Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 13

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 13
ÆSKAN Þessi risi heitir Suleim Ali ashnush, frá Tripoli. Hann 'ar nýlega lagður inn á sjúkra- Us, og gerður á honum upp- shurður til að stöðva vöxt hans, cn bá var hann orðinn 2 metrar °8 47 sentimetrar. c. 1'v>'fuglinn verpir aðeir b"U ef8i, en hins vegar vegu i. '' '.iórðung til þriðjung a yu?d fuglsins. lun ,IWÍ'tuglinn lifir á Nýja SjÉ 1 ng er strútstegund vi® hænu. Vængirnir er i<5 H iuglinn getur ekki flof Uiii LUan og 'uininn skilja ekl er i ''arptimann og þegar eggi .. !0,ni('i> ungar haninn þvi ú etr.,-y1"1 sest kvenfuglipn me Sgið sitt. o o llllllllllllM IIHII ■■ ilil ii llliiiiiiiiin lllill IIII llillt II llj Afmælis- „Ég vil ekki vera afmælisgjöf! Ég vil ekki vera afmælisgjöf!“ vældi brúðan. Allir i leikherberginu höfðu safnazt saman umhverfis litla brúðuhúsið hennar, sem stóð á gólfinu milli gluggans og bókahillunnar. „Þú þarft ekki að lúta þér leiðast þetta,“ sagði Maríanna. „Það á ekki að senda þig neitt í burtu. í dag er afmælisdagur ömmunnar. Hún er mjög góð, gömul kona, og þér á eftir að þykja vænt um hana.“ „En ég vil ekki vera afmælisgjöf til neinnar ömmu,“ sagði brúðan aftur. Þá tók Kasper til máls. „Börnin hérna í húsinu vilja gefa ömmu sinni afmælisgjöf," sagði hann. „Og þess vegna völdu þau þig til þess að gefa, af því að þú ert það fal- legasta og bezta, sem þau ciga.“ „Þú ættir að vera stolt af þessu," sagði Tini tindáti. „Ég vildi, að þau hefðu ákveðið að hafa mig fyrir afmælisgjöf." „Eða mig,“ sagði Teddi bangsi. „Ég var einu sinni afmælisgjöf," sagði rugguhesturinn Hoho. „Það var ekkert sárt.“ Indíánabrúðan Hermann sagði, að hann vissi ekki, hvort hann hefði verið afmælisgjöf, en liann liefði að minnsta kosti verið jólagjöf. Og margir vina lians höfðu sagt honum, að það væri mjög gaman að vera afmælisgjöf. „Já, þarna heyrirðu," sagði Teddi bangsi. „Það er ekkert að óttast.“ En þrátt fyrir allar fortölur, hélt brúðan áfram að segja: „Ég vil ekki vera afmælis- gjöf! Ég vil ekki vera afmælisgjöf! Ég vil búa áfram í minu eigin húsi!“ Svo snerist hún á liæli, gekk inn í húsið sitt og læsti á eftir sér. / Allir í leikherberginu, Maríanna, Kasper, Júlia konan lians, Tini tindáti, Teddi bangsi og Hermann, flýttu sér að glugganum og báðu brúðuna að hlusta á það, sem þau hefðu að segja. „Skilurðu ekki,“ sagði Júlia, „livað öminu lilýtur að leiðast að fá enga afmælisgjöf?“ En um leið voru dyrnar opnaðar, og inn komu tvær litlar stúlkur og amma. Þær leiddu ömniu og voru mjög lejmdardómsfullar á svipmn. „Sjáðu, amma,“ sagði önnur þeirra og benti á liúsið. „Þarna er afmælisgjöfin þín. Það er brúðan, sem situr inni í húsinu!“ „Já, brúðan er afmælisgjöf til þin,“ sagði hin stúlkan. „Þú mátt eiga hana alein, alltaf.“ „Þúsund þakkir, kæru börn,“ sagði amma og brosti. Hún gekk að brúðuhúsinu og gægðist inn. En brúðan var allt annað en vingjarnleg. „Farðu bara, farðu burt!“ sagði hún hvað eftir annað. En auðvitað lieyrðu hvorki litlu stúlkurnar né arnma það. „Mér finnst hún mjög falleg,“ sagði amma. „Þetta er finasta afmælisgjöf, sem ég lief nokkru sinni fengið. Ég ætla að sauma nýjan, fallegan kjól lianda lienni, og ég ætla að láta liana búa í liúsinu sinu, þar sem liún er núna.“ „Vertu blessuð, litla afmælisdagsbrúðan mín,“ sagði amma. „Mér lízt reglulega vel á þig.“ Svo fóru amma og stúlkurnar út úr leiklierberginu aftur. Tini tindáti, Kasper og Júlia, Teddi bangsi, Hermann og Marianna gægðust öll inn til brúðunnar. En hún sagði ekkert drykklanga stund. Svo opnaði hún dyrnar og sagði: „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt. Ég hef hcgðað mér ósköp kjánalega.“ ♦ ÍEvinlýri og sögur, frá ýmsum löndum. ♦ 113

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.