Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 9

Æskan - 01.11.1969, Page 9
RICHARD BECK: ^óiin Ueimci Það var aðfangadagskvöld jóla — fyrstu jólin mín erlendis. Ég var á gangi um aðalstræti stórborgar einnar í Kan- ada. Klukkan var orðin átta; þó voru allar sölubúðir opnar og fullar af vólki, — vagnaskrölt — ys og þys á strætum úti. Verzlunarlífið var f æðisgangi. Ég átti bágt með að trúa því, að jólin væru í raun og veru komin. í háreystinni og hringiðu streymandi mannfjöldans var ekkert, sem minnti mig á iólakvöldið helga. — Hversu frábrugðið var allt þetta eigi aðfangadagskvöldi jóla heima á fjarlægu feðralandi mínu! Áköf heimþrá greip mig; ég kenndi sárt til þess, að ég var útlendingur •— útlægur gjör að heiman að eigin vali. Hugur minn hvarflaði á fornar slóðir; myndir frænda og vina urðu enn dásam- legri ( hillingu fjarlægðarinnar; og æsku- stöðvarnar — bærinn á fjarðarströndinni — reis úr sæ vigður draumagliti. Aðfangadagskvöldin heima liðu mér vyr- ir sjónir í svipmikilli sýn. Nú fyrst sá ég að fullu fegurð þeirra. Ég heyrði ekki lengur háreysti stór- borgarinnar; ég var horfinn heim. Lygn fjörðurinn blikar sem bráðið silf- ur; máninn spinnur töfrahjúp um fann- þakin fjöll og grundir. Hér er kyrrð og friður, samboðin helgi næturinnar. Ég lít heim til bæjarins undir hlíðinni; hann er allur Ijósum prýddur. Ég held af stað í áttina þangað; hér þekki ég hvern stein og hverja þúfu, hvern götuslóða, en nú er allt snævi þakið — jörð I hvítavoðum. Það hæfir líka helgi kvölds- ins. Ég er kominn heim að bæjardyrum og geng inn. Allt er hvitþvegið og Ijós í hverju horni; jólin eru hátíð Ijósanna. — Ungir sem gamlir eru klæddir í spari- fötin, því að öllum störfum er nú lokið, og allir hafa fengið eitthvert nýtt vat. Enginn má fara i jólaköttinn. •— Stundin langþreyða nálgast. Klukkan slær sex; jólin eru byrjuð. Konungurinn kemur. — Honum verður að fagna sem hæfir. Heimilisfólkið safn- ast til húslesturs og sálmasöngs — það er mörgum hinna yngri þung kvöð. Æsk- an er bráðlát; eirir illa að biða matar- gæða og gleðskapar. Hér er drottinn vegsamaður á einfald- an, en hátíðlegan hátt. Það er vor í lofti á þessu vetrarkvöldi: „Kotbæinn sveipar heiður helgiljómi; hjörtu í lofgjörð mætast einum rómi.“ Fólk gjörir bæn sína að loknum hús- lestri, stendur á fætur og óskar hvert öðru gleðilegra jóla. Konungurinn hefur verið boðinn velkominn. Nú á við að gleðjast og skemmta sér. Sezt er að snæðingi; allt hið bezta er á borð borið. Engum er gleymt; mál- leysingjar sem menn fá sinn skerf: „Allir svo góðir, glaðir fram úr máta; gjöfulli hönd — [ kvöld má enginn gráta.“ Bjartast bálar gleðin í augum barn- anna og unglinganna; þeim eru jólin kærari, en nokkrum hinna eldri. Þó eiga þau ekkert lifandi, Ijósum prýtt jólatré, hlaðið stórgjöfum. Eitthvert nýtt fat hafa þau eflaust fengið, spil og kerti, kann- ski nokkurt góðgæti; það er allt. Þó eru þau rikari keisaranum sjálfum og sælli konungi hverjum. Svona voru íslenzk aðfangadagskvöld jóla — ógleymanleg okkur, seni nutum þeirra. Ég hef heyrt jólaboðskapinn kunngjörðan í háreistum kirkjum og skrautlegum. En aldrei hafa orðin dásamlegu: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á,“ ómað mér þýðar I eyrum en f baðstofunni heima. Yfir djúp áranna og hrannir hafsins hljóma þau mér enn sem himin- hljómur. VEIZLA HJÁ TILVERUSTJdRANUM Einhverju sinni hugkvæmd- ist tilverustjóranum að láta efna til mikillar veizlu í liim- inblárri höll sinni. Allar dyggðir voru þangað boðnar. Einungis dyggðir — körlum bauð hann ekki — að- eins konum. Mjög margar þeirra söfnuð- ust saman — stórar og smáar. Smáu dyggðirnar voru við- kunnanlegri en þær stóru. Samt virtust allar ánægðar og töluðu kurteislega saman eins og nánum frændum og kunn- ingjum sæmir. En þá tók tilveirustjórinn, eftir tveimur fögrum konum, sem virtust alls ekkert þekkj- ast. Húsbóndinn tók þá í hönd annarrar og leiddi hana til hinnar. Hann kynnti þær, hét önnur „Góðgerðarsemi", en hin „Þakklátssemi". Ekkert virtust þær verða hissa á að liafa ekki áður liitzt, frá því að lieimurinn varð til — en það var nú orðinn lang- ur tími. K. G. sneri úr esperanto. 501

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.