Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1969, Side 58

Æskan - 01.11.1969, Side 58
REYNIR G. KARLSSON: STUTT ÁGRIP af sögu knattspyrnunnar nötturinn, þetta einfalda leik- fang, á að baki mjög langa sögu. Vegna meðfæddrar gleði mannsins í leik, j>ar sem hann. gat beitt kröftum sínum, lagni og lipurð, varð knötturinn snemma eftirsóttasta leikfang- ið. Forn-egypzkar rismyndir sýna menn að leik með knetti, og gríska skáldið Hómer minnist, á knattleiki í Odysseifs- kviðu sinni. Aztekarnir í Mexikó, Inkarn- ir í Perú og margar aðrar fornar menn- ingarþjóðir liöfðu mikið dálæti á knatt- lcikjum og má j>ví segja, að saga knatt- leikja nái allt aftur til vöggu mannkyns- ins. Enn l>ann dag í dag eru til orð i erlendum tungumálum, sem rekja má til hins upprunalega sambands knattleikja, dansa og söngva. Nægir í þeim efnum að minnast t. d. á „ballade“, sem þýðir Ijóðrænt sögukvæði, og ball, sem þýðir á mörgum málum knöttur, en hefur einnig merkinguna dansleikur. Hér á landi var þegar á landnámsöld leikinn knattleikur, sem líktist einria helzt nútíma hockey. Var hann leikinn með litlum, hörðum knetti og knatttré. Talið er, að leikurinn hafi horizt hingað frá írlandi eða Skotlandi. Vinsælasti leikur með knött sem þekk- ist er vafalaust knattspyrnan. Hún hefur verið leikin um langan aldur í fjölmörgum löndum og á margvíslegan og mismun- andi hátt. í Kína var leikin frumstæð knattspyrna 600 árum fyrir fæðingu Krists, og nefndist hún Tsu-Chu, sem mun þýða því sem næst að spyrna með fæti knetti gerðum úr leðri. Telja sagnfræð- ingar, að knattspyrna l>essi hafi verið leikin í Kína í margar aldir og liafi hún verið liður í iiernaðarþjálfun og grund- völluð á helztu kenningum um sókn og vörn og öðrum leikaðferðum, sem voru mjög hagnýtar í orrustum. Til cru lýs- ingar af leik þessum, en þar má sjá, að mörkin voru gerð úr bamhusstöngum, sem voru 3 m eða þaðan af meira á hæð, og Reynir G. Karlsson. á milli þeirra var strengt silkinet. Mark var skorað, ef knettinum var spyrnt yfir netið eða i gcgnum möskvana. Grikkir og Ilómverjar höfðu mikinn áhuga á knattspyrnu og iðkuðu hana i ríkum mæli. Grikkir notuðu mjög stóran knött og nefndu leik sinn „hepiskurus", en Itómverjar nefndu sinn leik „harpas- tum“. Líklegt er talið, að rómverskir hermenn hafi flutt knattleikinn til Englands. Þar var honum tekið tveim höndum, og siðan hefur með sanni mátt kalla England föð- urland knattspyrnunnar. ■ I fyrstu var leikurinn mjög frábrugð- inn því sem nú er. Tölu lcikmanna, vallar- stærð og stærð knattarins voru engin tak- mörk sett. Venjulega kepptu ibúar ein- hverrar borgar við íbúa nágrannaborg- anna og varð oft harður aðgangur. Mörk- in voru oftast borgarhliðin eða einhver ákveðinn staður í borginni sjálfri. Enn í dag er leikur þessi leikinn í mörguro borgum í sinni upprunalegu mynd. Eins og áður var sagt var leikur þessi leikinn af mikilli liörku og meira al' kappi en forsjá og því litinn hornauga af yfirvöldunum. Fyrsta sinn sem orðið knattspyrna (football) er nefnt í annál- um er þegar Eðvarð II bannaði hana árið 1314 og gaf út eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Bann gegn knattspyrnu á stræt- um Lundúna: Þar sem handalögmál og stimpingar um stóra knetti á götum úti hafa valdið miklum hávaða og róstum, auk þess sem þær leiða af sér margt illt, sem er Guði vanþóknanlegt, þá banna ég i minu nafni, og að viðlagðri refsingu, alla slíka leiki í framtíðinni." Árið 1583 voru samdar fyrstu leikregl- ur í knattspyrnu í Englandi. Leikvellir og knettir urðu minni, tala leikinanna ákveð- in 20—30 og refsingar teknar upp fyrir grófustu brotin. Til dæmis var bannað að halda andstæðingi sínum föstum með þvi að þrífa í mittisól hans. Hvort lið fyrir sig skyldi velja sér einn dómara, og sam- eiginlega skyldu þau velja sér eins konar yfirdómara. Þessar reglur urðu langlifar, þvi að það var ekki fyrr en tæpum tveim öldum seinna sem reglur hins nýstofn- aða enska knattspyrnusambands leystu þær af liólmi. Það var árið 1863. Þessar nýju reglur enska knattspyrnu- sambandsins gerðu það að verkum, að rugby knattleikurinn og knattspyrnan eins og við þekkjum liana i dag með 11 leikmönnum, greindust að og urðu að sitt hvorri íþróttagreininni. Þcgar hér var komið fer knattspyrnan smám saman að taka á sig þá mynd, er við þekkjuin nú. Enginn dómari var þó talinn nauðsynleg- ur, þar sem álitið var, að fyrirliðar lið- anna á leikvelli gætu jafnað allan ágrein- ing án tafar, þar eð sérhverjum leik- Iþrotti Sigurður Nelgasun r 550

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.