Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1964, Síða 11

Æskan - 01.04.1964, Síða 11
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi lézt 1. marz sl. í sjúkrahúsinu á Akureyri, 69 ára að aldri. Davíð Stefánsson var fæddur 21. janúar 1895 í Fagraskógi við Eyjafjörð og voru foreldrar hans Dagnheiður Davíðsdóttir og Stefán Stefánsson bóndi og alþingismaður. Með fyrstu ljóðabókum síitum (Svartar fjaðrir, Kvæði, Kveðjur) sló Davíð á nýja strengi í íslenzkri ljóðlist, hin ferska °g þróttmikla túlkun hans á tilfinningum kynslóðarinnar, sem í þeim birtist, skipaði honum sess 1,1 vð þjóðskáldum. Davíð Stefánsson var afkastamikill rithöfundur. Hann orti margar ljóðabækur, skrifaði Ieikrit, þar með „Gullna hliðið“, sem víðfrægt er orðið, bæði hér og erlendis. Ritverk hans eru: Svartar fjaðrir (1919), Kvæði (1922), Kveðjur (1924), Munkarnir á Möðruvöllum (1925), Ný kvæði (1929), Kvæðasafn I—II (1930), í byggðum (1933), Að norðan (1936), Sólon lslandus I—II (1940), Gullna hliðið (1941), Kvæðasafn I—III (1943), Vopn guðanna (1944), Ný ^væðabók (1947), Heildarútgáfa (1952), Ávarp Fjallkonunnar (1954), Landið gleymda (1956), Ljóð lrá liðnu sumri (1956), Tvær greinar (1959), í dögun (1960), Ritgerðasafn (1963). Davíð var þjóð- skáld í fyllstu merkingu þess orðs, því með fyrstu bók sinni, Svörtum fjöðrum, söng hann sig lnn í hjarta þjóðarinnar. Harpa skáldsins er hljóðnuð, en ennþá munu börn landsins um langan aldur orna sér við elda orðsnilldar Daviðs frá Fagraskógi. ^ViÓ ^ir&indýrcivcitn^, ^r garði fór eg ungur, en gamall kom eg heim, *rá skóginum og vatninu og skóganna anda. **ó liðið sé að hausti, er hugur minn hjá þeim, 1 heimi sinna gömlu veiðilanda. ^ar reisti ég mér kofa og riðaði mín net, 1 skóginum hjá vatninu, hjá vatninu djúpa. hvíldi þar í grasi og gleymdi, hvað ég hét, etl gróðrarregnið fann ég á mig drjúpa. engan skortir forða, sem einn í kofa býr, 1 skóginum hjá vatninu, hjá vatninu blíða. í því synda fiskar, og úr því bergja dýr, eiga þama griðland — milli stríða. ^kver lækur á sér drauma um lítinn, bláan ós Dg skógana og vatnið og skóganna stofna. ^ kvöldin, þegar himnarnir kveikja öll sín ljós, Þá kveður hann svo ljúft, að dýrin sofna. í ríki minna stjama get ég reikað eins og fyr um skógana hjá vatninu og vetrarins ísa og fagnað þeirra logum við fenntar bjálkadyr og fundið návist minna góðu dísa. f blámóðunni kemur mín bjarthærða mær úr skóginum og vatninu og vatninu Ijósa, og andardráttur hennar er heitur sumarblær — án hennar mundu allar lindir frjósa. En brátt fer mig að dreyma um brim við nyrstu strönd er vindurinn í skóginum og vatninu þýtur. Guð hjálpi þeim, sem gistir sín gömlu veiðilönd og gengur þar til skógar, hæmhvítur. Til ferðar var ég kvaddur um fjöll og úfin höf, frá skóginum og vatninu og vatninu ljósa. Svo langt varð ég að fara til að leita mér að gröf í landi minna hvítu jökulrósa. Davið Stefánsson.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.