Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 25

Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 25
Fyrir utan skrifstofu Flugfélagsins í Kaupmannahöfn er ávaxta- Jóhanna gekk um á bátaþilfari ferjunnar „Korsör", sem farið' var söiuvagn, og þaS er einmitt á ávextina, sem þau Jóhanna og meS yfir Stóra-Belti. Jóhann eru aS horfa. komu til Halskov þaðan sem ferjan fer yfir Stóra-Belti. Þeim var sagt að næsta ferja færi fimm mínútur yfir tólf. Vörður kom, stimplaði farseðil fyrir bilinn og innheimti fargjöld fyrir þátttakend- úrna alla nema bílstjórann og siðan var ekið niður á bílastæði. Þau notuðu tímann meðan beðið var eftir brottfararmerki að aka um borð, til þess að koma út í sólina og góða veðrið og þarna var hlýtt og notalegt. Skyndilega var kallað í hátalara að bílstjórar ættu að vera til- búnir að aka um borð í ferjuna og þetta var engin smávegis ferja. Á stærð við Gullfoss héldu þau. Loks kom kallmerkið og Þau óku um borð inn um hliðina á skipinu. Þau sáu að aðrir bílar óku annars staðar inn I skipið því að þílarnir voru geymdir ó mörgum þilförum. Þau höfðu alltaf álitið að ferja væri fremur lítið skip, en svo er ekki um ferjuna „Korsör," sem þau fóru með yfir Stóra-Belti í þetta sinn. Þetta var stórt skip. Stundvíslega kl. 12:05 var vélin sett [ gang og skipið sigldi aftur á þak frá þryggjunni. Þau fóru upp á sólþilfarið, efsta þilfarið á skipinu og nutu útsýnisins. Landið skógi vaxið að flæðarmáli en sundin sól- gyllt. Mávar og hettumávar voru aðgangsharðir að ná sér í brauð sem farþegarnir réttu að þeim eftir að komið var út úr höfninni í Halskov. Jóhann og Jóhanna höfðu gaman af og tóku nokkrar myndir og nú var bara að vita hvort þær heppnuðust. Og gaman var að sigla yfir Stóra-Belti. Þarna voru margir seglbátar sem liðij áfram fyrir hægu leiði en framundan var strönd Fjóns eins og rönd á sjónum. Ekki var fjallasýninni íyrir að fara í þessu landi. Ferjan lenti í Nýborg eftir 50 mínútna siglingu og þau óku upp á Fjón. Vegurinn lá meðfram ströndinni og það var býsna fallegt um að litast. Þau óku fram hjá nýbyggðu íbúðarhúsa- hverfi og tóku eftir því að aðeins sum húsin voru byggð úr múr- steini því að þarna voru einnig timburhús. Margt var að sjá á leiðinni og nú komu þau brátt að borgarmörkum Odenseborgar. Umferðin varð hægari heldur en úti á þjóðveginum. Þau Jóhanna og Jóhann veltu því fyrir sér hvort Hans Christian Andersen hefði ferðazt eftir þessum þjóðvegi þegar hann fór I fyrsta sinn til Kaupmannahafnar. Þeim þótti það llklegt, ,,en ábyggilega hefur hann verið lengur á leiðinni en við,“ sagði Jóhanna. Þau fóru fram hjá mörgum nýbyggðum íbúðarhúsum mjög ný- stárlegum að sjá og er lengra kom inn að miðbiki borgarinnar urðu húsin eldri og kannski virðulegri á svip. Nú var eftir að finna gistihúsið. Allt í einu sáu þau hvar póstmaður kom út úr bakaríi og var að bauka við að koma poka með snúðum og vínarbrauðum í körfu á reiðhjólinu sínu. Sveinn stanzaði og snaraðist út og tók 517
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.