Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1969, Side 28

Æskan - 01.11.1969, Side 28
jCl ~ 7"T" ! '• !- - - ; :>"• ÍSt.:*^" ' ''ft*£íí'2 ifel „Úlfur minn, litli bróðir, brytjaðu mig ekki sundur, rífðu ekki litla feldinn minn. Betra væri fyrir ])ig að halla þér upp að girðingunni og opna vel ginið, svo ég geti farið í gin þitt í einu stökki.“ Úlfurinn fór nú nokkur skref aftur á bak og upp að girðingunni, sem hann studdist við, og opnaði ginið. Hrúturinn hörfaði einnig riokkurn spöl aftur á bak og rcnndi sér svo eldingarhratt á liaus úlfsins, svo hann missti alveg meðvit- undina og raknaði ekki við sér fyrr en eftir tvo tíma. Á meðan liljóp hrúturinn í hurtu. Úlfurinn húkti þarna eftir að hann komst aftur til meðvitundar. Hímandi velti hann vöngum, leit í kringum sig og umlaði: „Át ég hann, eða át ég hann ekki? ... Ef til vill át ég hann ...“ K. G. sneri úr esperanto. FELUMYND Eitt barnið hefur slæma samvizku og felur sig fyr- ir jólasveininum. Komið þi3 auga á það? Hún bað nú heitt og innilega um vernd og fannst henni þá streyma um sig nýr kraftur og hugrekki og hélt hún nú ótrauð áfram yfir girðinguna og inn í skóginn. Hún heyrði að úlía- ýlfrið smá fjarlægðist og eftir nokkra stund hætti hún að heyra til þeirra. Komst hún innan skamms heilu og höldnu heim að bænum, þar sem póstafgreiðslan var, og þakkaði í huganum guði fyrir verndina. Lauk hún erindinu og hélt síðan heim á leið, glöð í huga yfir unnum sigri. 9. Ófríði drengurinn - Börnin á næstu bæjum komu oft saman til leika, auk þess sem þau léku sér í skólanum í frístundunum. Lóu þótti gaman að leika sér með hinum börnunum. I hópn- um var einn drengur, sem var sérlega óásjálegur og hætti hinum börnunum við að forðast hann og jafnvel hlógu sum þeirra að honum. Það þótti Lóu ljótt, því hún var góðhjörtuð og vildi ekki særa tilfinningar annarra og sízt þeirra, sem áttu eitthvað bágt. Einu sinni sem oftar voru börnin samankomin og fóru þau í jólaleik. Það var um jólaleytið. Nú var ein stúlkan dæmd til að kyssa vesalings ófríða dreng- inn, Inga. Rauk hún þá upp íussandi og sveiandi og neitaði al- gjörlega að fullnægja dóminum. Lóa sá að Ingi roðnaði og vissi að honum hafði sárnað, því að börnin fóru að hlæja. Næst var svo Lóa dæmd til þess sama, og gekk hún þá rólega til drengsins og kyssti hann á kinnina, en þögn sló á allan hópinn. Eftir það hættu börnin að hlæja að Ingá og hafa hann út undan. 520

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.