Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 7

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 7
"C* inu sinni var piltur, sem hét Jón. Faðir hans bjó á ** stórri jörð og átti mörg börn. Og þegar Jón fann, að hans var ekki þörf á heimilinu lengur, fékk hann nesti og nýja skó og fór út í heiminn til þess að kynnast honum. En nú var Jón á leið heim til sín aftur. Hann hafði farið víða og séð margt, en nú lá leið hans um hrjóstruga obyggð, 0g hann var bæði þreyttur og svangur. Þegar liann hafði gengið lengi, sá hann hvar fallegur fugl, gylltur á litinn, tyllti sér á trjágrein. Hann greip til boga stns, ]jví að þetta var í þá daga, þegar enginn byssa var td en allir báru boga, og miðaði á fuglinn. Því að svona iallegan fugl vildi hann eignast. En hvað haldið þið að þá hafi skeð? Fuglinn fór að tala og sagði: „Þyrmdu lífi fnnu, liver veit nema ég geti einhverntíma lijálpað þér, ef þú lofar mér að lifa!“ Nú var Jón eiginlega allra bezti piltur, þó að honum clytti í hug að skjóta fuglinn, og þess vegna lét hann itann sleppa. Og í þakklætisskyni lét fuglinn eina af fal- legu fjöðrunum sínum detta niður á piltinn, og hann tók ,lana og festi í hattinn sinn og liélt áfram leiðar sinnar, svangur og þreyttur eins og áður. Þegar hann hafði gengið um stund, fór landslagið að verða búsældarlegra og vinalegra og loksins kom hann fallegum aldingarði, þar sem ávextir héngu á lrverju b'é. Jón fór inn í garðinn og át sig saddan af gómsætum avoxtum og varð eins saddur og hann hafði áður verið svangur. Svo lagðist hann endilangur niður í grasið og steinsofnaði. Þegar Jón vaknaði aftur, heyrði hann glað- |egan hlátur skammt frá sér, og þegar hann fór að skima 1 kringum sig til þess að vita hvaðan hláturinn kæmi, sá hann inni á milli trjánna hvar tíu til tólf ungar stúlkur voru að dansa og leika sér í runni. Þær voru allar ljóm- andi fallegar og Jón sárlangaði að fara til þeirra og biðja þær að leyfa sér að leika við þær. Svo herti hann upp hugann og fór til þeirra og hneigði sig hæversklega fyrir hverri þeirra fyrir sig. En stúlkurnar litlu brostu alls ekki til hans; þvert á móti fóru þær að gráta og sögðu honum, að nú væri hann kominn inn í aldingarð kynja- karlsins Kaspars og að hann væri göldróttur og umhverfði öllum ferðamönnum í stein, sem til lians kæmu. Og þær grátbændu hann um að flýja meðan tími væri til. Telp- urnar voru ambáttir tröllkarlsins og hann skipaði þeim að leika sér í garðinum til þess að ginna þangað ferða- menn, sem framhjá gengu, og nú fannst þeirn sorglegt, að Jón skyldi lrafa gengið í gildruna. En hvað sem þær sögðu, þá liræddist hann ekki og fór nú beint til hallar- innar, sem hann hafði komið auga á í þessum svifum. En það var alls ekki auðfarin leið, því að hann þekkti ekki göturnar að hallardyrunum og lenti í þyrnirunnum og brenninetlum. Það fyrsta, sem hann sá í hallargarðin- um, voru ellefu steinmyndir af ungum mönnum, og svo eðlilegar, að það var nærri því eins og þær væru lifandi. Og nú lukust hallardyrnar upp og út kom skrýtin fylk- ing. Fremst kom tröllkarlinn ferlega ljótur og allur kal- loðinn, ríðandi villisvíni og bak við hann kom stór hóp- ur af vansköpuðum dvergum og voru andlitin á þeim svo afskræmd og ljót, að það gat gert jafnvel huguðustu menn lafhrædda. Kaspar tröllkarl reið hringinn í kringum Jón og neri saman lófunum, svo ánægður var liann með síðustu bráð sína. Þessi piltur mundi verða íalleg viðbót við stein- gervingasafnið hans. En allt í einu fölnaði tröllið og fór að skjálfa. Það hafði komið auga á gylltu fjöðrina, sem Jón hafði í hattinum sínum og sá, að hún var af gull- fuglinum íta. Þann fugl réði tröllkarlinn ekkert við og sá, að Jón mundi vera undir vernd hans. Rétt á eftir lieyrðist létt og hratt vængjatak og íta kom fljúgandi og settist á öxlina á Jóni, en tröllið og

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.