Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1969, Side 62

Æskan - 01.11.1969, Side 62
SKÁTAOPNAN Ritstjórn: HREFNA TYNES Hvaö þarf ég að gera til þess að verða skéti? '*7' ið höldum nú áfram þar sem frá var vikiö í síðasta blaði, en verðum að stikla á stóru. Við vorum síðast að tala um Baden- Powell og aðdraganda og stofnun skáta- hreyfingarinnar. Hann var fæddur 22. íebr. 1857, og var því fimmtugur, þegar hann hóf skátastarf. Hann byrjaði aðeins með drengi, en eins og gefur að skilja, vildu stúlkurnar einnig verða skátar. Hann fékk þvi systir sína Agnesi Baden-Powell lil þess að verða foringja þeirra, en eftir að hann giftist eftirlifandi konu sinni Olave Baden- Powell, varð hún foringi stúlknanna, og hef- ur nú í fjölda mörg ár verið alheimsforingi kvenskáta. Hún er fædd 22. febr. 1889, einnig ensk að ætt. Býr nú í Hampton Court Palace skammt frá London. Annars á hún landsetur í Kenya í Afríku, sem heitir Pax- Hill - á íslenzku Friðarhæð. Þar bjuggu þau hjón um skeið, og þar andaðist Baden- Powell 1941. Ég mun ekki skrifa sögu skátahreyfingarinnar í þessum pistlum, heldur aðeins „koma við“ á þýðingarmikl- um stöðum, og benda ykkur á, hvert þið eigið að leita. Skátahreyfingin barst óðfluga út, og frá Allar upplýsingar um skátastarf má fá I skrifstofu Bandalags íslenzkra skáta, Tómasarhaga 31 — Simi 2 31 90. Þar fæst einnig bókin: SKÁTAHREYFINGIN heimalandi sínu, Englandi, gekk hún eins og örvar í allar áttir, má segja, að enginn æskulýðsfélagsskapur hafi náð eins skjótri útbreiðslu og fest jafn djúpar rætur og hún. Hingað til íslands barst hún árið 1912, og var fyrsta skátafélag hér á landi — Skátafélag Reykjavikur — stofnað 2. nóv. 1912. Fyrsta kvenskátafélag á íslandi var Kvenskátafélag Reykjavíkur, stofnað 7. júlí 1922. Upphaflega voru stúlkur og drengir algjörlega aðskilin í skátafélögum, en þró- unin hefur orðið sú, að nú eru samfélög stúlkna og drengja óðum að færst í aukana. Lengi vel voru það ísland (frá 1944), ísrael og Indland, sem höfðu þennan hátt á. Með þessu greinarkorni fylgir listi yfir skátafélög og félagsforingja þeirra. Þá get- ið þið snúið ykkur til réttra aðila, hver á sinum stað, ef þið hyggizt ganga í skáta; félag, en til þess verðið þið að vera orðin 11 ára gömul og hafa leyfi foreldra ykkar. Fyrsta prófið, sem þið lærið er Nýliða- prófið, sem stundum er kallað „Lykillinn að töfrum skátaævintýrisins". Þetta er nú spennandi nafn, en það inniheldur líka mikið. Skétafélðg og félagsforingjar I Bandalagi isl. skéta Skátafél. Akraness Páll Gíslason, Heiðarbr. 32 Skátafél. Borgarness • Guðm. Ingimundarson Væringjar Stykkishólmi Rakel Olsen, Skólastíg 1 Ægir Ólafsvík Kristin Vigfúsdóttir Útherjar Þingeyri Ágúst Ágústsson Glaðhetjar Suðureyri Guðm. O. Hermannsson Framherjar Fiateyri Sr. Lárus Guðmundsson, Holti Gagnherjar Bolungarvík Guðm. Páll Einarsson Einherjar Isafirði Jón Páll Halldórsson, Engjavegi 14 Valkyrjan fsafirði Auður Hagalín, Silfurgötu 4 Hólmverjar Hólmavík Sigurður Kristinsson Skátaféi. Blönduóss Jón fsberg, sýslum. Sigurfari Skagaströnd Pétur Eggertsson Fylkir Siglufirði Jón Dýrfjörð, Hólavegi 7 Valkyrjur Siglufirði Hrafnhildur Guðnadóttir, Hverfisgötu 1B Útverðir Ólafsfirði Björn Stefánsson Skátafél. Dalvíkur Jóhanncs Haraldsson, Sináravegi 12 Skátafél. Hríseyjar Skátafél. Akureyrar Ingólfur Ármannsson, Aðalstræti 62 Valkyrjan Akureyri Hulda Þórarinsdóttir, Þórunnarstræti 124 Víkingur Húsavík Jónas Itagnarsson, Garðarsbraut 35 Ásbúar Egiisstöðum Orn Þorleifsson Skátafél. Norðfjarðar Pétur Kjartansson, Liljuvöllum 32 Frumbyggjar Höfn i Hornaf. Elías Jónsson Faxi Vestmannaeyjum Halldór Ingi Guðmundsson, Box 89 Birkibeinar Eyrarbakka Fossbúar Selfossi Ingeborg Sigurðsson, Austurv. 21B Skátafélag Hveragerðis Bergur Sverrisson Stafnbúar Sandgerði Jórunn Guðmundsdóttir Hliðarvegi 19 554

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.