Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1964, Page 12

Æskan - 01.04.1964, Page 12
Flugfélaginu á slóðum forfeflranna. Þjónninn í veitingavagninum bar fyrst fram drykki handa þeim sem vildu og Árný fékk sér kók. Veitinga- vagninn hreyfðist miklu meira en far- þegavagninn og einhver sagði henni að þetta væri vegna þess að hann væri á öðruvísi fjöðrum, til þess að diskarnir tylldu á borðunum. Árný hló, þegar hún reyndi að hella kókinu í glas, og eftir eina misheppnaða til- raun ákvað hún að drekka heldur úr flöskunni. Maturinn var ágætur, grænmetissúpa og steikt svínakjöt og súkkulaðibúðingúr í ábæti. Enn fór lestin inn í jarðgöng og Árný, sem hafði talið göngin frá byrjun, sagði, að nú væri lestin búin að fara gegn- um fjörutíu göng. B E R G E N að var orðið kvöldsett þegar lestin rann inn á járn- -*■ brautarstöðina í Bergen. Það hafði rignt síðari hluta dagsins og skógurinn sýnd' ist grænni og ferskari en nokkru sinni fyrr. Þau Árný kynntust samferðafólkinu í lestinni og það var glatt a hjalla. Þau stönzuðu í nokkrum smábæjum og um kafh leytið komu þau til Voss. Svona til tilbreytingar fylgd" ust þau með fólkinu af öðru farrými inn í stóran sal 1 járnbrautarstöðinni í Voss og fengu sér gosdrykki. Árný hafði heyrt talað um þennan stað sem skólabæ og þarna var mikið um að vera, því segja má að „vegir liggi ^ allra átta“. Þetta er mikill verzlunarstaður osr umferðar- bær og þar greinist járnbrautin til Bergen og niður au Harðangursfirði. Jarðgöngin voru orðin fleiri en tölu varð á kornið> sagði Sveinn, samferðamaður Árnýjar, en hún taldi þal1 öll, og var komin langt yfir hundrað þegar þau koinu niður að Voss. Stúlkan í gistihúsinu tók vel á móti Árnýju. Árný virðir fyrir sér fjörug viðskipti á markaðnum. rfs ym rt ,ý ? lES

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.