Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 14

Æskan - 01.04.1963, Blaðsíða 14
SJÓN eða HEYRN ?— ? —? ■ Hvort er nauðsynlegra - sjón eða lieyrn? Hvorugt vill auð- vitað nokkur maður missa. Hitt er ]>ó staðreynd, að sá sem er heyrnarlaus, á erfiðara með að Margrét Guðmundsdóttir. Margrét er ein af yngstu leikkonum okk- ar. Hún stundaði leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni í eitt ár. Innritaðist síðan í Þjóð- leikhússkólann og stundaði þar nám í tvö ár. Fór til Englands til framlialdsnáms og nam við liinn þekkta leiklistarskóla í London „The Iloyal Aeademy of Dramatic Art“ í eitt ár. Að námi loknu kom liún lieim og var ráð- in sem leikkona við Þjóðleikhúsið og hefur starfað þar síðan. Fyrsta hlutverk hennar var „Lísa“ í Litli Kláus og Stóri Kiáus, sem sýnt var i Þjóðleikhúsinu 1952. En minnisstæðasta hlutverk liennar mun vera „Lótusblómið“ í Tehúsi Ágústmánans og „Sólveig“ í Pétri Gaut, en ]>að leikrit hefur verið sýnt í Þjóðleikliúsinu i vetur við mikla lirifningu. Margrét er vaxandi leikkona, sem mikils má vænta af í framtiðinni. Hétt er að geta þess til fróðleiks fyrir lesendur Æskunnar, að Margrét er hálf- systir Þorgríms Einarssonar. fella sig við lífið en liinn sjón- lausi. Flkki sízt vegna þess, að hann vantar iðulega málið lika. Mörg heimsfræg tónskáld hafa að meira eða minna leyti ])jáðst af heyrnarleysi. Má þar til nefna Mozart, Beethoven, Bruckner og Smetana. Vera má að þar hafi að einliverju leyti verið að finna orsök þess, að tónarnir urðu þeim svo ósegj- anlega mikils virði. Beethoven gekk með heyrnarbilun allt frá æskuárum, og ágerðist hún svo mjög, að 28 ára gamall var hann orðinn algjörlcga heyrn- arlaus. En hann hélt áfram að semja, og tónlist hans varð æ fullkomnari. Flest hinna fræg- ustu tónverka lians, — svo sem „Tunglskinssónatan", „Eroica- sinfónían" og allar sinfóníur hans eftir það, eru samdar af manni, sem ekki heyrði hið minnsta liljóð. Þegar Beethoven samdi mesta meistaraverk sitt, níundu sin- fóníuna, liafði hann verið heyrnarlaus í 25 ár. Að hafa skapað þetta dýrðlega tónverk, og aldrei fengið að Iieyra það sjálfur, er dapurlegasta harm- saga þessa stórfenglegasta snillings tónlistarsögunnar. Þorgrímur Einarsson. Þorgrímur Einarsson er fæddur árið 1921 á Seyðisfirði. Hann var ungur að árum þegar áhugi hans vaknaði á lciklist- inni. Hann slundaði nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar á árunum 1945—1947 og dvaldist einn vetur við Det Norska Teater í Osló og stundaði nám þar. Árið 1947—48 stundaði hann einnig nám við Konunglcga leikhúsið í Kaupman'naliöfn. Eftir ])að fór hann til Englands og nam leiktjaldagerð í eitt ár, bæði i London og Birmingham. Þorgrímur lék fyrsta lilutverk sitt hjá Leikfélagi Reykjavikur 1947 i leikritinu „Ég man þá tíð“ eftir Eugene O’Neill. Eftir það lék hann i ýmsum leikritum hjá L.R. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950 fóru margir af leikurunum, sem starfað höfðu í Iðnó til Þjóðleikhússins og var Þorgrímur einn af þeim. Hann lék í mörg- um Ieikritum fyrstu árin, sem Þjóðleikliús- ið starfaði, og brátt var hann ráðinn þar fastur sem sýningarstjóri og hefur liann gegnt þvi starfi siðan. Starf sýningarstjóra er mjög þýðingarmikið í liverju leikhúsi, en sýningarstjóri stjómar og ber ábyrgð á sýningu á leikkvöldum. Þorgrimur hefur rækt þetta starf með sóma, auk ]>ess scin hann liefur leikið í mörgum leikritum. En honum cr fleira til lista lagt en leikur og sýningarstjórn. Þorgrímur liefur snúið sér að leiktjaldagerð og fyrstu leiktjöldin, sem hann gcrði, voru fyrir leikritið And- orra, sem frumsýnt var fyrir nokkru. Hann hlaut mjög góða dóma fyrir þau og niá mikils af honuin vænta í þeirri listgrein. 114

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.