Æskan - 01.11.1969, Side 31
I NG I BJ ÖKG ÞO RBERGS:
„Gítarinn minn“.
„Þótt desember sé dimmur, dýrleg á hann jól.
Með honum endar árið, og aftur hækkar sól.“
Þannig enda Mánaðavísurnar hans Steingríms Arasonar, og ég
er honum sammála. Það er dásamlegt að jólahátíðin skuli vera
haldin á meðan mesta skammdegið ríkir hér. Hugsið ykkur, að í
Ástralíu eru jólin — auðvitað í desember líka — en þar er þá há-
sumar! Ekki vildi ég skipta! — En hvað sem því líður, þá hlakka
liklega flest kristin börn til jólanna, hvort sem hjá þeim ríkir vetur
eða sumar, og hvort heldur þau eru fátæk eða rík. Jólin eiga að
vera hátíð Ijóssins og gleðinnar. Þið megið samt ekki gleyma
hvers vegna jólin eru haldin helg. Þið megið ekki halda, að jólin
séu bara til að fá gjafir! Þið þekkið söguna um Jesúbarnið. £g
ætla ekki að rifja hana upp, en ef þið hafið ekki heyrt þá sögu,
ættuð þið að fara í sunnudagaskóla eða kirkju um jólin, til að læra
hana. Því að, ef við höldum jólin hátíðleg, þá verðum við líka að
vita hvers vegna. — Annars eigum við ekki skilið að eiga nein
jól. — Og haldið þið ekki, að jólalaus ár væru heldur tilbreytingar-
laus? „Jú,“ segið þið áreiðanlega, „það væri Ijóta lífið!“ — Svo
þið sjáið, að Jesúbarnið hefur ekki gert svo lítið fyrir þennan heim.
1969 verður ártal í veraldarsögunni, sem komandi kynslóðir
verða að vita einhver deili á.
Vitanlega getum við ekki kvatt þetta merkisár, án þess að detta
TUNGLIÐ í hug. Það er allt í einu orðið svo nálægt okkur, — og
allt í sambandi við það breyttist svo skyndilega á s. I. sumri. Ég
veit ekki hvernig þið, sem eruð ekki enn orðin stór, hugsið um
lunglið. En einu sinni þóttist ég þekkja Karlinn í Tunglinu. —
Mér fannst hann bæði rómantískur og skemmtilegur. Nú er hann
allt i einu ekki lengur til. Karlinn í Tunglinu er dauður. ... Ég
verð að játa, að ég syrgi hann.... Nú finnst mér tunglið bara
vera eins og hvert annað óbyggt land! Hvort sem það er úr „tóm-
um osti,“ gulli eða grjóti — þá vitum við nú, að þar situr engin
móðir, sem kembir ull nýja, engar Freyjur, sem skafa gulltreyj-
ur .... heldur aðeins eldflaugar og annað slíkt. . . . Kannski er
líka bezt að horfast í augu við raunveruleikann. .. .
Líklega munu börn ykkar og barnabörn ,,skreppa“ í geimferð
til tunglsins eða annarra stjarna, eins og sumir „skreppa“ núna
til útlanda. Og þeim mun ekki þykja það neitt sérstakt. — Okkur,
sem erum fullorðin núna, finnst það samt stórkostlegt. .. .
Kannski er ekki brattgengt til stjarnanna lengur, — kannski er
allt leikur og allt hægt. .. . Ef svo er, ætti líka að vera hægt að
lifa í sátt og samlyndi f heiminum. Mennirnir ættu að hugsa um
hnöttinn sinn; að þar sé friður og frelsi.
Þá er nú komið að laginu, sem auðvitað er lag um tunglið! „Sé
tunglið allt úr tómum osti.“ Það lag, ásamt öðrum, er nú fáanlegt á
hljómplötu. Þess vegna finnst mér tilvalið að senda ykkur það nú
á nótum (bls. 524) og með gítargripum (bls. 523). Og seinna fáið
þið á nótum fleiri lög, sem eru á plötunni.
Ég hefi oft verið spurð, hvort ekki væru fáanleg á plötum ein-
hver af lögunum úr barnatímunum mínum. Nú er nokkuð úr þessu
bætt. Hér var í haust haldið mót stjórnenda barna- og unglinga-
þátta við Útvarpsstöðvar Norðurlanda. Það, sem herti á útgáfu
þessarar plötu, var eiginlega áskorun vrá þeim Norrænu þátttak-
endum, sem heyrðu lögin af segulbandi.
GLEÐILEG JÓL!
INGIBJÖRG
Sé
tunglið allt
úr tómum
osti
(Úr „Ferðinni til Limbó“)
TEXTI:
ingibjörg JÓNSDÓTTIR
LAG:
ingibjörg ÞORBERGS
A D
Sé tunglið allt úr tómum osti,
E7 A (E7-A í millispili)
talsvert held ég að það kosti.
A D
Þar músapabbar ei mikið gera
E7 A (E7-A)
og Möllu þætti víst gott að vera.
A E7
Naga, naga, alla daga,
A D
narta bita í sinn maga.
A D
Þá verður Möllu magi stór,
H7 E (H7-E7)
og Maggi ekki lengur mjór.
A D
Sé tunglið alll úr tómum osti.
E7 ' A (E7-A)
talsvert lield ég að það kosti.
A D
Þar músapabbar ei mikið gera
E7 A (E7-A)
og Möllu þætti víst gott að vera.
E7 A E7 A
Tra la la ha ha, Tra la la ha ha.
E7 A E7 A
Tra la la ha ha, Tra la la, la la, La ha ha.
A D
Á ógnar spani’ í eldflauginni.
E7 A (E7-A)
æddi ég með systur minni.
A D
Um himingeiminn. ég hentist spenntur,
E7 A (E7-A)
og hérna er ég nú loksins lentur.
A E7
Úr gulum osti allt er hér,
A D
e£ að tunglið þetta er.
A D
Nú ég í liann narta vil.
H7 E (H7-E7)
Ög namm og namm, ég hlakka til.
A D
Á ógnar spani’ í eldflauginni
E7 A (E7-A)
æddi ég nteð systur minni.
A D
Um himingeiminn ég hentist spenntur,
E7 1 A (E7-A)
og hérna er ég nú loksins lentur.
E7 A E7 A
Tra la la ha ha, Tra la la ha ha.
E7 A E7 A
Tra la la ha ha, Tra la la, la la, La ha ha.
523