Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1964, Síða 19

Æskan - 01.04.1964, Síða 19
DAVÍÐ COPPERFIELD Eftir CHARLES DICKENS - Þegar við liöfðum beðið andartak úti fyrir, kom há- Vaxinn, baraxlaður, beinaber, rauðhaerður og freknóttur ^áungi út að vagninum. »Er herra Wickfield heima, Uriah Heep?“ spurði frsnka. »Já, herra Wickfield er heima, ungfrú góð... Viljið þér gera svo vel og ganga inn!“ Við frænka gengum inn í húsið og íengum Uriah hest- lnn okkar og vagninn. Við komum inn í stóra og fallega stofu, og þar var °kkur fagnað af rosknum, föngulegum manni, sem var ^ernur rjóðleitur og snjóhvítur fyrir hærum. »Velkomin, ungfrú Trotwood. ... Ég vona, að þér séuð eEki komin hingað til bæjarins í neinum alvarlegum er- lndagerðum?“ »Nei, ég er ekki hingað komin í neinum lögfræðilegum eDndum,“ svaraði frænka. »Ágætt! ... Það gleður mig, að þér skulið koma í öðr- erindum. . .. verið þér velkomin!" »Þetta er nú hann litli frændi minn,“ mælti frænka og benti á mig. »Ekki vissi ég, að þér ættuð neinn lítinn frænda,“ anz- aði maðurinn. »Jú, ég er búin að taka hann að mér, og ég ætla mér fytir hvern mun að koma honum í skóla hér í bænum." »Já, einmitt það! Jæja, bezti skólinn hérna er skólinn bans doktors Strongs, en þar getur pilturinn ekki komizt 1 heimavist... Hún er alveg fullskipuð." »í*á liljótum við að geta komið honum fyrir annars staðar, eða hvað?“ »Já, við skulum ganga út í bæinn og útvega honum Sainastað, og pilturinn getur beðið hér á meðan.“ Áð svo mæltu fóru þau, Wickfield og frænka mín, og varð einn eftir. stofunni, þar sem ég var, sá ég inn í skrifstofuna, °S þar var Uriah, sem hafði tekið við hestinum okkar. hv: var ^íann sat við skáhallt skrifborð og var að skrifa, en i ert sinn, sem ég leit á hann, mættust augu okkar. Hann etnstaklega svipleiður maður, og ég fór allur hjá mér Vl® það, að hann skyldi alltaf einblína á mig. ^ il allrar hamingju leið ekki á löngu, þar til þau, frænka mín og Wickfield, komu aftur úr húsnæðisleit- inni. Þó hafði frænka mín ekki dottið ofan á neinn sama- stað, sem henni leizt vel á handa mér, og hún var í hálf- vondu skapi. „Jæja, þetta tókst nú skrambi illa, ungfrú,“ mælti herra Wickfield, „en ég skal segja yður nokkuð,... þér getið látið hann litla frænda yðar vera hérna hjá okkur fyrst um sinn.“ „Ég er yður ljarska þakklát fyrir yðar góða boð, herra Wickfield, og það er Trot líka, sé ég, en ...“ „Ekkert en, ungfrú!. .. Ef yður finnst þetta of rausnar- legt, þá getið þér gefið með honum." „Ágætt, þá hef ég ekki framar neinar áhyggjur af þessu,“ mælti frænka glaðlega, „og ég er yður ekki síður þakklát." „Jæja, Jsá skulum við líta inn til litlu ráðskonunnar minnar,“ sagði lierra Wickfield. Síðan gengum við upp gamlan, skrautlegan stiga og komum upp Jnangað, sem nokkur skemmtileg, fornleg herbergi voru búin fögrum húsgögnum og skreytt falleg- um málverkum. í gluggunum voru ósköpin öll af blómum. Wickfield drap á dyr, og skömmu síðar kom yndisleg, lítil stúlka á aldur við mig inn í stofuna. Hún var mjög fríð og einstaklega blíðleg og vingjarnleg. Hún minntist innilega við föður sinn og heilsaði síðan okkur frænku minni. Faðir hennar skýrði lienni nú frá því, að ég ætti að vera hjá Jjeim, og það leit út fyrir, að hún væri ánægð með það. Hún stakk undir eins upp á Joví, að við gengjum upp á loftið og litum á herbergið mitt, og mér er enn sem ég sjái hana, góðlegu, litlu húsmóðurina, þar sem hún gekk á undan mér með lyklakippuna i hendinni. Mér var ætlað ljómandi skemmtilegt lierbergi. Þar var eikargólf, gildir bjálkar í loftinu og litlar rúður í glugg- um. Frænka mín var stórhrifin af Jæssu og margjjakkaði herra Wickfield fyrir greiðvikni hans og góðvild. Þegar við komum niður, snæddum við morgunverð, og síðan fór Wickfield inn í skrifstofu sína, Agnes til kennslu- konu sinnar, og ég fylgdi frænku út að vagninum. 127

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.