Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 14

Æskan - 01.11.1969, Page 14
Kvöld nokkurt kom atvinnulaus maður á ráðningaskrifstofu borgarinnar, ef til vill vitur maður. Hann bar sig illa út af lang- varandi atvinnuleysi. Allan daginn hafði hann leitað árangurslaust að atvinnu og var nú alveg að yfirbugast. „Gráttu ekki,“ sagði ráðningastjórinn. ,,Við munum eflaust finna þér verkefni. Bíddu andartak." Þegar allir aðrir voru farnir og hann hafði skimað allt í kringum sig til að vera viss um, að enginn gæti staðið á hleri, spurði ráðningastjórinn: „Gætir þú komið fram sem björn?“ „Eins og björn?“ spurði hinn óhamingju- sami maður. „Talaði ég ekki kurteislega? Hefur þú laust starf við lúkugat?" „Nei,“ svaraði ráðningastjórinn. „Hér er um að ræða björn í dýragarði. Annar björn- inn okkar dó, og við getum ekki keypt björn í hans stað. Ef þú samþykkir að fara í bjarnarfeldinn, éta hráar gulrætur og slá saman höndunum eins og björn á að gera, --------------------------------------\ Tilvitnunin hér að ofan: „Ekki aðeins leir og marmari, heldur líka kökudeig fékk líf í höndum hans,“ er tekin úr endurminn- ingum Christine Stampe, frásögn hennar af jólunum árið 1842. Þar segir hún: „Okkar góði og glaði gestur tók þátt í öllu með okkur í undirbúningi jólanna. Meðal annars mótaði og skar hann út fjöldann allan af alls konar myndum úr kökudeigi, sem slðan var bakað og hengt á jólatréð. Það voru margs konar myndir dýra, fugla og manna. Á jólakvöldið tók hann þátt í öllu með okkur, dansaði og söng af lífi og sál.“ Og barónsfrúin heldur áfram að segja frá þessu jólakvöldi: „Jólamaturinn var gæsasteik, hrísgrjónagrautur og eplaskífur, hinn sígildi danski jólamatur. Jólatréð var 4 álnir á hæð, skreytt litríkum pappírsblómum og ýmsu heimatilbúnu skrauti, og hinum fallegu kökum Thorvaldsens. Þegar við höfðum lokið jólamáltíðinni var dálítill tími þangað til jólatréð yrði tendr- að, og á meðan spiluðum við „Lotterí,“ það var uppáhalds- spil Thorvaldsens. Svo var gengið í sal þann er jólatréð stóð í tendrað Ijósum, og þar var mikil dýrð og mikið sungið og dansað kringum það, og allir fengu köku af trénu. Seinna um kvöldið þegar baróninn lék á hljóðfæri, þá sat Thorvaldsen og blundaði í stól. Hann syfjaði oft undir hljómlist." Að líkindum hafa flestar þessar kökur, sem Thorvaldsen mótaði úr kökudeiginu fyrir jólin 1842, verið borðaðar þá með góðri lyst. — Ekki þó allar, því Christine Stampe valdi þær fallegustu úr og geymdi. Nokkrar þeirra hafa varðveitzt undir gleri í safni um Thorvaldsen í Nysö. En tímans tönn hefur nú sett sitt merki á þær og að líkindum verða þær mylsna ein hvað lýkur. Þýtt og endursagt L. M. 506 Mjög langt er sfðan farið var að Veiða birni og temja þá til að koma fram I skemmtiþáttum fyrir almenning. Sígaunar láta birni dansa, og margar borgir geyma lifandi birni í gryfjum eða búrum i dýragörðum. Getið þið hugsað ykkur þau aumu öriög, sem þessi veslings dýr verða að búa við, sem þrá fyrra frelsi skóganna en eru neydd til að standa á afturfótunum allan daginn og slá saman hrömmum til að fá gulrót að launum frá áhorfendum? Það var einu sinni í úkraínskri borg, að annar sýningarbjörninn dó og stjórn borgarinnar átti ekki peninga fyrir öðrum. skaltu fá sömu laun og gæzlumaðurinn fyrir aðeins 7 tíma vinnu á dag, eða með- an garðurinn er opinn almenningi." „Gott, ágætt!“ hrópaði maðurinn ánægð' ur, „ég skal reyna að leysa þetta af hendi samvizkusamlega, bara ég deyi ekki úr hungri!“ Starfið var sannarlega þreytandi. Öllum varð að sinna, hverju barni, hverri móður með barn, gamalmennum og unglingum, herma eftir þeim með handapati, hlaupa hvað eftir annað eftir gulrótum, sem kast- að var. Um kvöldið var hann orðinn dauðþreyt*' ur eftir að hafa innbyrt ógrynni af gulrót- um, drukkið úr flöskum, slegið saman höndum, tvístigið og velt vöngum. Loksins varð hann mjög glaður, þegar hann heyrði gæzlumanninn blása í flautu og sá hann veifa lyklunum um leið °9 hann lokaði hliðunum. Loksins gat hann hvílt sig og fleygt sér út af, jafnvel í hálminn. Hann fór inn 1 bjarnarbúrið... en, æ! Dyrnar að næsta klefa voru opnar. Gæzlumaðurinn hafði ekki lokað þeim, og hinn björninn leit við og skálmaði rólegur til hans. En þá greip manninn skelfilegur ótti. Hvað átti hann að gera af sér? í ofboðinu klifraði hann upp i grenitré til að reyna að bjarga sér, þó að barrnál- arnar særðu hann. Niðri hljómaði manns- rödd. „Hæ, félagi!“ kallaði hinn björninn. „Kvíddu ekki svona fljótt! Ég er líka at- vinnuleysingi, og við getum verið vinir.“ K. G. sneri úr esperanto.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.