Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 57

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 57
forvitnislega til höfðinu, hvernig fiðrið bylgjaðist á hálsinum, og hvernig hún hreyfði með varúð fæturna og iagði þá hægt og ákveðið niður. Svo reisti hænan sig upp og horfði á drengina hvössum aug- um. Þeir þoldu ekki vel þetta hænsnalega augnaráð og litu hver á annan, en hænan hélt áfram að horfa á þá. — Hún vill ekki verpa meðan við horfum á hana, varð einum að orði. Hún hefur þó fengið brauð og grjón, svo að hún ætti svo sem að geta verpt. Drengirnir settust álengdar og röbbuðu saman um forngripa- safnið. Það þurfti að vera búið að safna miklu, þegar Salli kæmi. Nú voru komnir nokkrir hlutir, sem ekki var búið að sam- þykkja í safnið. En engan hlut mátti taka ósamþykktan. Og svo átti að fara fram atkvæðagreiðsla um nýjustu hlutina. Nói hafði fundið stórt hvalbein, sem hann gat ekki borið, það var hryggjarliður. Hann var hár eins og stóll og gildur eins og tjörukaggi. Þessi hvalbeinshnúður var álitinn alltof stór, þar sem þeir höfðu bara svolitla skonsu fyrir forngripasafnið og ekki fært að ráðast I nýja byggingu strax. En Nói hélt því fram, að þetta gæti verið úr 200 ára gömlum háhyrning eða 300 ára gömlum rekahval, og ef slíkir hlutir væru ekki teknir, þá væri ekkert varið í að hafa forngripasafn. Hann sagðist þá líka verða á móti vöflujárninu, sem Árni hafði fundið, og ausunni og tunnubotninum frá Ellert. — En það stendur 1852 á tunnubotninum. Hvað stendur á hvalbeininu? — Það stendur nú ekki ártal á öllu, svaraði Nói. — Hvað stendur til dæmis á Ijábakkanum og skófluskaftinu, eða hvað stendur á hollenzka klossanum og skrítnu flöskunni? Og það var ekki hægt að mæla móti því, sem Nói sagði. Það var líka vel hægt að grafa á hvalbeinið gamalt ártal, til dæmis 1650. Eftir þessi rök og nokkrar umræður var svo samþykkt að taka eftirtalda hluti í safnið: Frá Árna: Vöflujárn með gati, þrjá ryðbrennda járnhringi af gamalli skipskaminu, einn stórkostlegan kistulykil og eldskörung með hanka í. Frá Ellert: Einn skrúfnagla, spannarlangan, eyra af potti og tunnubotninn frá 1852. Frá Nóa: Gjarðahringju, snjáðan koparhnapp, fundinn ( mó- gröf og svo hvalbeinshnúðinn. En svo var það hænan! Skyldi hún ekki vera búin að verpa fyrsta egginu! Drengirnir hröðuðu sér að girðingunni. En viti menn. Hænan stóð þar í sömu sporum og leit hvasst á eigendur fyrirtækisins. Þeir lögðust svo á hnén á heppilegum stað við girðinguna og reyndu að virða fyrir sér afturenda hænunnar. Og eftir vls- indalegar hugleiðingar ályktuðu þeir loks í einu hljóði: Hún verpir ekki I kvöld. Og svo var farið að sofa. ------En sagan endurtók sig daginn eftir. Hænan vappaði með varúð í hringi með fram girðingunni. Og drengirnir lögðust niður og athuguðu hana frá öllum hliðum í krók og kring, en gátu ekki séð neitt, sem benti til þess að eggið færi að koma. Svona leið einn dagur eftir annan. Hænan fékk nóg að kroppa, en hún var undarlegri en aðrar hænur, hún vildi ekki verpa, hún starði kjánalega á velgjörðarmenn slna, og hún var farin að reyta af sér fjaðrir, sem fuku um girðinguna. Það kvisaðist um þorpið, þetta með hænsnaræktina. En dreng- irnir héldu vörð um girðinguna fram á rauða kvöld, svo að enginn gerði neinar óspektir og hænan gæti verið í friði. En einn morgun var komin rifa á vfrgirðinguna. Hænan var horfin, án þess að skilja eftir egg, og þó viða væri leitað, fannst hún hvergi. Eigendurnir komust brátt á þá skoðun, að hrekkjóttir strákar hefðu verið búnir að komast að fyrirtækinu, og þeir hefðu sleppt hænunni út eða stolið henni. Eftir nokkrar hugleiðingar um atburðinn var því ályktað í einu hljóði, að Siggi sóti, kattarbani, hefði stolið hænunni. En þeir ætluðu ekki að hefna sín á Sigga fyrr en Salli kæmi heim. i stað þess tók Ellert að sér að klambra saman vísum um Sigga. Það áttu að vera hlægilegar vísur eða skammavísur, helzt að yrkja tannpínu í Sigga, það var gott á hann. Og Ellert fór einförum og orti vfsur. Þegar Salli var búinn að heyra fréttirnar, var tafarlaust ákveð- ið að refsa svona prökkurum, eins og Sigga sóta, enda var sjálf- sagt að hafa það í félagsreglunum að vinna bug á þvf vonda, hvar sem það kæmi fram. Svo var ákveðið að sitja bráðlega fyrir Sigga eitthvert kvöld, þegar farið væri að dimma, og lumbra á honum og fá hann til að meðganga. Slðan sagði Salli frá félögum, sem strákar hefðu annars stað- ar, þar sem hann hafði komið, til dæmis í Bjarnarfirði, og það var sérstaklega eitt, sem þyrfti að taka upp í L.F.D. — Leynifélagi drengja — en það var baðdeild. — Þeir læra að synda annars staðar. Hér þurfum við líka að læra að synda. Svo tók Salli við aurunum, sem safnazt höfðu um sumarið. Það var töluverður sjóður. Ánamaðkar höfðu selzt vel í tvær vik- ur, frfmerki höfðu líka selzt og auk þess höfðu safnazt smáaurar fyrir eftirvinnu. Samþykkt var að leggja peningana inn I sparisjóð hreppsins, og fá af þeim rentur og renturentur. Ekki skyldi taka neinn pen- ing út fyrr en snjór væri kominn, það átti að safna fyrir skíðum og skautum. Hver félagi hafði leyfi til að biðja foreldra sína um 10 aura á viku i sjóðinn. Þegar þessi mál höfðu verið útrædd, var farið I könnunarferð um þorpið. Og næst átti að undirbúa handtöku Sigga sóta. Stjörnudagatal Myndin á dagatalinu fyrir janúar er af MIKE LANDON, sem leikur yngsta bróðurinn, Joe litla, í hinum þekktu Bo- nanzaþáttum. Hann er fæddur 31. október 1937 í Forest Hill, USA. Hann er 1.77 m hár, augu græn og hár brúnt. Þeir, sem hafa hug á að skrifa til hans, geta skrifað: Mike Landon, c/o NBC-TV, 3000 Alameda, Bur- bank, California, USA. Er hann ekki fallegur? Ég valdi hann sjálfur. 549
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.