Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 52

Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 52
ÆSKAN Englarnir í þvotti. Lítill drengur lá i sjúkraliúsi. Hann las bæniraar sínar á hverju kvöldi og liorfði jafn- framt á englamynd, sem var yfir rúminu hans. En rétt fyrir jólin, Jiegar verið var að gera hreint i sjúkrahúsinu, tók hjúkrunarkona englamyndina og sagðist ætla að Jivo hana. Þá um kvöldið, er drengurinn hafði lesið bænirnar sínar, andvarp- aði hann og mælti svo: — Góði guð. í nótt vcrður jiú að vaka yfir mér, því að nú eru englarnir í þvotti. ★ Hveitið fýkur. Það var rétt fyrir jól. Mamma var að keppast við að haka og Sína iitla sat úti við glugga og liorfði á skæðadrifu, sem féll jafnt og þétt úti fyrir. Allt í einu kallar hún: •— Mamma, mamma, sjáðu iivað guð er duglegur. Hann bakar, svo að liveitið fýkur út um allt! ★ Líttu í spegil. Ég vil ekki lúta þvo mér, grenjaði Jóna. — Vertu ekki að þessari vit- leysu barn, sagði amma. Komdu nú undir eins og lofaðu mér að þvo þér. Ég hef alltaf jivegið mér í framan tvisvar á dag síð- an ég var lítil. — Já, líttu í spegil og sjáðu, hvernig það hefur farið með þig, sagði Jóna. Fæ ég ekki meira í jólagjöf? Dansaði allan tímann. Inga litla fékk að fara á jóla- gleði í sunnudagaskólanum. Þar var gríðarmikið jólatré með óteljandi kertaljósum, og efst á toppnum sat engill, og var þannig um húið, að vegna hit- ans, sem lagði af ljósunum, snerist liann alltaf. Inga var mjög hrifin og augu hennar ljómuðu af fögnuði, er hún liorfði á þetta. Þegar hún kom heim sagði hún við mömmu sína. — Ó, Mamma. Jesúbarnið sat hátt uppi og það lá svo vel á því, að það dansaði allan tím- ann, sem við vorum þar. ★ Leiðist svo mikið. Disa er ekki nema þriggja ára og því á hún að hátta á undan öðrum á aðfangadags- kvöld. Henni leiðist það og hún segist vera hrædd. — Þú þarft ekki að vera lirædd, segir mamma. Guð er hjá þér. Litlu seinna opnast liurðin að svefnherberginu og Dísa kemur kjökrandi í gætt- ina: — Mamma, okkur guði leið- ist svo mikið. Haldið um naglann. Jónsi litli var að leika sér við nokkra drengi, og kom hlaupandi inn og bað mömmu að Ijá sér hamar. — Hvað ætlarðu að gera við hann? spurði mamma. — Ég þarf að reka nagla i vegginn, sagði Jónsi. — Þá færðu hann ekki, þú crt vis til að berja á fingurna á þér og meiða þig. — Engin liætta, mamma, ég læt Sigga lialda um naglann. Kosningadagurinn. Það var á lcosningadaginn. Mamma varð að liafa Olgu litlu með sér, þegar hún fór að kjósa, og Olga fór með henni inn í kosningalilefann. Á eftir sagði hún: — Þú kaust þann mann, sem þú elskar mest, mamma. — Hvað segirðubarn? Hvern- ig dettur þér þetta i hug? -—— Þú merktir koss fyrir framan nafnið lians. V Ný frímerki. Hinn 29. nóvember s.l. komu út tvö ný íslenzk frimerld með myndum af islenzlcum blómum. Skák á svartan. Þekktur læknir segir eftirfar- andi sögu: Skákmaður n.okkur varð geð- veikur og var settur inn á geðveikrahæli. Hann hafði of- sóknarbrjálæði, þóttist vera livitur riddari og væri svört drottning alltaf á hælunum á sér. Yfirlæknirinn reyndi að lækna manninn, en tókst ckki. Annar læknir var þar á hæl- inu og kunni sá skák. Bað hann um að mega reyna við sjúklinginn og var það leyft. Eftir stundarliorn kom hann með sjúklinginn, sem var þá alheilbrigður. Yfirlæltnirinn brá aðstoðarlækninum á ein- tal og spurði, hvernig i þessu lægi. — Það er ofur einfalt, svaraði liinn. — Ég kom hon- um i skilning um, að þar sem hann væri livíti riddarinn, þyrfti liann ekki að óttast svörtu drottninguna, því ef hún væri færð, væri skák á svartan. Góðar aftur. Mamma hafði orðið að refsa Siggu fyrir einhverja yfirsjón. Sigga fór að skæla og sagði: — Mamma, hvcrnig stendur á því, að við getum ekki verið góðar livor við aðra? GLEÐILEG JÓL 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.