Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Síða 9

Æskan - 01.11.1969, Síða 9
RICHARD BECK: ^óiin Ueimci Það var aðfangadagskvöld jóla — fyrstu jólin mín erlendis. Ég var á gangi um aðalstræti stórborgar einnar í Kan- ada. Klukkan var orðin átta; þó voru allar sölubúðir opnar og fullar af vólki, — vagnaskrölt — ys og þys á strætum úti. Verzlunarlífið var f æðisgangi. Ég átti bágt með að trúa því, að jólin væru í raun og veru komin. í háreystinni og hringiðu streymandi mannfjöldans var ekkert, sem minnti mig á iólakvöldið helga. — Hversu frábrugðið var allt þetta eigi aðfangadagskvöldi jóla heima á fjarlægu feðralandi mínu! Áköf heimþrá greip mig; ég kenndi sárt til þess, að ég var útlendingur •— útlægur gjör að heiman að eigin vali. Hugur minn hvarflaði á fornar slóðir; myndir frænda og vina urðu enn dásam- legri ( hillingu fjarlægðarinnar; og æsku- stöðvarnar — bærinn á fjarðarströndinni — reis úr sæ vigður draumagliti. Aðfangadagskvöldin heima liðu mér vyr- ir sjónir í svipmikilli sýn. Nú fyrst sá ég að fullu fegurð þeirra. Ég heyrði ekki lengur háreysti stór- borgarinnar; ég var horfinn heim. Lygn fjörðurinn blikar sem bráðið silf- ur; máninn spinnur töfrahjúp um fann- þakin fjöll og grundir. Hér er kyrrð og friður, samboðin helgi næturinnar. Ég lít heim til bæjarins undir hlíðinni; hann er allur Ijósum prýddur. Ég held af stað í áttina þangað; hér þekki ég hvern stein og hverja þúfu, hvern götuslóða, en nú er allt snævi þakið — jörð I hvítavoðum. Það hæfir líka helgi kvölds- ins. Ég er kominn heim að bæjardyrum og geng inn. Allt er hvitþvegið og Ijós í hverju horni; jólin eru hátíð Ijósanna. — Ungir sem gamlir eru klæddir í spari- fötin, því að öllum störfum er nú lokið, og allir hafa fengið eitthvert nýtt vat. Enginn má fara i jólaköttinn. •— Stundin langþreyða nálgast. Klukkan slær sex; jólin eru byrjuð. Konungurinn kemur. — Honum verður að fagna sem hæfir. Heimilisfólkið safn- ast til húslesturs og sálmasöngs — það er mörgum hinna yngri þung kvöð. Æsk- an er bráðlát; eirir illa að biða matar- gæða og gleðskapar. Hér er drottinn vegsamaður á einfald- an, en hátíðlegan hátt. Það er vor í lofti á þessu vetrarkvöldi: „Kotbæinn sveipar heiður helgiljómi; hjörtu í lofgjörð mætast einum rómi.“ Fólk gjörir bæn sína að loknum hús- lestri, stendur á fætur og óskar hvert öðru gleðilegra jóla. Konungurinn hefur verið boðinn velkominn. Nú á við að gleðjast og skemmta sér. Sezt er að snæðingi; allt hið bezta er á borð borið. Engum er gleymt; mál- leysingjar sem menn fá sinn skerf: „Allir svo góðir, glaðir fram úr máta; gjöfulli hönd — [ kvöld má enginn gráta.“ Bjartast bálar gleðin í augum barn- anna og unglinganna; þeim eru jólin kærari, en nokkrum hinna eldri. Þó eiga þau ekkert lifandi, Ijósum prýtt jólatré, hlaðið stórgjöfum. Eitthvert nýtt fat hafa þau eflaust fengið, spil og kerti, kann- ski nokkurt góðgæti; það er allt. Þó eru þau rikari keisaranum sjálfum og sælli konungi hverjum. Svona voru íslenzk aðfangadagskvöld jóla — ógleymanleg okkur, seni nutum þeirra. Ég hef heyrt jólaboðskapinn kunngjörðan í háreistum kirkjum og skrautlegum. En aldrei hafa orðin dásamlegu: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á,“ ómað mér þýðar I eyrum en f baðstofunni heima. Yfir djúp áranna og hrannir hafsins hljóma þau mér enn sem himin- hljómur. VEIZLA HJÁ TILVERUSTJdRANUM Einhverju sinni hugkvæmd- ist tilverustjóranum að láta efna til mikillar veizlu í liim- inblárri höll sinni. Allar dyggðir voru þangað boðnar. Einungis dyggðir — körlum bauð hann ekki — að- eins konum. Mjög margar þeirra söfnuð- ust saman — stórar og smáar. Smáu dyggðirnar voru við- kunnanlegri en þær stóru. Samt virtust allar ánægðar og töluðu kurteislega saman eins og nánum frændum og kunn- ingjum sæmir. En þá tók tilveirustjórinn, eftir tveimur fögrum konum, sem virtust alls ekkert þekkj- ast. Húsbóndinn tók þá í hönd annarrar og leiddi hana til hinnar. Hann kynnti þær, hét önnur „Góðgerðarsemi", en hin „Þakklátssemi". Ekkert virtust þær verða hissa á að liafa ekki áður liitzt, frá því að lieimurinn varð til — en það var nú orðinn lang- ur tími. K. G. sneri úr esperanto. 501
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.