Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 17
ÆSKAN
— Hann er reyndar líkur þér, segir hann í liálfum
hljóðum. ,
— Ó, nei! En mér þykir vænt um, að við skyldum
korna liingað. Við erum þó að minnsta kosti dálítið
betri en Morten íkorni, svarar Karl hugsandi.
Síðan kemur nóttin.
Karl situr einn við borðið. Ljósið logar. Fritz liggur í
flatsæng, sem þeir hafa útbúið á gólfinu við innri vegg-
inn. Hann sefur sætt og vært. Karl heíur lofað að vekja
hann klukkan 2. En nú er hann að hugsa um að sleppa
því og vaka einn áfram. Hann er vakandi, hvort sem
er.
Ef Kaldór skyldi vakna, ætlar hann að gefa honum
dálítið af berjasaft. Hann veit, að það er gott í hitasótt-
inni og til allrar hamingju er flaska með saft í bögglin-
um frá mömmu hans.
Hann situr og lítur í vasaalmanak, sem hann ber stöð-
ugt á sér. Það er fullt af rnyndum og teikningum og ýmiss
konar fróðleik, sem gaman er að athuga.
Hann hlustar eftir andardrætti Kaldórs. Hitinn hlýt-
ur að hafa vaxið, því að hann dregur andann ört og
óreglulega.
Annars er nú allt kyrrt og hljótt. Hjól íkornans
stendur kyrrt. Það er dauft skin frá lampanum á borð-
inu.
Karl lítur á klukkuna. Hún er bráðum 12. Hann hef-
ur lijartslátt. Hann er alltaf að hugsa um mömmu sína,
hve hrædd hún hljóti nú að vera, er þeir koma ekki aft-
ur, eins og um hafði verið talað. Nú spennir hann greip-
ar og les Faðirvorið, hallar síðan höfðinu fram á borðið,
því að hann er orðinn mjög þreyttur, en hann er ráð-
inn í að halda sér vakandi.
— Hvað er þetta? Hver er að kalla?
— Árni, hrópar veik og biðjandi rödd. — Komdu til
mín, farðu ekki frá mér aftur.
— Hvar er ég? hugsar Karl alveg forviða.
— Árni, segir röddin aftur. Árni, Árni.
Skyndilega áttar Karl sig og man eftir öllu. Hefur hann
þá virkilega sofnað? Það er Kaldór, sem er að kalla.
Hann flýtir sér að rúminu til hans og tekur í hönd hans.
Rétt í sömu mund heyrir hann liljóð, sem kemur
neðan að... Hjarta hans berst ákaft — hann heyrir
fótatak, sem kemur upp sigann og stirðnar upp af
hræðslu. En eftir á furðaði hann sig á, hvers vegna hann
hefði getað orðið svona hræddur. Hann hefði átt að
skilja það strax, að það var mannhjálp að heiman, sem
hann hafði einmitt vonast eftir og huggað sig við, að
hlyti að koma.
Jólabaðið.
Tveir menn frá verksmiðjunni höfðu lagt af stað und-
ir eins, og þeir vissu, að drengirnir voru ókomnir klukk-
an 12 um nóttina. Þeir óku hratt í bíl í náttmyrkrinu,
og er þeir komu að Króki, sáu þeir dauft ljósið í glugg-
anum og vagninn fyrir utan húsið. Þeir höfðu með sér
ljósker, sáu Blakk í skúrnum, fundu brotnu rúðuna
og komust inn og þóttust skilja, að drengirnir væru hér
og að allt væri í lagi. En brátt varð þeim ljóst, að þeir
komu á alvörustund, er þeir fundu Karl, sem sat við
rúm Kaldórs, fölur og skjálfandi og hélt í hönd sjúkl-
ingsins.
Það var sannarlega gott, að hjálpin kom, því að Kal-
dór dó þessa nótt. Hann komst ekki til meðvitundar
aftur. En allan tímann fékk hann að halda í hönd drengs-
ins, sem hann hélt að væri Árni sonur sinn.
En svarið nú þeirri spurningu, þið öll, sem hafið heyrt
söguna um Kaldór í Króki í Brennudal: Hefði nokkr-
um næturverði getað farizt betur en Karli Bolt?
í öllurn Brennudal var talað um drengina, sem höfðu
komið of snemma heirn í jólaleyfið af einskærri tilvilj-
un.
— Að hugsa sér, sagði fólkið, — ef þeir liefðu ekki
komið svo snemma. Hver liefði þá verið til þess að
hjálpa og hugga Kaldór á dauðastundinni?
Morten íkorni. Enginn annar ...
Þýtí úr norsku af Margréti Jónsdóttur.
193