Æskan - 01.11.1969, Síða 51
JOLALEIKUR
Allir geta tekið þátt ( þessum jólasveinaleik. Hver leikmaður
hefur einn mislitan hnapp eða tölu, sem hann færir svo á sinn
reit. Þegar teningurinn, sem alltaf er notaður við svona spil
segir til um töluna, sem upp kemur, í hvert sinn, sem kastað
er, þá flytur hver þátttakandi sína tölu (hnapp) um svo marga
reiti, sem upp koma á teningnum. Sá, sem fyrst kemst að
jólatrénu hefur unnið þau verðlaun, sem eru I boði.
REGLUR:
1, 2, 3, 4 * Byrjað er á nr. 1. Jólasveinarnir eru á leið heim
með jólatréð.
Ef þú lendir á nr. 5, þá verður þú að bíða þangað til
þú færð 5 eða 6 punkta á teningnum.
Pétur jólasveinn fær snjóbolta beint í augað, svo þú
flýtir þér áfram á reit 18.
Jólasveinapabbi ekur með of miklum hraða og fær
áminningu hjá lögregluþjóni. Þú færir þig aftur á bak
á nr. 13.
Jói litli jólasveinn er að gefa fuglunum jólakornið. Þú
færð aukakast.
Þarna fór illa. Lassi litli jólasveinn getur ekki stöðvað
sig á sleðabrautinni og steypist kollhnís. Nú verður
þú að byrja ferðina að nýju á reit 1.
Nú máttu færa töluna þína á nr. 46 og verða samferða
jólasveinunum í sleðaferð þeirra.
Jólasveinafrændi kemur með fullt fangið af jólabögglum,
og þú mátt fylgjast með jólasveininum á nr. 64 og
opna pakkana. Framh. á bls. 581.