Æskan - 01.11.1969, Page 48
Hinir gullnu vinir
cJ-leigióögn \rá ^Uietnam
Öinhvern tíma íyrir langa löngu voru tveir stúdentar. Þeir hétu
Luu-Binh og Zuong-Le. Þeir urðu einlægir vinir. Luu-Binh var
einkasonur auðugra foreldra. Hann bað foreldra sína um leyfi
til að bjóða Zuong heim til sín og hafa hann hjá sér, en hann
var bláfátækur og munaðarlaus. Þeir lifðu svo saman eins og bræður og
synir sömu foreldra. Þeir sóttu sama skóla, borðuðu við sama borð og
sváfu í sama rúmi.
Luu-Binh treysti sífellt á hamingju sína og vitsmuni. Hann varð mjög
hyskinn við námið, en áhuginn fyrir gjálífi því meiri sem lengra leið.
Aftur á móti stundaði Zuong-Le námið af miklum áhuga og iðni, bæði heima
og í skólanum, svo að hann fékkst vart til að líta upp úr bókunum.
Mörgum sinnum reyndi Zuong-Le að hvetja vin sinn til að sleppa sér
ekki út í fánýtan hégóma. Luu-Binh kinkaði kolli við því sem sjálfsögðum
hlut, en hélt þó gjálífi sínu áfram.
Hinn ástundunarsami Zuong-Le stóðst háskólaprófið, þegar þar að
kom. Hann fékk embætti í fjarlægu fylki. En vegna þess hve Luu-Binh var
hyskinn við námið, náði hann ekki prófi, þó að hann reyndi nokkrum
sinnum. Kjarkleysi og drykkjufýsn náði tökum á honum, svo að hann varð
alger þræll nautnasýki sinnar. Eftir lát foreldra sinna sóaði Luu-Binh auð-
æfum sínum í fjárhættuspil.
Innan skamms var Luu-Binh orðinn fjárvana og heimilislaus. Hann
iðraðist að hafa glatað æsku sinni í niðurlægjandi nautnir. En það var of
seint! Þá fór hann að hugsa til gamla vinarins Zuong-Le, sem nú var orðinn
auðugur og mikils virtur. Hann var viss um, að Zuong-Le mundi taka vel
á móti sér, sem áður hafði fengið að dvelja með honum í húsi foreldra
hans! Luu-Binh lagði svo af stað sem ölmusumaður. Eftir margra daga hungur
og kulda komst hann loks til húss vinar síns. Hann var gagntekinn fögnuði.
„Hér eftir þarf ég hvorki að kvíða hungri né kulda," hugsaði hann með
sjálfum sér. Svo sökkti hann sér niður í draumóra um hið liðna óhófslíf.
Vonglaður sendi hann Zuong-Le nafnspjald sitt og beið við dyrnar. Hann
beið og beið, þangað tíl vörður kom út seint um kvöldið.
Vörðurinn lagði hrísgrjónalúku og ögn af salti í lófa hans og rak hann
á dyr reiðilegur á svipinn:
„Hans hágöl'gi er háttaður og á aldrei ölmusumann að vini.“
Luu-Binh fannst nú sem jörðin sykki undir fótum sér. Hann var ekki
aðeins sálarlega bugaður, heldur einnig fullur blygðunar. Hann varð nú
að reika um úti á víðavangi, því nú var fokið í hvert skjól varðandi hús-
óúasöngut
batnanna
Híeilög í heimi
hefjast nú jól.
Ljómar oss lífsins
líknandi sól.
Frelsarans fæðing
fagnar vort geð.
Gleðjandi öll góð börn
guðs englum með.
Huga til hæða
hefjum vér þá.
Lífgjafans ljósengla
ljúft er að sjá.
Upphimin6 opnast
alfagra hlið,
gengur þar gegnum
guðsengla lið.
Sælunnar sölum
svífa þeir frá,
blessunar boðskap
börnum að tjá.
Fylkingar fríðar
færast oss nær,
stignar á storðu
staðnæmast þær.
V
540