierðabúningi og þau virð- ast vera að leggja af stað út í eilífan bláinn. En í stað þess að fara til tungisins, höldum við niður að blá- grænni tjörn, þar sem kafbátur ligg- ur við bakka, og stígum um borð. Öll- um opum er vandlega lokað og bát- urinn sígur í djúpið. Gegnum rúð- urnar sjást undarlegir fiskar í vatn- inu óg við höldum áfram að stara þangað til báturinn rís úr djúpinu á ný og sólskinið í Kaliforníu ljómar aftur um okkur. Og enn eru fleiri ævintýri í vænd- 208 unt. Við tökuni okkur far með fljóta- báti, sem flytur okkur um bugðóttar ár. Við förum um Níl og árnar í Kongó. Gróðurinn verður smátt og smátt eins og í hitabeltinu og okkur dylst ekki að leiðin liggur nú eftir hinu mikla Amazonfljóti. Landslag- ið verður villtara og villtara. Krókó- dílar híma við sandeyrar, reiðubúnir að gleypa hvern þann, sem fellur fyr- ir borð og eitraðir fiskar kvika í djúp- inu. Glitfögur blóm vaxa á bökkun- um og villidýrum sést bregða fyrir. Sum hafa komið niður að vatninu til að fá sér að drekka. Illúðlegir villi- menn sjást inni í skóginum. Gíraffar teygja langan hálsinn eftir blöðum trjánna og vatnabuffalar liggja hálf- ir í kafi. Við stígum á land á suð- rænni strönd, þar sem pálmatré vaxa Geimmaður og geimstúlka veifa til „jarð- arbúa“, áður en eldfiaug þeirra er skotið á loft. !•••••••••••• og lágreistir húskofar híma. Eftirlík- ing af litlum hafnarbæ. Þannig ægir öllu saman í Disney- landi, — draumi og veruleika, ævin- Börn leika sér í trjáhúsum rétt eins og Tumi Sawyer í sögu Mark Twains. týrum úr fortíð og framtíð, eftirlík- ingum ótal staða í fjarlægum heims- hlutuni og þjóðlífslýsingum frá ýms- um tímum amerískrar sögu. Disneyland var opnað almenningi árið 1955 og það er síl'ellt að breyt- ast, — aukið við nýjum þáttum og aðrir felldir burtu eða breytt. Það sem þú sérð þar í dag, getur verið horfið á morgun. Ætlunin er, að J^annig verði haldið áfram að auka og breyta eftir því sem liugmyndaflug- ið segir fyrir um. Og það er áreiðanlegt, að Disney- land er fyrir „börn“ á öllum aldri, — meira að segja yngri en 6 ára og eldri en 60 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.