Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 8

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 8
Ár í heimavistarskóla. • Páll og Nancy ætla að sýna skólasystkinum sínum, að þau eru ekki hrædd við drauga. „Nú eigum við bara eítir að kom- ast burt frá skólanum, án þess að til okkar sjáist," sagði hann á heimleið- inni. En það reyndist léttara en hann liafði búizt við. í næstu viku var léttskýjað og gott veður. Tunglskin var á hverju kvöldi og börnin urðu ásátt um, að nú skyldu systkinin sýna, að þau væru annað en grobbið eitt. Kvöld eitt, þegar öll börnin voru komin í rúmið og búið að slökkva Ijósin í svefnherbergjum þeirra, skriðu Páll og Nancy fram úr aftur, klæddu sig og laumuðust niður til bakdyranna. „Við erum ekki með neinar yfir- hafnir!“ sagði Nancy, „ekki einu sinni hú£ur.“ „Það gerir ekkert til,“ svaraði Páll. „Við hlaupum eins hratt og við get- um, svo að þú þarft ekki að vera hrædd um, að okkur verði kalt. Og svo er alls ekki kalt í veðri ennþá.“ Nancy var fegin því að hafa Pál með sér. Hún hefði ekki þorað að fara þessa för með neinum hinna drengjanna, en Páll var svo rólegur og öruggur. Það reyndist rétt hjá honum, þeim varð ekki kalt, því að þau hlupu næst- um alla leiðina, og þegar þau loksins nálguðust klausturrústirnar, sem lágu þarna svo draugalegar í köldu tungl- skininu, var þeim orðið vel heitt. Nú gengu þau ósjálfrátt dálítið hægara, þau þurftu líka að fara gæti- lega, til þess að hrasa ekki um múr- steina eða súlubrot, sem lágu falin í grasinu. Þau héldust í hendur, þegar þau gengu að hálffallinni kirkjunni — og þá heyrðu þau allt í einu nístandi óp. Nancy hrökk í kuðung. „Ó, ó, Páll. . . heyrðirðu þetta? Heldurðu, að þetta hafi verið ein- hver af nunnunum?“ „Vitleysa! Nunnurnar eru dauðar fyrir löngu, hvers vegna ættu þær þá að vera að æpa hérna?“ Áfram gengu þau fáein skref, en þá kom eitthvað dökkt þjótandi á móti þeirn, þau heyrðu ópið á nýjan leik — — og þá snerust þau á hæli og tóku til fótanna. En aðeins skamman spöl, því þá stanzaði Páll og fór að skellihlæja. „Nancy — þú ert nú meiri kján- inn! — já, og ég líka. — Sérðu ekki, að þetta er bara ugla?“ Nú stanzaði hún líka. Gat það ver- ið? Hún kom auga á eitthvað dökkt með kringlótt, lýsandk augu uppi á veggjarbroti. Jú, þetta var rétt hjá Páli. Þetta var ugla, ósköp venjuleg ugla, ein af þeim, sem hún vissi vel, að taka sér bólstað í turnum, holunr trjám og áþekkum stöðurn. „Það var enginn annar en hún, senr skrækti — nú geturðu séð, að þarna er ekkert, sem við þurfum að dvergarnir gláptu skjálfandi á þá. Fuglinn fór að syngja og .... það var einkennilegasti söngur, sem Jón hafði heyrt, og nú urðu allir dvergarnir og tröllkarlinn að fara að dansa, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Dverg- Fremst kom tröllkarlinn, ferlega ljótur og allur kafloðinn, ríð- andi villisvíni og bak við hann kom Btór hópur af vansköpuðum dvergum. arnir dönsuðu, þangað til þeir urðu allir að dufti, en Kaspar var stærri og entist lengur. Nú sagði íta, að tröllkarlinn ætti stóra könnu inni 1 svefnherberginu sínu og úr þessari könnu drykki ha»n galdradrykk á hverjum morgni og fengi heljarkrafta sína úr Jressum drykk. í einni svipan snaraðist Jón inn í svefn- herbergið, náði í könnuna og þeytti henni niður í hallat' garðinn og Jrar brotnaði hún í mél. Nú var máttur tröllkarlsins brotinn á bak aftur og haiiH var orðinn svo heitur af dansinum, að loksins kviknað1 í honum og Jrá sauð og bullaði og snarkaði í honunr eHlS og sviðaklaufum, því hann var baneitraður. En nú skeði dálítið skrýtið. Allar steinmyndirnar 1 garðinum lifnuðu við. Þetta voru allt saman ýmsir ferða' langar, sem tröllkarlinn hafði galdrað. Og Jreir Jrökkuö11 allir Jóni fyrir björgunina. En ungu stúlkurnar tólf? Ellefu af Jreim fóru burt llie< ferðamönnunum, en sú tólfta og íallegasta og bez-ta 3 Jreim öllurn, giftist Jóni og Jrau settust að í höllinni lifðu þar í farsæld til æviloka.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.