Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 37

Æskan - 01.11.1969, Page 37
FYRIRMYND HVATNING Lærisveinarnii Andrés Jóhannes 6, 8—9. Segir þá einn af lærisveinum hans, Andrés, bróðir Simonar Péturs, við hann: Hér er ungmenni, sem heiur fimm byggbrauS og tvo smáfiska. En hvaS er þetta handa svo mörgum?" ORKA er einkennandi í skapgerð Andrésar. Fyrsti raunverulegi vinurinn, sem Jesús eignast, er Andrés. Og orkan, sem fljótt kom í Ijós hjá Andrési, var fyrst og fremst andleg. Eins og Pétur, bróðir hans, sem hann vann íyrir, var hann fiskimaður á Galíleuvatni. Stundum kalla menn Andrés „kynninn." Því að það var hann, sem kynnti bróður sínum Jesú, um leið og hann vissi, að hann var hinn sanni Messías. Það var hann, sem kom með unglinginn til Jesú, sem átti brauðin og fiskana. Það var hann, sem fyrstur fór með Grikkina til Jesú — og margir halda, að þegar Andrés sagði bróður sínum frá Jesú, hafi Jóhannes verið með honum og farið og sagt bróður sínum, Jakobi, frá Jesú. Þegar Jóhannes skírari skírði Jesúm í ánni Jórdan, var Andrés þar. Andrés var vingjarnlegur og gerði allt með mildi og kærleika. Hann var leiddur f dauðann, af því að hann neitaði að tiibiðja falsguð. Samkvæmt helgisögn er sagt, að hann hafi endað líf sitt með þessum orðum: „Drottinn, ég vildi, að ég hefði tíma til þess að segja þeim sapnleikann, sem lífláta mig nú....“ Andrés var hæglátur á margan hátt. Án efa hefur ekki mikið farið fyrir honum, svo sjaldan er minnzt á hann af hinum postulunum. En hann var jafnmikilvægur hinum. Hann rækti hlutverk sitt. Hann sagði mönnum frá Jesú og kom með þá til hans. Ef til vill hefur Andrés einstaka sinnum orðið eins og útundan, þar sem bróðir hans, Pétur, var svo snjall og hugmyndaríkur. En Andrés er okkur góð fyrirmynd og eftirminnileg. Ef til vill er eitthvað sameigin- legt með honum og þér. DRAUMUR JÖLANNA Á jólunum verðum við aftur ungir, sem aldur er tekinn að hrjá. I>ú fæðist ávallt hið eina mesta, sem allar mannssálir þrá: Vonin og trúin á friðinn og frelsið, þá fagna hörnin — og við með þeim. Ljóshafið flæðir um allt og alla, og okkur dreymir um nýjan lieim, svo leysist mannanna mikli vandinn og miskunn drottins þerri öll tár. — Gefi oss öllum Guðssonar andinn gleðilcg jól — og friðarins ár. P. S. 529

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.