Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 20
ÆSKAN
Borðhaldið fór fram með mikilli viðhöfn og glaðværð.
um þar, jóiagleðin, þar sem litla vininn sinn vanti i hópinn;
„og viidi ég,“ sagði biskup, „að ég mætti vona að enginn af
þessum álitlega hóp geymdi þann mann í brjósti, að hann vissi
um drenginn og segði ekki til.“
Þá tekur til máls maður einn, er hafði á hendi lambahirðingu
— hafði hann aldrei verið við, er drengsins var leitað, og segir:
„Hvað er þetta? er það satt, að Kristján iitla vanti? Á Þorláks-
dagsmorgun var ég í hálfbjörtu eða fyrr að reka lömbin hérna
upp fyrir; þá voru piltarnir að fara úteftir, og þóttist ég sjá
denginn hlaupa á eftir þeim út og ofan úr túninu. En birtan
var lítil og þori ég því ekki að fullyrða þetta.“ — Við þessi orð
hrá einum manninum, sem verið hafði i Drangeyjarferðinni, svo
greinilega, að biskup var nógu aðgætinn til að sjá það. Kallar
Iiann þá félaga alla inn á skrifstofu sína, en þurfti lítið fyrir að
liafa, áður en þessi hinn sami opinberaði sannleikann.
Hann sagði glöggt frá öllum atvikum frá byrjun ferðarinnar,
eins og hér er að fratnan frá sagt, og svo, að hann einn hefði
verið á móti því, eftir mætti sínum, að svona væri skilið við
drenginn; sér væri óþolandi að hafa þetta á meðvitundinni, og
yrði feginn að mega þannig segja frá öllu, eins og komið var.
„En nú verð ég,“ segir liann, „að njóta verndar yðar, herra,
gegn varmennum þessum."
Jafnskjótt lætur biskup taka þá alla (fimm) og setja i liöft,
skipar að bera allar vistir burtu, „og skulu hvorki ég né aðrir
■neyta neins af þeim, fyrr en fengin er sönn fregn um, hvernig
Kristjáni líði.“
Skipar hann nú átta mönnum að taka jafnmarga eldisliesta og
ríða til skips. Klæðnað og fæði lætur hann fara með, ef Kristján
litli kunni að hittast lifandi, og ullarábreiðu til þess að vefja
um hann.
Ekki er að segja af ferðum þeirra, fyrr en þeir koma til eyj-
arinnar. Ber þá heldur en ekki kynlega sjón fyrir þá, er þeir
sjá hina Ijómandi birtu í sauðaborginni. Þeir verða hræddir og
undrandi, því að þeir skilja ekki, hvernig drengurinn geti hafa
haft ráð á að kveikja sér eld. Ganga þeir nú að borginni og
verða ekki minna undrandi, er þeir sjá Kristján litla þarna bú-
inn dýrindis guðvefjar möttli, og tónaði og söng nlveg eins og
biskupinn.
196
Þeim leizt nú ekki á blikuna, þó að pilturinn væri fundinn;
héldu að banii væri búinn að missa vitið að miklu leyti. En hann
gat sagt þeim í stuttu máli sögu sina, og sagðist vilja, að þeir
neyttu þess að nokkru, sem á borðunum var, og gerðu þeir það.
Engu öðru hreyfðu þeir, en slökktu öll ljósin og bjuggust sem
skjótast til heimferðar.
Á jóladagsmorgun komu sendimenn aftur heim að Hólum.
Hófst þar gleði mikil, þegar sást, að Kristján var í förinni, auð-
þekktur til að sjá, í stórri loðskinnskápu af biskupi. Þá gekk
biskup um gólf fyrir kirkjudyrum, er flokkurinn reið heim.
Gengur Kristján auðmjúkur fyrir biskup og hað hann fyrirgefn-
ingar á burthlaupi þessu, og var það auðfengið; sagði honum
síðan alla söguna, og þótti biskupi mikils um vert; sagðist
mundi fara með honum til eyjarinnar eftir nýárið; þess, sem i
borginni væri mundi verða vitjað á nýársnótt, annars aldrei.
