Æskan - 01.11.1969, Page 43
óskir, sem hann fengi uppfylltar, jafnvel gat ég
hugsað mér, að hann fengi alltaf þrjár óskir til
sinna nota dag hvern, meðan hann liíði. En ald-
irnar liðu, enginn fann mig og tók ég þá að gerast
súr og argur í skapi. Síðast sór ég að drepa hvern
þann er leysti mig úr prísund þessari. Nú er það
þitt, fiskimaður góður, að kjósa þér dauðdaga og
segja mér til um það, á hvern hátt þú vilt að ég
sálgi þér.“
Þannig lauk andinn máli sínu og var nú orðinn
hinn hrikalegasti ásýndum. Hæð hans var um það
bil þrjár venjulegar mannhæðir og ummál hans
eftir því. Var sem eldur brynni úr augum lians
og út úr nösum hans lagði reykslæðu.
Vesalings íiskimaðurinn var nú sem vonlegt var
orðinn dauðhræddur, og tók hann að barma sér
ákaflega:
„Vesalings ég,“ sagði hann, „hvað hef ég til saka
unnið? Og getur það verið, mikli andi, að þú sért
svo vanþakklátur að ætla að drepa mig, björgunar-
mann þinn? Hafðu meðaumkun með mér og gef
mér líf. Allah, guð okkar, mun launa þér.“
En andinn var hinn þverasti. „Nei,“ sagði hann,
„það kemur ekki til mála. Segðu mér bara fljótt til
um það, á hvern hátt þú vilt helzt deyja.“
En fiskimaðurinn var ekki allur þar sem hann
var séður, honum datt nú ráð í hug.
„Jæja,“ sagði hann, „þetta verður þá svo að
vera, en svaraðu einni spurningu fyrst.“
Jú, það sagðist andinn skyldu gera.
„Er það nú áreiðanlegt, að þú hafir verið niðri
í þessum kút? Ég get varla trúað því,“ sagði fiski-
maðurinn.
„Já, vissulega hef ég verið þar og raunar alltof
lengi.“
„Þetta finnst mér merkilegt," sagði fiskimaður-
inn, „Jjví að mér sýnist fóturinn á þér svo stór,
að hann einn gæti alls ekki komizt niður í kútinn,
hvað þá allur líkami þinn.“
Andinn sór og sárt við lagði, að hann hefði verið
í kútnum og hvergi annars staðar, en fiskimaðurinn
sagðist ekki trúa því, nema hann sæi það með eig-
in augum. Þá breytti andinn sér í reyk, sem varð
að mjórri súlu og hvarf síðan niður um stútinn á
kútnum. Þá var fiskimaðurinn ekki seinn á sér
að þrýsta tappanum í opið og búa vel um.
„Hæ!“ kallaði hann til andans, nú skal ég svei
mér kasta þér út á sextugt dýpið aftur." En nú
varð andinn hinn blíðasti og hélt því fram, að það,
sem hann hefði áður talað, hefði verið spaug eitt
og gamanmál, og vissulega skyldi hann gera björg-
unarmann sinn að ríkum manni.
Þegar fiskimanninum varð hugsað til barnanna
sinna, sem biðu svöng heima, gat hann ekki staðizt
tilboð andans og tók tappann úr kútnum á nýjan
leik, og var þá andinn fljótur að skjótast út í reyk-
skýi. Hið fyrsta, sem hann gerði, var að sparka
kútnum langt út á sjó. Síðan sagði hann fiski-
manninum að taka net sín og fylgja sér. Gengu
þeir um stund, en komu þá að vatni einu.
„Þarna skaltu kasta netum þínum," sagði andinn,
„hér muntu afla vel.“ Fiskimaðurinn gerði svo, og
fljótlega komu allmargir fiskar í netið. Og aldrei
hafði hann augum litið jafn fallegan afla. Fiskarnir
voru ekki aðeins stórir og feitir, heldur voru þeir
líka merkilega litfagrir. Sumir þeirra voru rauðir,
aðrir bláir, gulir og hvítir.
„Taktu nú nokkra fiska úr þessum afla og
færðu soldáninum þá,“ sagði andinn, sem var nú
orðinn liinn vingjarnlegasti í garð fiskimannsins.
Því næst stappaði andinn niður fætinum og mynd-
aðist þá sprunga í jörðina. Hvarf hann síðan niður
í hana og laukst jörðin þá saman aftur.
Fiskimaðurinn-gerði eins og íyrir hann var lagt,
og þegar soldáninn sá hina litfögru fiska, varð
liann svo glaður, að hann lét strax kalla á matsvein
sinn og bað hann matreiða fiskana, en gjaldkera
sínum skipaði hann að greiða fiskimanninum háa
fjárupphæð og óskaði eftir viðskiptum við hann
framvegis.
Upp frá þessu þurftu fiskimaðurinn og fjölskylda
hans ekki að búa við sult og seyru.
Framhald.
535
V.