Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Síða 23

Æskan - 01.11.1969, Síða 23
^Tið skildum síðast við ferðafélagana, Jóhann og Jóhönnu, þar sem þau voru komin á gistihúsið í Longangstræde 27 og bjuggu um sig í ágætum, rúmgóðum og björtum herbergjum. Akveðið var, að þau skyldu hvíla sig dálitla stund, áður en farið Vrði út í borgina og það kom sér vel, því bæði höfðu farið snemma á fætur um morguninn. Á fyrirfram ákveðinni stundu hittust þau öll niðri í anddyri gistihússins og síðan gengu þau sem leið lá i Tivolí minntu Ijósin og gosin ® austurlenzkan ævintýraheim. upp á Ráðhústorg. Það var sólskin og hiti og margt fólk á ferli. Ungú stúlkurnar margar í Ijósum, léttum sumarkjólum, en þau sáu líka pilta og stúlkur í hippíaklæðum, heldu'r nöturlega til fara og ekki allt of hrein. Þau stönzuðu á horninu, þar sem gatan, sem islendingar nefna Strikið, kemur að Ráðhústorginu. Þarna var pylsuvagn og Sveinn keypti pylsur handa mannskapnum. Mikill fjöldi fólks beið eftir því að komast yfir götuna og þegar götu- vitinn sýndi grænt var eins og flóðbylgja fólks streymdi í báðar áttir. Þau virtu fyrir sér Ráðhúsið, þessa gömlu og virðulegu bygg- ingu, og vegfarendur og húsin með Ijósaauglýsingunum handan torgsins. Á torginu var mikill fjöldi af dúfum. Þær voru gæfar og átu úr lófa manns. Þau héldu nú yfir Ráðhústorgið og yfir Hans Christian Andersen Boulevard. Á horninu beint á móti veitinga- staðnum Frascati er bygging og stór hitamælir þar utan á. Nú sýndi hitamælirinn yfir 20 stiga hita, en eilítið ofar, uppi í litlum turni, er gríðarlega stór loftvog. Grímur sagði börnunum, að stæði loftvogin vel kæmi kona út, en ef loftvogin félli og von væri á rigningu, kæmi karlinn út. Jóhönnu til hinnar mestu ánægju var konan á leiðinni út eða svo sýndist þeim. Það hafði nefnilega rignt mikið í Vestmannaeyjum í sumar og Hanna sagði, að þvl væri ósk- andi, að hún fengi sólskin þessa fáu daga I Danmörku. Þau héldu áfram niður eftir Vesturbrúargötu f áttina að Tívolí. Þeim þótti sniðugt að sjá fólk, sem sat við borð úti á gangstéttum. Vfnar- brauð og kaffi virtust vinsælar veitingar, en einnig sátu aðrir yfir litlum glösum. Þau spjölluðu saman á leiðinni að Tívolí og var bent á Royal Hotel og litlu neðar skrifstofu Flugfélags íslands. En nú blasti Tívolihliðið við. Jóhanna fór á undan, en það gekk seint að komast í gegnum hliðið og dyravörðurinn bað þau óþolinmóður að flýta sér, því margir biðu eftir að komast inn. Inni í garðinum var líka mikill fjöldi fólks. Þau heilluðust af Ijósadýrðinni. Jóhann sagði, að sér litist mun betur á þetta, en hann hefði haldið, og Jóhanna tók í sama streng. Hljómsveit lék létt klassísk lög, sem ekki voru iþekktari en svo að allur almenningur bæði í Eyjafirði og Vest- mannaeyjum þekkti þau vel, eða svo sögðu þau Jóhanna og Jóhann. pau hlustuðu á Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart. Héldu svo áfram og brátt birtist þeim austurlenzkur töfraheimur með öllum sínum marglitu Ijósum og gosbrunnum. Slíku er ekki hægt að lýsa með orðum. Þau héldu enn áfram um garðinn að gosbrunnunum en nú fór Jóhann að langa til að taka þátt í gleði kvöldsins af alvöru og það fyrsta var að reyna hæfni sína með boltum. Þetta jekk það vel að hann fékk verðlaun. Jóhanna beið hins vegar átekta og skoðaði sig um og Sveinn hafði orð á því að kannski minnti þetta hana á þjóðhátíðina í Eyjum. Það næsta var að fara i bátsferð um undirheima. Þau sigldu fyrst I algjöru myrkri en brátt sáust daufar Ijósglætur hingað og þangað og það heyrðist í ókennilegum fuglum, alls kyns fiðrildi af risastærð og blóm birtust, sem vart eiga sinn líka í veruleikanum. Það er mjög dimmt wna inni og Ijósið er fjólublátt, rautt eða grænt. En svo lauk •■"•'ntýrasiglinau oa bau komu aftur út ' ^’vtt kvöldhú^'ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.