Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 39

Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 39
— Hann flýtti sér að taka bílinn og troða honum í vasann. En hann var svo óskaplega stór eða vasinn svo Iftill. Og þegar afgreiðslumaðurinn kom aftur, stóð Gulur litli á miðju gólfi. Hann kepptist við að troða bílnum I vasann. Búðarmaðurinn bað hann að koma til sín. Hann fór í vasa hans og tók bílinn. Það var eins og eldur hlypi í kinnar Guls litla. Honum varð svo heitt. Svo fékk hann líka óskaplegan hjartslátt. „Jæja, vinur minn,“ sagði afgreiðslumaðurinn. „Það er bezt, að ég láti lögregluna vita um þig. Ég er farinn að þekkja svona anga. Þeir þykjast vera saklausir, en eru bara að plata. Ég þekki líka föður þinn úr bankanum. Þú mátt fara heim. Ég vil ekki sjá þjófa I búðinni minni. Svona, farðu nú heim og láttu mig aldrei sjá þig hér framar!" Og Gulur litli labbaði heim dapur í bragði. Hann ætlaði aldrei að verða þjófur. Hann ætlaði ekki að stela. Hann átti bara engin leikföng. Enginn vildi leika sér við hann. Enginn vildi kenna honum. Enginn vildi skilja hann. Eng- inn vildi tala við hann og hlusta á hann. Enginn hafði tíma til neins. Hann opnaði dyrnar heima hjá sér og gekk inn. Faðir hans sat við skrifborðið. Hann var með reikninga fyrir bankann. Hann tók ekki eftir neinu. Móðir hans sat I hægindastól, borðaði súkkulaði og las I bók. Ungfrú Hansína frænka var I slmanum. Gulur litli gekk niðurlútur til móður sinnar. „Mamma, veiztu það-----------“ Mamma hans greip fram I fyrir honum. „Æ, vertu ekki alltaf að þessu suði, Gulur minn.“ Svo fékk hún sér súkkulaðibita. „En veiztu það, mamma, að ég---------mig langar til að „Ég má ekki vera að því að tala við þig núna. Get ég ekki einu sinni fengið frið, þegar ég kem heim úr vinnunni? Þetta er svo spennandi saga, Gulur minn. Komdu dálítið seinna." Gulur horði á hana. Hann langaði svo mikið I súkkulaði. Og hann átti ekkert dót. Hann átti engan vin. Hann átti bara fimm byggkorn I vasanum. Og búðarmaðurinn sagði, að hann væri þjófur. „Mamma. Ekki get ég gert að því, þó að ég sé til. Heldurðu, að Guð hafi ekki----------“ „Æ, fáðu þér nú súkkulaði, Gulur minn, og farðu svo frá mér. Ég fékk alveg nóg af vatnsgusunum áðan.“ Gulur fékk sér súkkulaði. Síðan gekk hann til föður síns. „Pabbi,“ sagði Gulur. „Ég fór I búðina áðan. Svo lang- aði mig svo mikið I einn bílinn, að ég----------“ Gulur litli hikaði aðeins. Þá greip faðir hans fram I íyrir honum: „Svona, anginn minn. Vertu nú ekki alltaf að hugsa um þessa bíla. Þú veizt, að ég vinn svona mikið til þess að þér geti liðið vel.“ Hann leit ekki upp, en hélt áfram að vinna. Aumingja Gulur litli starði fram fyrir sig og hugsaði. Hann gat hvorki séð né fundið nein merki þess, að pabbi hans væri alltaf að vinna fyrir hann. Hann langaði miklu meira til þess að hann gæti talað við sig og verið vinur hans. Hann langaði til þess að segja honum frá bílnum, sem hann tók óvart I búðinni. Allt I einu var barið að dyrum. Faðir hans stóð á fætur og opnaði. Fyrir utan dyrnar stóðu tveir lögregluþjónar. Faðir hans bauð þeim inn. Hann sagði Gul litla að fara inn í herbergið sitt að leika sér. En Gulur hafði bara ekkert að leika sér að. Þess vegna stóð hann við dyrnar og hlust- aði. „Þetta er dálítið alvarlegt," sagði annar lögregluþjónn- inn. „Sá, sem er farinn að ganga svona I búðir og stela, ætti helzt að vera í sveit.“ „Ég veit það ekki,“ sagði þá hinn. „Sumir ættu að vera I sveit og fá að þroskast í friði. Suma þarf bara að elska meirá, og þá gengur allt vel.“ Aumingja Gulur fölnaði upp, þegar hann heyrði sveit nefnda. Hann hélt, að það væri eitthvað ægilegt. Sérstak- lega, ef hann þyrfti að fara langt I burtu. Hann hafði aldrei farið að heiman. Þó hafði hann heyrt suma tala um, hvað það væri gaman. En Gulur var sendur I sveit. „Þér finnst gaman að því siðar, Gulur rninn," sagði faðir hans. ,,Á meðan söfnum við peningum, til þess að kaupa eitthvað handa þér.“ 531
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.