Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 15

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 15
Pað var nístingskuldi með fjúki og fannkomu, og það var orðið dimmt um kvöldið; það var Kka síðasta kvöldið á árinu, það var gamlárskvöld. í þessum kulda og í þessu myrkri gekk á strætinu lítil stúlka, bláfátæk, berhöfðuð og berfætt. Að sönnu hafði hún gengið á tréskóm, þegar hún fór að heiman, en hvað hjálpaði það? Það voru stórir stréskór af móður hennar; en af því að aumingja litla stúlkan mætti tveim vögnum, sem óku svo ákaflega hart, varð hún að hlaupa úr vegi fyrir þeim til þess að verða ekki undir þeim. Hún týndi báðum tréskónum, því þeir voru svo stórir, að þeir tolldu ekki á fótunum á henni; annar tréskórinn fannst aldrei aftur, en drengur, sem gekk fram hjá, fann hann; hann hljóp burt með hann og sagðist ætla að hafa hann fyrir vöggu, þegar hann eignaðist sjálfur börn. Þannig gekk nú veslings stúlkan á berum fótunum; þeir voru rauðir og bláir af kulda; svuntan hennar var gömul og rifin og i henni bar hún mörg eldspýtnabréf, og á einu þeirra hélt hún í hendinni. Enginn hafði þann dag keypt neitt af henni; enginn hafði gefið henni einn einasta eyri; þarna gekk hún sársvöng og nötraði og var svo döpur, veslings barnið. Fjúkið dreif þétt niður á hárið hennar síða og glóbjarta, sem liðaðist svo fallega niður á hálsinn, en hún var lítið að hugsa um prýði eða fegurð. Út úr hverj- um glugga skein Ijósbirtan, og um allt strætið ilmaði steikarlyktin, það var llka gamlárs- kvöld, og um það var hún að hugsa. Hún settist niður og hnipraði sig saman í skoti milli tveggja húsa; annað þeirra stóð framar í götunni en hitt. Hún kreppti undir sér fæturna, en henni varð æ kaldara og kaldara, og heim til sín þorði hún ekki að fara. Hún hafði ekkert selt af eldspýtunum og engan eyri fengið; hún vissi, að faðir hennar mundi berja hana. Þar var líka litlu heitara, því ekki höfðu þau nema bláþakið yfir höfðinu, og vindurinn blés þar í gegn, eins og það væri hjallur, þó troðið væri hálmi og tuskum í stærstu rifurnar. Hendurnar hennar litlu voru krókloppnar af (^ulda. Æ, gott væri að kveikja á einni eldspýtu. Hún óskaði, að hún mætti taka eina út úr bréfinu og kveikja á henni til að verma á sér fingurna. Hún tók þá eina eldspýtu og kveikti á henni, — riss! riss! sagði eldspýtan; en hvað hún logaði fallega! hversu loginn var heitur, og skær! alveg eins og dálítið Ijós, þegar hún hélt á eldspýtunni í lófa sínum; það var undar- legt Ijós. Henni virtist sem hún sæti fyrir framan heitan ofn, skínandi fagran og fágaðan; það logaði svo vel í honum, og hann hitnaði svo vel; nei, hvað var það? Veslings stúlkan rétti fram fæturna og ætlaði að fara að hita sér við ofninn, — þá dó á eldspýtunni. Ofninn hvarf, — hún sat með útbrunna eldspýtu í hendinni. Hún kveikti á annarri; hún logaði og lýsti, og þar sem birtan féll á múrinn, varð hann gagnsær eins og blæja. Hún sá beint inn í stofuna; þar stóð borð inni, og var breiddur á það 507
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.