Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 60
Frá
Islenzkum
ungtemplurum
Halldór Jónsson.
fþessu greinarkorni hér á eftir verður
reynt að gera ofurlitla grein fyrir hluta
af starfsemi fslenzkra ungtemplara.
Margt fleira mætti nefna, en þetta hefur
orðið fyrir vaiinu.
Félagsmálanámskeið
og formannafundur
Á síðastliðnum vetri gekkst ÍUT fyrir
félagsmálanámskeiði í samráði við Banda-
lag Æskulýðsfélaga Beykjavíkurborgar.
Námskeiðið var haldið að Fríkirkjuvegi
11 í Reykjavík og sóttu það 38 ungtempl-
arar víðsvegar að af iandinu — þar af
sjö frá ungtemplarafélaginu Fönn á Akur-
eyri.
Um sömu helgi var haldinn svonefndur
formannafundur. Á þeim fundi koma sam-
an helztu forsvarsmenn ungtemplara og
ræða ]>au mál, sem stjórn ÍUT telur sig
ekki geta afgreitt.
Stutt er síðan hyrjað var að halda þessa
fundi, en þeir eru nú liaidnir tvisvar á
ári. Reynt er að hafa létt yfir þeim og
ekki er amast við því, þótt menn laumi
góðum brandara inn á milli atriða.
Af féiagsmálanámskeiðinu er helzt að
segja, að flutt var erindi um fundarstjórn
og fundarregiur, rætt var um félagsstarf
almennt, veitt var tilsögn i framsögn og
flutt var yfirlitserindi um æskulýðsstarf
á íslandi og einnig var kennt, hvernig
nota má örvarit (CPM-kerfi) til að skipu-
leggja næstum því hvað sem er, t. d. ýmis
mót, liúsbyggingar og jafnvel fjölskyldu-
samkvæmi.
Árangur þessa námskeiðs var það góð-
ur, að nú er talið nauðsynlegt að lialda
félagsmálanámskeið á hverju ári til að
geta gefið félögum fUT kost á nauðsyn-
legri tilsögn í félagsmálum.
Landsmót ÍUT
Dagana 5.—6. júlí 1969 var annað Lands-
mót íslenzkra ungtemplara haldið. f þetta
sinn var það að Staðarhrauni á Mýrum,
Mýrasýslu, en fyrsta mótið var á Siglu-
firði sumarið 1967 og voru þátttakendur
]>á á fjórða hundrað. Þátttakendur þessa
landsmóts voru um 350 og þurftu þeir, sem
voru lengst að komnir að liossast í lang-
ferðabil samtals 28 tima til að komast á
mótið, sem var sett síðdegis á laugardag,
og heim aftur.
Dágskrá mótsins var fjölhreytt og reynt
var að hafa eitthvað fyrir alla.
Síðdegis á laugardag (eftir inótssetn-
ingu) var æsispennandi jeppakeppni, sem
lauk með sigri 17 ára Kópavogsbúa, en
hann ók Willys-jeppa. Á laugardagskvöld
var skemmtun í félagshcimilinu Lyng-
brekku, en ]>að er skammt frá Staðar-
hrauni. Var þar margt til skemmtunar,
og fyrir dansi lék hljómsveitin Rooftops-
Á sunnudagsmorgun gátu þátttakendur
valið milli tveggja ferða: Veiðiferðar i
Hítarvatn eða gönguferðar um nágrennið,
en í þeirri ferð átti m. a. að skoða Grettis-
bæli.
Seinni hluta sunnudagsins voru ein-
göngu íþróttir á dagskrá, en þær eru snar
þáttur í starfsemi ungtemplarafélaganna.
Keppt var i fjölmörgu: handknattleik
karla og kvenna, knattspyrnu karla og
kvenna og 100 og 1000 metra hlaupum.
Keppni var mjög tvísýn í mörgum grein-
um, t. d. í 1000 m hlaupinu, en þar var
aðeins sjónarmunur á milli fyrstu manna,
svo ekki sé minnzt á knattspyrnu kvenna,
en þar mátti aldrei á milli sjá.
Mótinu var slitið kl. 18.00 á sunnudag.
Þess má geta, að flest ungtemplarafélög-
in í landinu höfðu eitthvert verkefni til
að sjá um á þessu móti. Undirbúningur
og framkvæmd lenti ekki á örfáum mönn-
um, eins og oft vill verða, heldur stórum
hóp af vinnuglöðum æskulýð. Sein dæm>
má nefna, að ulf. Hrönn í Reykjavík sa
um öll skemmtiatriði, utf. Árvakur >
Keflavík sá uin allar íþróttirnar og utL
Fönn á Akureyri sá um og skipulagði
mótssetningu, sem allir þátttakendur tóku
])átt í.
Á þennan hátt verður mótið mun fjöl-
hreyttara og stórt og vandasaml verk
MótiS var haldiS aS StaSarhorni á Mýrum.
552