Æskan - 01.11.1969, Side 25
Fyrir utan skrifstofu Flugfélagsins í Kaupmannahöfn er ávaxta- Jóhanna gekk um á bátaþilfari ferjunnar „Korsör", sem farið' var
söiuvagn, og þaS er einmitt á ávextina, sem þau Jóhanna og meS yfir Stóra-Belti.
Jóhann eru aS horfa.
komu til Halskov þaðan sem ferjan fer yfir Stóra-Belti. Þeim var
sagt að næsta ferja færi fimm mínútur yfir tólf. Vörður kom,
stimplaði farseðil fyrir bilinn og innheimti fargjöld fyrir þátttakend-
úrna alla nema bílstjórann og siðan var ekið niður á bílastæði.
Þau notuðu tímann meðan beðið var eftir brottfararmerki að aka
um borð, til þess að koma út í sólina og góða veðrið og þarna
var hlýtt og notalegt.
Skyndilega var kallað í hátalara að bílstjórar ættu að vera til-
búnir að aka um borð í ferjuna og þetta var engin smávegis
ferja. Á stærð við Gullfoss héldu þau. Loks kom kallmerkið og
Þau óku um borð inn um hliðina á skipinu. Þau sáu að aðrir
bílar óku annars staðar inn I skipið því að þílarnir voru geymdir
ó mörgum þilförum. Þau höfðu alltaf álitið að ferja væri fremur
lítið skip, en svo er ekki um ferjuna „Korsör," sem þau fóru með
yfir Stóra-Belti í þetta sinn. Þetta var stórt skip. Stundvíslega
kl. 12:05 var vélin sett [ gang og skipið sigldi aftur á þak frá
þryggjunni. Þau fóru upp á sólþilfarið, efsta þilfarið á skipinu og
nutu útsýnisins. Landið skógi vaxið að flæðarmáli en sundin sól-
gyllt. Mávar og hettumávar voru aðgangsharðir að ná sér í brauð
sem farþegarnir réttu að þeim eftir að komið var út úr höfninni
í Halskov. Jóhann og Jóhanna höfðu gaman af og tóku nokkrar
myndir og nú var bara að vita hvort þær heppnuðust. Og gaman
var að sigla yfir Stóra-Belti. Þarna voru margir seglbátar sem
liðij áfram fyrir hægu leiði en framundan var strönd Fjóns eins
og rönd á sjónum. Ekki var fjallasýninni íyrir að fara í þessu
landi. Ferjan lenti í Nýborg eftir 50 mínútna siglingu og þau óku
upp á Fjón. Vegurinn lá meðfram ströndinni og það var býsna
fallegt um að litast. Þau óku fram hjá nýbyggðu íbúðarhúsa-
hverfi og tóku eftir því að aðeins sum húsin voru byggð úr múr-
steini því að þarna voru einnig timburhús. Margt var að sjá á
leiðinni og nú komu þau brátt að borgarmörkum Odenseborgar.
Umferðin varð hægari heldur en úti á þjóðveginum. Þau Jóhanna
og Jóhann veltu því fyrir sér hvort Hans Christian Andersen hefði
ferðazt eftir þessum þjóðvegi þegar hann fór I fyrsta sinn til
Kaupmannahafnar. Þeim þótti það llklegt, ,,en ábyggilega hefur
hann verið lengur á leiðinni en við,“ sagði Jóhanna.
Þau fóru fram hjá mörgum nýbyggðum íbúðarhúsum mjög ný-
stárlegum að sjá og er lengra kom inn að miðbiki borgarinnar
urðu húsin eldri og kannski virðulegri á svip. Nú var eftir að finna
gistihúsið. Allt í einu sáu þau hvar póstmaður kom út úr bakaríi
og var að bauka við að koma poka með snúðum og vínarbrauðum
í körfu á reiðhjólinu sínu. Sveinn stanzaði og snaraðist út og tók
517