Æskan - 01.11.1969, Side 27
8. Úlfarnir
Póstafgreiðsla var á einum bænum í nýlendunni og urðu
landnemarnir að flytja og sækja bréf sín þangað.
Oft var Lóa send þangað með bréf eða til að sækja blöð og
bréf. Leysti hún það jafnan af hendi með dugnaði og samvizku-
semi.
Einn góðan veðurdag um vetur biður pabbi hennar hana að
fara á pósthúsið með áríðandi bréf.
Hún flýtir sér að búast tii ferðar, tekur við bréfinu, kveður
heimifisfólkið og leggur af stað.
Hún varð að fara í gegnum skóginn.
Hún leggur nú ai stað og hljóp við fót, til þess að komast
heim fyrir myrkur.
Eftir nokkra stund kemur hún að landamæragirðingu, sem
var á leið hennar. Varð hún að klifra yfir girðinguna til þess að
komast áfram. Þetta var stauragirðing, hlaðin úr trjábolum.
Hún fer nú að klifra upp á girðinguna, en ailt í einu heyrir
hún hljóð, sem næstum kom hjarta hennar til að nema staðar
af ótta. Það var úlfa-ýlfur, sem henni barst til eyrna. Heyrði
hún, að þeir voru inni í skóginum, hinum megin við girðinguna.
Hún vissi, að þeir höfðu stundum sézt á þessum slóðum.
Hvað átti hún nú að gera? Henni lá við að snúa við heim
aftur strax, til þess að forða sér undan úlfunum.
En þá datt henni í hug, að pabbi hennar hafði sagt, að bréfið
væri áríðandi. Það var víst bezt að halda áfram og koma því í
pósthúsið. Það var svo leiðinfegt að geta ekki gert það, sem hún
átti að gera fyrir pabba og mömmu. Enn hikaði hún augnablik
á girðingunni. í sál hennar börðust hræðslan og skylduræknin
harðri baráttu. Að lokum sigraði skylduræknin í huga litlu land-
nemastúlkunnar. Hún ákvað að halda áfram í guðs nafni, í trausti
þess að hann myndi vernda hana gegn hættunni, ef hún bæði
hann þess og gerði svo skyldu sína. Mamma liennar hafði oft sagt
við hana, þegar hún var hálfhrædd að fara um dimma skógana:
„Þér er alltaf óhætt, Lóa mín, ef þú biður guð að vernda þig
og ert gott barn.“
— Saga frá Nýja-íslandi
ÚLFURINN
Ljónið vildi endurgjalda úlfinum dygga
þjónustu yið sig og sagði: „Ég ætla að
gefa þér lnndspildu, úlfur litli, þú getur
plægt hana og sáð í hana.“
En úlfurinn spurði strax: „Get ég þá
étið liana?“
„Nei, ekki ennþá, litli úlfur. f fyrsta
lagi verður kornið að spira, vaxa og þrosk-
ast, þá uppskerðu það.“
„Mun ég ])á geta farið að éta?“
„Nei, ekki enn! Svo verðurðu að hinda
það i knippi, þurrka það og stakka það
svo.“
En úlfurinn vældi enn: „Get ég þá farið
að éta það?“
„Nei, ekki ennþá. Þú verður að þreskja
það, flytja það til myllunnar og fá það
inalað."
Úlfinum fannst ómögulegt að bíða svo
lengi eftir því að éta og var að hugsa
um að flýja.
„Þú vilt þetta þá ekki?“ spurði ljónið.
„Nei, ég vil það ekki.“
„Ef ])ú vilt éta strax, skaltu fara út i
liaga. Þar finnurðu hryssu með folaldi.
Þetta folald skaltu éta.“
Úlfurinn fór til liryssunnar. Folaldið
faldi sig strax undir hryssunni, sem sló
úlfinn af svo miklu afli, að hann þeytt-
ist í háa loft. Hann reyndi að lilaupa á
hryssuna, en árangurslaust.
Úlfurinn fór aftur til ljónsins og bar
sig illa vegna þessa lélega árangurs.
Þá sagði ljónið: „Farðu út á graslend-
ið, þar eru kindur á heit. Veldu þér stærsta
hrútinn og éttu hann.“
Úlfurinn fór þá til stærsta hrútsins og
sagði við hann:
„Heyrðu, kindin min, ljónið sagði mér
að fara til þin og éta þig.“
Hrúturinn andmælti því ekki, en fór
aðeins að biðja:
519