Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Síða 6

Æskan - 01.11.1969, Síða 6
/*■ Ir hvert sinn, er jól nálgast, segja enskumælandi menn við börn sín: ,,Ef þið verðið góð og hlýðin börn, þá kem- ur Sankti Kláus, þegar þið eruð sofnuð á aðfangadags- kvöld og íærir ykkur einhverjar gjafir. Hann kemur niður um skorsteininn, þegar allir eru sofnaðir í húsinu og íærir ykkur þetta." Síðan leggjast blessuð börnin til svefns á því heilaga kvöldi og hlakka mjög til að vakna að morgni jóla- dags, því þá eru venjulega einhverjir pakkar við rúmið þeirra, svo framarlega sem einhverjir peningar hafa verið á heimilinu til að kaupa fyrir síðustu dagana fyrir jólin. Um Sankta Kláus eru vitanlega til margar sagnir og af honum eru til margar myndir, en allar sýna þær góðlegan, gildvaxinn öldung með sitt, snjóhvítt alskegg og er hann klæddur í purpurarauða yfirhöfn. En að baki alls þessa geymast fáeinar sannar sagnir, sem bregða upp fagurri mynd af göfugum trúmanni og virðulegum kirkjunnar þjóni. Þessi maður hét Nikulás (Nicholas) og var biskup í borg- inni Myra á suðurströnd Litlu-Asíu. Hann fæddist þar í grennd fyrir 1700 árum og var tekinn í dýrlingatölu eftir dauða sinn. Er skemmst frá því að segja, að hann er ást- sælastur allra dýrlinga. Borgin Myra heitir nú Demre og er í þeim hluta Litlu-Asíu, sem nú er meginhluti hins nú- verandi Tyrkjaveldis. En víkjum nú að upphafinu. Strax í lifanda lífi mynduðust arfsagnir um þennan mann vegna einstakrar góðvildar hans, hógværðar og lítillætis. Þótt rúmar 16 aldir séu liðnar frá dauða hans, halda enn áfram að heyrast um hann sagnir og eru þær allar sama skemmtilega blandan af blekkingum og staðreyndum. Heilagur Nikulás lifir þannig og mun lifa áfram meðal alþýðufólks, enda varð hann til meðal þess, fyrir það og vegna þess. Nú verða hér raktar þær stað- reyndir, sem kunnar eru úr lífi hans, ýmsar sagnir, sem um hann hafa myndazt og hvernig hann tengdist jólunum undir naíninu Sankti Kláus. Þótt frægð hans bærist að vísu ekki um mörg lönd, meðan hann lifði, átti hann þeim mun iryggari aðdáendur, sem báru nafn hans til fjarlægra landa kringum Miðjarðarhafið, með þeim afleiðingum, að hann gengur næst guðspjalla- mönnunum sjálfum að vinsældum og virðingu jafnt meðal mótmælenda sem kaþólskra manna. Jafnvel í hinu trúlausa Rússlandi gengur hann næst sjálfri Maríu mey að virðingu, þar sem grísk-kaþólsk trú er enn við lýði. Þúsundir kirkna víðs vegar um hinn kristna heim eru kenndar við nafn hans, en ýmsir helztu meístarar málaralistarinnar hafa spreytt sig á því að gera kraftaverk hans ódauðleg með myndum sínum. Á hættustundum heita sjómenn á hann og ótölulegur fjöldi sagna segir hann hafa birzt þeim í bylgjum og haf- róti, vakið lífsvon þeirra á ný og gefið þeim styrk til þess að standast raun og bjargast. Ein sögnin segir, að hann hafi vakið drukknaðan sjómann til lífsins og fiskimenn við Miðjarðarhaf hafa mynd hans oft með sér á sjóinn og bera hana á þilfarinu ef hættur steðjar að. Tengslin milli heilags Nikulásar og sjómannanna byggjast á sögulegri staðreynd. Á 4. öld e. Kr. var Myra orðin all- mikil hafnarborg og skipakomur tíðar, en landvegir til borg- arinnar og frá voru erfiðir og lélegir, enda skolaði regnvatn þeim oft burtu. Biskupsdæmi hans náði um alllangt uvæði meðfram ströndinni og nálægar eyjar og vegna allra þessara aðstæðna hefur hann oft ferðazt með skipum. Þá hefur hann oft staðið frammi á þilfari eða gengið þar um og blessað hina trúuðu, sem veifuðu iil hans úr landi eða írá skipum. Þetta hefur verið algeng sjón þá áratugi, sem hans naut við í biskupsembættinu. Hann fæddist árið 270 e. Kr. í lítilli hafnarborg, sem heitir Patara og er stutta dagleið frá borginni Myra. Patara er annars helzt kunn fyrir það, að Páll postuli hafði þar við- komu í þriðju trúboðsferð sinni. Foreldrar Nikulásar voru kristinnar trúar og töldust til efnafólks. Vegna mikillar trú- rækni drengsins var hann settur til að nema klerkleg íræði 498
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.