Æskan - 01.11.1969, Síða 21
Dómkirkjan i Reykjavik.
vélinni. Kötturinn hann Brandur
nuddaði sér upp við hann alveg
óhræddur og sleikti höndina, þegar
hann strauk honum.
— Allt var svo gott hjá henni
öinnm — og nú var hún dáin.
— Skyldi hún hugsa um dýrin hjá
é'iiði núna? — Það sagðist amma vilja
gera, þegar hún væri komin til
himna. — Dýrin og litlu börnin.
— En hver átti núna að hugsa um
hann Brand, sem var lifandi?
Hann hafði beðið mömmu um
hisu, og hún sagðist sjá til, yrði hann
duglegur að selja í vetur.
— En hver átti að hugsa um hann
þangað til?
Þegar hann sagði Pétri, að hann
íengi kannski Brand, gretti Pétur
sig.
„Iss, kettir,“ sagði hann, „það á
að drepa köttinn okkar. Mamma seg-
ir, að hann skíti á gólfið og eyði-
leggi húsgögnin."
— Já, Péturs köttur óhreinkaði
hannski gólfið og skemmdi húsgögn-
in, en hann hafði heldur aldrei átt
ömmu eins og Brandur.
— Já, enginn var betri en amma.
Mamma var reyndar líka góð. Stund-
Unt gaf hún honum gott og gos-
drykk um helgar fyrir að passa yngri
systkinin meðan lrún var á ballinu
" og konurnar, sem fóru með henni,
hlöppuðu honurn þá á kinnina og
gáfu honum aur.
— Hann liataði þær! Ó, hvað hann
hataði þær!
Á daginn sátu þær svo í eldhúsi
naömmu, drukku kaffi, reyktu og
þvöðruðu tímunum saman um böll
°g vonda pabba, og að bærinn gæti
borgað Jjetta og hitt. — Ef þá var
liðið á vikuna, var hann sendur eft-
ir aur til pabba.
— En J)að var ekki alltaf gaman
að koma til pabba. — Ekki Jsað, að
bann væri svo slæmur. Til dæmis á
laugardögum var hann ósköp góð-
ur. Þá var hann rakaður og fínn og
söng svo hátt, að heyrðist um allt
húsið. Og Jregar pabbi var búinn að
kyssa hann og gefa honum epli eða
svoleiðis, gekk hann um gólf eins
glæsilegur og greifarnir í bíó, sveifl-
aði höndunum og kvaðst nú ætla að
greiða allar sínar skuldir og hel'ja
nýtt líf. Og þá var hann svo ung-
legur í framan og fallegur, að hann
Jtorði ekki að snerta neitt í eigu
pabba.
— En karlinn var öðruvísi á sunnu-
dögum. Stundum liélt hann jafnvel
að pabbi væri ekki lieinra. Hann
varð að lemja og lemja á hurðina Jrar
til hann sárverkjaði í hnúana. Loks
kom Jró pabbi til dyra, en stynjandi
og úrillur. Svo Jregar hann var kom-
inn inn, settist pabbi á dívaninn,
kvartaði um að allir væru á móti
sér og sparkaði vonzkulega í tómar
flöskur eða grét og las upp heillöng
kvæði, sem hann hafði ort, langtum
leiðinlegri en kvæðin í skólanum,
um rústir heimilisins. Nei, liún var
ekki skemmtileg heimsóknin sú.
Hann var líka fljótur að koma sér út.
— Þá var betra að koma til ömmu.
Hún var alltaf eins.
— Bara að Guð yrði nú góður við
hana ömmu og gæfi henni allt, sem
hana langaði í.
★ ★★☆★★★★★★★★★★★★★★★■☆★☆★★★
513