Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1969, Side 20

Æskan - 01.11.1969, Side 20
 GUÐRÚN JACOBSEN: ÞEGAR amma deyr tundum, þegar tímavörður- inn á turni dómkirkjunnar nálgast tvö á daginn, berast eyrum okkar þýðir tónar kirkju- bjallnanna. Oft bergmála hljómarn- ir svo létt og skært í írostkyrru lofti, að sólin kemst í vorhug og gægist gegnum skolgrátt skýjaþykknið á kirkjugestina, sem flestir saman- standa af gömlum konum. Sé þá dagurinn sérfega fagur, eiga gömlu konurnar það til að livísfa hver að annarri, hvað hinn látni sé nú eiginlega heppinn með veðrið. Já, ungir og gamlir sjá sólina — en þeir eru teljandi, sem grilla í engilveruna fögru, er mætir við lík- börur mannsins, ekki einungis til að nema öll faliegu orðin prestsins, sem eigi ósjaidan er sá eini, sem grætur við jarðarfarir, heldur einnig til að hripa niður hugsanir þeirra, sem hlusta. Nei, veruna sjá aðeins nokkrir einfaldir, og þeim trúir enginn, sem þykist vera með fullu viti. En hverju skiptir það? Hinir einföidu eru lítiilátir — þeir láta sér nægja Guðsríkið. Það skeði einn drungalegan dag í byrjun jólaföstu, að klukkurnar köll- uðu til sálukveðju. — Aldrei þessu vant gáfu þær frá sér dapurlegan hljóm, siitrótt kvein líkt og hávær syrgjandi við dánarbeð. Ef til vill var þessi undarlegi hljómur veðrinu að kenna, hráslaga- rigningu og norðanvindinum, sem að venju ýlfraði í hverri smugu um þetta leyti árs. Á kirkjutröppunum stóð með- hjálparinn með pípuhatt og hvítt um hálsinn og reyndi lengi vel, þrátt fyrir ört vaxandi nefrennsli, að varð- veita virðuleik sinn. Að fokum stóðst hann þó ekki mátið. Hann skyggnd- ist flýtisfega um til hægri og vinstri — og stafst svo til að snýta sér. Að því loknu lét hann aftur íordyrnar og gaí um leið tif kynna með smá höfuðhreyfingu, að heldur Jtætti hon- um líkfylgdin þunnskipuð. En lengi er von á einum, stendur einhvers staðar. Þarna kom lítill snáði í ljós íyrir kirkjuhornið og hélt niðurlútur upp tröppurnar. En ósköp var hann illa klæddur, litfi drengurinn, húfulaus í Jsessum kulda, klæddur Jiunnri peysu og óhreinum nankinsbuxum — með dagbfaðabunka undir annarri kuldabláu hendinni. — Skyldi liann vera að stelast? Já. Enginn átti von á Jóa fitla nema Jrá helzt hún amma hans gamla. Hann tvísteig stundarkorn á báð- um áttum íraman við kirkjudyrnar, en Jtegar fyrstu orgelhljómarnir bár- ust úr nær tómri kirkjunni, mynd- uðust þrjózkudrættir um munn hans. Hann lagði frá sér blaðapakkann og settist á hann. Hérna skyldi hann sitja meðan a athöfninni stæði, hugsaði hann, hvað sem hver segði. Mamma hafði sagt, að hann væri of lítill til að vera viðstaddur jarðar- för ömmu. Hann gat þá alveg eins seft bföðin að venju. Og Jaað var víst betra fyrir liann að herða sig við söluna á eftir, svo að mamma hans þyrfti ekki að híma eftir honum með matinn fram undir miðnætti, eins og hún sagðist gera. En gerði hún það kannski? — Nei, ekki Jægar hún sat á kjaft- æði með hinum kerlingunum í sam- byggingunni — því að J)á varð hann að eta matinn kaldan. Ekki kunni hann að hita matinn, hvað J)á að pabbi væri nálægur til að gera J)að. — Þau voru skilin, karlinn og kerl- ingin. — Mamma bjó í austurbænuin, pabbi hírðist í vesturbænum, bund- inn í báða skó. — Já, Jjað sagði hann einmitt. — Bundinn í báða skó. — Þá var gott að koma í litla hús- ið hennar ömmu. Hér Jturrkaði J01 sér um vot augun. — Hún lét hann setjast við eldhúsborðið og gaf hon- um eitthvað volgt oní sig. Svo kfæddi hún hann úr bfautum sokkunum og hengdi J)á á ofninn, hlýjaði honuni á höndunum og festi tölu á úlpuna. Síðan settist hún hjá lionum náeð prjónana sína og sagði honum falleg11 sögu eða hlýddi honum yfir kvöld- bænirnar. — Já, allt var svo hreint og fint hjá ömmu. Blómin J)au arna í pod' unum ilmuðu líka á veturna og yl' urinn var svo notalegur frá elda- 512

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.