Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Síða 36

Æskan - 01.11.1969, Síða 36
( TARZAN apabróðu- ) „Þú ert huglaus!“ hrópaði ungi maðurinn. „Þú þorir ekki að skjóta menn nema þeir snúi baki að þér. Þú þorir ekki einu sinni að skjóta mig!“ Og hann sneri sér við og gekk frá honum fyrirlitlega, eins og hann væri að draga dár að honum. Félagar ljóta mannsins gláptu á hann, þar sem hann stóð með skammbyssuna í höndum sér, en hikaði þó. Hann var í raun og veru meiri bleyða en William Cecil Clayton hafði dottið í hug. Ekki er þó gott að segja, hvað skeð hefði á næstu augna- blikum, því að nú gerðist óvæntur atburður, sem ekkert af þessu fólki hafði órað fyrir. Tarzan hafði fylgzt með hverri hreyfingu þeirra falinn í laufþykkninu. Þótt hann skildi ekki mál þeirra, skildi hann látbragð fólksins því betur. Honum leizt strax illa á manninn með rottuand- litið, og þegar hann sá hann miða byssu á unga mann- inn, var hann vel á verði. Clayton hafði gengið nokkur skref, þegar sjómaðurinn hóf upp hönd sína og miðaði skammbyssunni á bak hans. Félagar hans horfðu þegj- andi á. Porter prófessor og skrifari hans, Philander, voru horfnir inn í skóginn, svertingjakonan, sem hét Esmer- alda, var að taka upp dót og bera inn í kofann, en ung- frú Porter hafði snúið sér við til þess að ganga sömu leið og Clayton, en eitthvað kom henni til þess að líta aftur. Nú gerðist allt í senn, sjómaðurinn skaut, ungfrú Porter rak upp viðvörunaróp og þungt spjót með stáloddi þaut út úr skógarþykkninu og hæfði hægri öxl sjómannsins. Kúlan úr byssunni missti marks og sjó- maðurinn æpti upp yfir sig af sársauka og felmtri. Clayton snerist á hæl og hljóp til hins særða, en sjó- mennirnir stóðu skelfdir með vopn sín til taks og störðu inn í skóginn. Sá særði bar sig aumlega, þar sem hann lá í hnipri á jörðinni. Clayton tók skammbyssuna upp svo að lítið bar á og laumaði henni upp í ermi sína. „Hver skaut spjótinu?“ spurði Jane Porter, sem komin var til Claytons. „Ég er viss um, að Tarzan apabróðir hefur auga með okkur, og ég vona, að hann sé okkur vinveittur, en hvað er orðið af föður yðar og Philander? Margar liætt- ur leynast í frumskóginum, við skulum reyna að kalla á þá.“ En köll hans báru engan árangur. Eftir litla umhugsun sagði Clayton: „Ég verð að fara inn í skóginn og leita að gömlu mönnunum. Þið Esmer- alda farið inn í koíann og rekið slagbrandinn fyrir hurð- ina. Einnig skal ég lána ykkur þessa skammbyssu, sem ég náði frá sjómanninum, og með henni getið þið ef til vill varið ykkur, þar til ég kem til baka.“ Stúlkurnar fóru að orðum hans, og þegar hann sá þær hverfa inn í kofann og hurðina lokast á eltir þeim, hélt hann af stað í átt til skógar. Sjóræningjarnir voru að binda um sár litla mannsins, og þegar Clayton gekk fram hjá J)eim, spurði hann þá, hvort þeir vildu ekki selja sér byssu, meðan hann leit- aði í skóginum. Sá með rottuandlitið varð fyrir svör- um, og voru það mest blótsyrði og Jsvert nei við Jdví, að Clayton fengi byssuna. Clayton tók Jjá upp spjótið, yppti öxlum og hraðaði sér inn í skóginn. Konurnar í kofanum heyrðu, að hann kallaði hátt á J^á Philander og Porter, en köll hans fjarlægðust brátt, og að stundu liðinni heyrðu Jjær ekki til hans lengur. Kobbi páfagaukur sér að allir eru önnum kafnir að skreyta stofuna með greinum, því jólin eru að nálgast, og þarna hefur hann náð sér í smá grein, sem hann er á leiðinni með í búrið sitt. Ef þú vilt sjá Kobba fljúga beint inn i búrið, skaltu halda myndinni 30 cm frá aug- unum. Það er mjög nálægt andliti þínu. Þú horfir bæði á Kobba og búrið. Þegar þú heldur myndinni í þessari fjarlægð beint fyrir augum þér og nef þitt stefnir beint á svarta punktinn milli Kobba og búrsins þá sérðu hann fljúga inn I búrið. 528
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.