Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Síða 24

Æskan - 01.11.1969, Síða 24
Börnin heimsóttu Vílhjálm Guðmundsson á skrifstofu Flugfélags fslands í Kaupmannahöfn. Hér er hann að sýna þeim leiðina til Odense. Eftir góða hressingu á einum af veitingastöðum Tívolfgarðsins var haldið f speglahúsið þar sem þau sáu ótal útgáfur af sjálfum sér; langar, breiðar, mjóar og alla vega. Eftir þetta gengu þau um Tívolí, þennan töfraheim sem alltaf býður upp á ný og ný ævintýri og sífellt gleður augað. Þau Jóhanna og Jóhann skoðuðu rússíbanann, alls kyns svifhjól og tryllitæki, en gengu þess á milli um garðinn og virtu fyrir sér hvernig Ijósadýrð kfnverska turnsins speglaðist í tjörninni. Þarna voru þúsundir marglitra Ijósa og á bökkum tjarnarinnar sjálfrar voru frábærar skreytingar: Ljós í öllum regnbogans litum. Hið milda kvöldloft, tónlist úr fjarska og ilmur trjánna. Allt varð þetta að einni heildarmynd sem mun verða þeim ógleymanleg. Brátt heyrðu þau að klukkan í turni ráðhússins sló tíu högg. Það var mál að kveðja Tfvolí að sinni og halda heim á gistihúsið. Öll vildu þau vera vel hvíld að morgni þegar haldið yrði af stað til ævintýra- borgarinnar Odense. Snemma næsta morgun vakti Grfmur mannskapinn og eftir góð- an morgunverð á veitingahúsinu var haldið til skrifstofu Flugfélags islands þar sem þátttakendur heilsuðu upp á skrifstofustjóra fé- lagsins í Höfn, Vilhjálm Guðmundsson. Vilhjálmur sýndi börnunum leiðina til Odense á landakorti og gaf þeim góð ráð. Eftir að hafa rætt við Vilhjálm Guðmundsson um stund lögðu þau af stað. Þau fóru ásamt Harald Ritzt, starfsmanni Flugfélagsins, út á Avis bilaafgreiðsluna og þar beið þeirra nýlegur Taunusbíll hið bezta farartæki að sjá. Klukkan var 9:50 þegar Sveinn settist undir stýri og þau óku af stað. Grímur var ráðinn leiðsögumaður og sat í framsætinu og farþegarnir að sjálfsögðu í aftursætinu svo sem heldra fólki sæmir. Þau óku sem leið liggur upp um Vester- brogade fram hjá dýragarðinum og út á Roskildevej. Oft var stanz- að er umferðarmerkin sýndu rautt Ijós, en að lokum komust þau út á þjóðveginn út úr borginni. Þarna voru grænar grundir, ávalar hæðir en skógabelti á milli og hús með rauðum þökum stungu skemmtilega í stúf við græna litinn. Veðrið var ágætt, sólskin öðru hverju og hlýtt. Þau héldu áfram sem leið liggur eftir A 66 veginum: Landslagið tók litlum breytingum. Samt var marg1 skemmtilegt að sjá, hjarðir á beit og meira að segja alifugl3- hjarðir. Lögreglubíll fór framhjá með miklum gusti og var horfinn eftir andartak. Þau fóru fram hjá Hróarskeldu og nálguðust Run9' sted. Jóhann sagði fátt en athugaði vel útsýnið en Jóhanna var örlltið skrafhreifari. Þau voru spurð hvort maginn væri farinn að segja til sln aftur og það var gott að fá sér banana sem tekmr höfðu verið með I nestið. Þau nálguðust nú Korsör og útsým® breyttist lítið eitt; landið varð sléttara en skógabeltin voru svipuð og bóndabæir á víð og dreif. Hér voru heilar kúahjarðir á beit. flestar rauðar, og sums staðar voru börn að leik. Þetta var h,n dæmigerða danska sveit. Húsin voru mörg hver lík I laginu °9 Stjórnarráðsbyggingin I Reykjavík, Bessastaðastofa og Viðeyjar' stofan og þau ræddu um, að danskir byggingarmenn hefðu verið fengnir til íslands til þess að byggja þau hús. Það vakti athyÐ11 Jóhanns hve allt var hreint og þokkalegt I kringum bóndabseina’ ekkert drasl eða óþarfa dót en öllu vel við haldið. Jóhönnu, sem er fædd og uppalin I Vestmannaeyjum, fannst landslagið einkenn1' legt, og hvergi fjall eða klett að sjá. Of langt yrði upp að telja allar þær gerðir af farartækjum sem þau sáu og mættu á leiðinni. Kælibíll vakti mikla athygli, en ekk' gafst langur tlmi til að skoða hann þvl nú voru þau kominn inn I allstóran bæ. Þau voru stödd I Sorö en þangað hafa margar íslenzkar stúlkur sótt fræðslu um hússtjórnarmál. Það hafði verið skýjað um morguninn, en þegar þau voru kom in I gegnum Sorö og út á þjóðveginn „brast hann á með sólskim eins og Grlmur sagði. Klukkan var rúmlega hálf tólf þegar ÞaU 516
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.