Æskan - 01.11.1969, Side 35
TARZAN apabróðir ^
aldraður maður, gráhærður með hornspangagleraugu,
klæddur lafafrakka, sem ekki fór sérlega vel, og á höfði
hafði hann gamlan silkihatt. Næst kom stór svertingja-
kona, klædd í skræpóttan kjól, og í fylgd með henni var
ung stúlka, líklega um það bil nítján ára, og það var
ungi maðurinn, sem tók hana á arma sér og bar liana
í land úr bátnum. Hún brosti þakklát til hans. /
Hópur þessi hélt til kofans og báru sjómennirnir far-
angur þeirra upp að dyrunum. Einn þeirra tók strax
eftir miðanum, sem festur var á hurðina, og kallaði
hann þá í gamla manninn í lafafrakkanum:
„Komdu hérna, prófessor, og lestu ])að, sem stendur
á þessum skrattans miða.“
Nú söfnuðust allir saman umhverfis prófessorinn, sem
liagræddi gleraugunum á nefinu og tók svo að rýna í
bréfið. Svo sneri hann sér við og rölti burtu í hægðum
sínum og tautaði: „Stórfurðulegt, stórfurðulegt!“
En þetta létu sjómennirnir sér ekki nægja. Þeir þrifu
í öxl gamla mannsins og kröfðust þess, að hann læsi
upphátt það, sem á miðanum stóð.
„O-jæja! stórfurðulegt!" svaraði prófessorinn hæglát-
'lega og hagræddi gleraugunum enn á ný. Síðan las hann
upphátt: „Þetta er hús Tarzans, drápara villimanna og
dýra. Skemmið ekki það, sem Tarzan á. Tarzan sér. Tarz-
an apabróðir."
„Hver er nú þessi Tarzan apabróðir?“ hrópaði sjómað-
urinn.
„Hann talar sennilega ensku,“ sagði ungi maðurinn.
„En hvað merkir það, að hann kallar sig apabróður?"
spurði unga stúlkan.
„Það er ekki gott að segja,“ svaraði ungi maðurinn.
„Ef til vill er þetta svartur villimaður, sem einhvers
staðar hefur lært ensku, eða þá að þetta er strokuapi
úr dýragarðinum í London. Hvað haldið þér, prófessor
Porter?“
Porter próíessor hagræddi gleraugunum. „Já, þetta er
stórfurðulegt — stórfurðulegt! en ég veit ekki meira um
þetta en þið hin.“ Síðan rölti hann af stað með hendur
á baki og stefndi inn í skóginn.
„Pabbi!“ hrópaði unga stúlkan.
„Já, já, telpa mín,“ svaraði Porter og sneri sér við.
„Vertu nú ekki að þreyta þig á að hugsa um þetta.“ Hann
rölti aftur af stað og nú í aðra átt. Hann var annars
hugar, eins og prófessorum er títt, og horfði niður á fætur
sér.
„Karlinn er vitlaus og veit ekkert meira um þetta en
við hin,“ sagði nú maðurinn með rottuandlitið.
„Haltu þér saman," sagði ungi maðurinn reiðilega
fölur af bræði. „Þið hafið nú unnið það þokkaverk að
drepa yfirmenn skipsins og ræna okkur. Þú skalt tala
virðulega til prófessors Porters og dóttur hans, annars
skaltu finna fyrir þeim þessum!" Ungi maðurinn kreppti
hnefana og gekk svo fast að manninum, að hann hörfaði
undan, þótt hann væri með skammbyssu og hníf að
vopni.
527