Nú vildi biskup, að Kristján gengi til hvílu, en drengur var
ófús til þess. Heldur vildi hann klæðast nýju fötunum sínum
og ganga til kirkju, og fékk liann að ráða því. Að þessu húnu
settust menn að jólaveizlu, og voru nú allir glaðir, nema þeir
fyrrnefndu fimm menn, er sátu í höftum, enda var biskup þeim
hinn reiðasti.
Undir borðum lagði hiskup þá spurningu fyrir Kristján,
hvernig hann mundi hafa dæmt þessa menn, ef hann hefði ver-
ið lögmaður.
„Ég hefði dæmt þá svo vægt, sem mætti,“ sagði drengur.
„Láttu mig þá heyra,“ sagði bislcup. „Hvernig heldurðu að þú
hefðir dæmt þá?“
„Ég hefði fyrst lofað þeim að sitja jólaveizluna í kvöld.“
„Svo skal gert,“ sagði biskup og lét sækja þá. Þegar þeir voru
setztir niður, sagði biskup þeim, livers drengurinn hefði óskað.
Urðu þeir þá mjög sneyptir og báðu hann nú fyrirgefningar.
Hann kvaðst gera það fyrir sig, en það mundi þeim ekki vera
nóg. Að svo mæltu tóku þeir þátt í veizlunni; en er staðið var
upp frá borðum, spyr hiskup Iíristján litla enn, hvernig hann
mundi hafa dæmt þá.
„Ekki mundi ég,“ segir drengur, „liafa sótt eftir lífi þeirra,
]>ótt þeir sæktu eftir mínu, en óhelga mundi ég dæma þá ævi-
langt innan ummerkja yðar biskupsdæmis, herra.“
Þá klappaði biskup á koll lians og sagði: „Þú ert efni i lög-
réttumann, Kristján litli.“
Sagan segir, að dómur yfir mönnum þessum hafi fallið, eins
og hann kvað hér á.
Eftir nýárið fór biskup til eyjarinnar, og var Kristján litli
með í förinni. Þar var allt óhreyft, eins og þeir skildu við. Varð
biskupi að orði, er hann leit inn í borgina: Hvort er sauða-
borg min orðin konungleg höll? Undir þínu nafni, Kristján
litli, slæ ég hendi yfir allt, sem hér er.“ — Þeir höfðu þegar
heim með sér allt það af góssinu, er þeir gátu með komizt, en
hitt var siðar sótt. Var mikill vandi að koma þvi óskemmdu.
Þegar það var komið lieim, sagði biskup, að hann léti allt
þetta skraut fara til útlanda, þvi að það væri samboðið kon-
ungahöllum einum, og mundi þar þó sjaldséð annað eins. Einn
hikar undantók hann samt, er hann gaf Hólakirkju og er hann
sagður enn til. Var hann aðeins notaður meðan biskupar voru
þar, og þegar þeir sjálfir tóku sakramenti.
Kristján litli Þorsteinsson varð eigandi alls þess, er fékkst
fyrir dýrgripi þessa, og var það enginn smáræðis skildingur.
Hafði biskup umsjón þess. Fór þá drengur að stunda bóknám til
prests, því að það vildi hann verða, af þvi að hann langaði svo
til að syngja og tóna. Fór svo að lokum, að hann varð prestur.
Veitti biskup honum gott brauð, er lá allnærri stólnum og gifti
honum Ástríði dóttur sína.
Séra Kristján varð góður prestur, og prófastur í mörg ár, og
átti mörg mannvænleg börn með konu sinni. Gamla Anna, sem
hann fylgdi forðum, naut styrks og athvarfs hjá honum í elli
sinni. Og er þá lokið sögunni.
Þjóðtrú og þjóðsagnir 1908. Sögn Guðrúnar Einars-
dóttur á Húsavík 1905. Handrit Jakobs Hálfdánarson-
ar á Húsavík.