Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 21

Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 21
ÆSKAN HANI og KISA ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■VHUHHMaMBHMHmnnnnUMnHHMHHBUHH] ; ) Ævintýri eftir Sigrid Undset. ( ) NU SINNl var hani, sem bjó með ketti í moldarkofa. Og þeir áttu kvörn, sem þannig var úr garði gerð, að ekki þurfti annað en snúa henni og biðja um það sem mann vantaði. Þá malaði hún það undir eins: kaiti, smurt brauð, kafíibrauð, mjólk og súkkulaði, vín og steik og súpu og tiglabrauð og fiskbollur — hvað sem manni datt í hug. Svo bar það við einn góðan veðurdag, að kóngurinn og forsætisráðherrann voru úti að ganga sér til skemmt- unar. Og þá varð þeim gengið hjá kofanum. „Aumingja fólkið, það hlýtur að vera fátækt úr því að það býr í svona hreysi,“ sagði kóngurinn. „Farðu inn og gefðu því þúsund krónur, ráðherra sæll.“ Þegar haninn kom heim, varð hann bálreiður. „Þau þurfa þess varla með,“ svaraði forsætisráðherr- ann, „því þau eru ríkari en sjálfur kóngurinn. Það eru hani og kisa, sem eiga þarna heima og þau eiga kvörn, sem er svona og svona . . .,“ og svo sagði hann kóngin- um hvernig kvörnin væri. „Hana verð ég að kaupa,“ sagði kóngurinn, því hann sá undir eins, að ef hann eignaðist kvörnina þyrfti hann ekki að vera í vanda staddur með að fá peninga og mat handa öllum hermönnum sínum. Og svo fóru þeir inn og forsætisráðherrann sagði við köttinn, að kóngurinn vildi kaupa kvörnina hans fyrir hundrað þúsund krónur. „Nei, ég þori ekki að selja kvörnina,“ sagði köttur- inn, „haninn er ekki heima og ég sel hana ekki án þess hann leyfi. Ekki að nefna.“ En nú varð kóngurinn fokvondur og sagði, að hann væri'nú ekki að spyrja vesælan hanaræfil að því, hvort kvörnin væri föl eða ekki, og að hann, sjálfur kóngur- inn, gerði eins og honum sýndist. Og svo tók hann kvörn- ina, lagði peningana á borðið og fór leiðar sinnar. Aum- ingja kisa varð svo hrædd, að hún þorði ekki að segja eitt einasta orð. En þegar haninn kom heim, varð liann bálreiður, af því að kisa hafði ekki kvöldmatinn handa honum til- búinn. „Já, sér er nú hver húsfreyjan,“ sagði hann, „þú þarft ekki annað en snúa kvörn nokkra snúninga, og svo kem- ur allt á borðið, sem við viljum, og samt nennirðu ekki að hafa matinn til.“ „Elsku bezti hani minn, vertu ekki svona reiður, því þetta er ekki mér að kenna,“ sagði kisa. „Kóngurinn var hérna og tók kvörnina okkar . . .“ og svo sagði hún frá, hvernig í öllu lá. En þá varð haninn ennþá reiðari og sagði, að úr þvi að kisa hefði látið kónginn fara með kvörnina, yrði hún að gera svo vel að hypja sig upp í konungshöllina og ná í hana aftur, „og vilji kóngurinn ekki sleppa lienni með góðu, þá verðurðu að klóra úr honum augun.“ Það var ekki um nema eitt að velja; kisa varð að fara af stað, þó henni væri það sárnauðugt. En 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.