Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 18

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 18
„Jú, það gengur vel, pabbi. . . . Við verðum ábyggi- lega búnar í tæka tíð.“ Herra Omer dæsti aftur. „Nei, nú ertu bráðum orðinn allt of feitur, pabbi,“ sagði Minnie hlæjandi. „Já, það held ég bara, telpa mín. . . . Ég veit ekki al- mennilega, hvernig á því stendur." „O, það er bara af því, ltvað þú ert léttlyndur, pabbi!“ Nú fór herra Omer líka að hlæja, og ég skildi ekkert í því, að þau skyldu vera svona kát, þegar móðir mín var dáin. „Jæja, nú er ég búinn að kasta mæðinni,“ sagði herra Omer, „og svo er bezt, að ég taki mál af yður vegna sorgarklæða yðar.“ Að svo mæltu vísaði hann mér inn í búðina og mældi hæð mína og gildleika. Síðan kallaði hann á stúlku og bað hana að sækja handa mér te og smurt brauð. Ég var mjög dapur x bragði og neytti lítils. Allar þessar svörtu sorgarslæður og allt þetta svarta fata- efni gerði mig enn þá hryggari en ég hafði áður verið. Innan úr saumastofunni heyrði ég flissið og sönglið í stúlkunum, og handan úr húsagarðinum kváðu við hvell og fjörleg hamarshögg. „Jæja, borðið þér nú, ungi vinur, og gerið yður heima- kominn,“ sagði Omer. „Ég þekki yður vel, og ég þekkti líka liann föður yðar. . . . Hann var 5 fet og 9i/2 þuml- ungur á lengd. ... Ég sá sjálfur um greftrun hans.“ „Vitið þér ekki, hvernig Iionum litla bróður mínum líður?“ spurði ég. „Hann hvílir í örmum móður sinnar." „Veslings litli bróðir. ... Hann er þá líka dáinn!“ sagði ég og fór aftur að gráta. „Já, það er hann, .. . en þér skuluð ekki taka yður það svo nærri, vinur minn. ... Reynið þér nú bara að borða.“ Skömmu seinna hættu hamarshöggin, og ungur maður kom inn. »Jæja> Joram, ... hvernig gengur það?“ spurði Omer. „Ágætlega. ... Nú er ég búinn með hana. ... Þér voruð búinn að segja, að ef ég yrði snemma búinn, þá gætum við Minnie skroppið þangað líka.“ „Já, já, það getið þið líka, börnin góð.“ Ég vissi vel, að það var líkkista móður minnar, sem ungi maðurinn hafði verið að smíða, en ég spurði einskis og mælti ekki orð frá vörum. Mér fannst þetta allt svo dapurlegt. Seinni hluta dagsins ókum við öll til Blunderstone. Ég sat frammi í vagninum hjá Omer, og Joram og Minnie Ég vissi það að vorið kom i gœr, um vanga mína strauk hinn þýði blcer. Ég heyrði i lofti fagran fuglasöng og fossanið i hárra gljúfra þröng. 1 Ijóssins hafi drukknar dökkbrýnd nótt og dulin öfl úr fjötrum leysast slijótt, svo frœkorn smá er féllu jarðar til þau. festa rœtur, þroskast Ijóss við yl. Se?n lýsigull nú loga ránardjúþ, og la?zdið aftur klœðist grœnum hjúþ. í silu?igsá?n vér sjáum sþorðaköst og silamergð i hverri hafsins röst. 1 Fœrir blessun, eykur yndi eygló björt u?n vorsins tíð. Nœrir, hressir, lifgar lyndi, léttir hjörtum böl og strið. 118

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.