Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1969, Side 30

Æskan - 01.11.1969, Side 30
Hótel Bifröst. Samvinnuverksmiöjurnar á Akureyri- Ný spurningaþraut í ársbyrjun 1970 í tilefni af 70 ára afmæli barna- og unglingablaðsins ÆSKUNN- AR efna blaðið og Klúbbarnir ÖRUGGUR AKSTUR sameigin- lega til nýrrar spurningaþrautar varðandi umferðarmál á meðal yngri lesendanna. Umferðarvandamálin eru þegar mikil og margþætt meðal flestra þjóða, og má búast við því, að þau fari frekar vaxandi en minnkandi hérlendis, eftir því sem fram líða stundir. Það er þess vegna brýn nauðsyn, að sem allra flestir, og þá einkum æska landsins, láti þessi mál alls almennings til sín taka og hafi já- kvæð afskipti af þeim. Á þetta ekki aðeins við um þá, sem stjórna vélknúnum ökutækjum, heldur einnig aðra vegfarendur svo sem hjólreiðamenn og fótgangandi vegfarendur. Allir eiga einhvern hlut að umferðinni — ýmist beinan eða óbeinan — og þar með því öryggi eða öryggisleysi, sem hún hefur upp á að bjóða. Spurningarnar, sem lagðar verða fyrir til úrlausnar, snerta all- ar umferðaröryggismál með einhverjum hætti. Þær verða 30 að tölu og munu birtast í 3 fyrstu blöðunum eftir áramót, jan.-, febr.- og marz-blöðum. Veitt verða 5 verðlaun fyrir rétt svör við öllum spurningunum. Úr réttum svörum verður dregið um verðlaunin, en þau verða þessi: 1. verðlaun: Vandað reiðhjól af gerðinni DBS, — norskt. 2. verðlaun: Tvö 10 daga námskeið við sumaríþrótta- skólann að Leirá. 3., 4. og 5. verðlaun: NORDPOL-kuldaúlpa og alklæðnaður frá samvinnuverksmiðjunum á Akureyri: HEKLU, GEFJUN og IÐUNNI. Auk framantalinna verðlauna verður verðlaunahöfunum öllum boðið í ferðalag innanlands, hverjum frá sínu heimili, og verða helztu áfangastaðirnir Aðalskrifstofa SAMVINNUTRYGGINGA í Reykjavík, Sumaríþróttaskólinn að Leirá, Hótel Bifröst og sam- vinnuverksmiðjurnar á Akureyri. Fer verðlaunaafhendingin fram í sambandi við ferðalagið. Sérhver lesandi ÆSKUNNAR allt að 15 ára aldri hefur rétt til þess að taka þátt í spurningaþrautinni og tryggja sér þar með að- ild að möguleika til verðlauna. Aðalskrifstofa Samvinnutrygginga í Reykjavik. 522 íþróttaskólinn að Leirá-

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.