Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Síða 72

Æskan - 01.11.1969, Síða 72
Hér flaug hún fyrst 19. júní 1930 og var síðan mikið notuð, einkum til síldarleitar, en einnig til farþega- og póstflugs. Henni flugu Sigurður Jónsson og Björn Eiriksson og að viðgerðum á henni (og Súlunni) unnu íslenzku vélamennirnir Jóhann Þorláks- son, Gunnar Jónasson og Björn Ólsen. Sumarið eftir, eða 22. júní 1931, hvolfdi flugvélinni, þar sem hún lá við festar undan flughöfninni í Vatnagörðum. Hún flaug ekki eftir það og var dæmd ónýt síðla sumars 1932. JUNKERS F 13w: Hreyflar: Einn Junkers L-5, 310 hö. Væng- haf: 17,75 m. Lengd: 11,00 m. Hæð: 4,50 m. Vængflötur: 43 m^. Farþegafjöldi: 4. Áhöfn: 2. Tómaþyngd: 1.350 kg. Hámarksflug- taksþyngd: 1.950 kg. Arðfarmur: 600 kg. Farflughraði: 145 km/t. Hámarkshraði: 181 km/t. Flugdrægi: 825 km. Flughæð: 4.600 m. 1. flug: 25. júní 1919. JUNKERS W 33 - ísland-1 Þessi flugvél kom hingað með Hellig Olav 24. júní 1930. Eigandi hennar var Flugfélag íslands hf. Hún hlaut nafnið Súlan; á skrokknum bar hún einkennið ISLAND-1. Hún var smíðuð hjá Junkers Flugzeugwerke AG, Dessau, Þýzka- landi. JUNKERS F 13 - lsland-2 Ljósm:. N. N. Hér flaug hún fyrst 26. júní 1930 og var hér mikið notuð, aðal- lega til farþegaflugs. Henni var aðallega flogið af Sigurði Jóns- syni. 3. ágúst 1931 hvolfdi flugvélinni við festar á Akureyrarhöfn. Hún var flutt til Reykjavlkur, en hún flaug hér ekki eftir þetta. Hún var send til Þýzkalands með Goðafossi 14. seþtember 1932. JUNKERS W 33w: Hreyflar: Einn Junkers L-5, 280/310 hö. Væng- haf: 17,75 m. Lengd: 10,80 m. Hæð: 3,80 m. Vængflötur: 43 m’. Farþegafjöldi: 4—6. Áhöfn: 1—2. Tómaþyngd: 1,420 kg. Hámarks- flugtaksþyngd: 2.100 kg. Arðfarmur: 680 kg. Farflughraði: 150 km/t. Hámarkshraði 187 km/t. Flugdrægi: 1000 km. Hámarksflug- hæð: 5.700 m. 1. flug: 1926. BLUEBIRD - TF-LÚA Þessa flugvél keyptu þeir Helgi S. Eyjólfsson, Niels Nielsson og Karl Schram í Englandi sumarið 1936. Hún hafði þá verið í eigu Mr. Fields nokkurs, en þar áður f eigu North Sea Aerial & General Transport Ltd., Brough, E. Yorks. (G-AAOF). Þeir Helgi og Ljósm.: Kjartan Guðbrandsson. Niels tóku við flugvélinni í júlí 1936 og hafði henni þá verið flogið í 676 tíma. Hún var smíðuð hjá Saunders Roe Ltd. Á henni mátti fljúga listflug. Saga þessarar flugvélar var mjög viðburðarík og í Englandi hafði hún brotlent nokkrum sinnum, en jafnan verið gerð upp að nýju. í leiðabók hennar sést, að 8. apríl 1933 hafði henni verið flog- ið tæpa 367 tíma. í okt. 1933 skemmdist hún í lendingu á Walt- ham-flugvelli. 19. jan. 1934 kom hún úr viðgerð frá Blackburns. Hún skemmdist aftur 10. marz 1934, og 4. apríl er settur í hana nýr mótor. 5. apríl 1934 fékk Lincolnshire Aero Club hana til notkunar, og 19. maí brotlendir hún. 25. júlí flaug hún aftur eftir rækilega viðgerð. 13. okt. varð önnur brotlending, og flaug hún næst aftur í Waltham 20. apríl 1935. Mr. Fields fær flugvélina af- henta 15. maí 1936. Fyrsta flug hennar á Islandi var 1. júní 1937. 7. jan. 1938 voru flugtímarnir orðnir rúml. 700 og 21. sept. sama ár 788:05. 20. júní 1939 voru flugtimarnir samtals 827:20. Hér varð hún oft fyrir smáskemmdum. Síðasta skráða flug flugvélarinnar var 30 min. ílug 15. ágúst 1939, en þá var samanlagður flugtími orðinn 898:55. Hafði hún þá flogið 222:55 flugtíma yfir íslandi og m.a. farið hringflug um landið. Helgi og Niels seldu þeim Birni Pálssyni og Albert Jóhannes- syni flugvélina og má geta þess, að 5. des. 1937 hóf Björn flug- nám hjá Agnari Kofoed-Hansen I Bluebird-inum (3:10). Björn varð þannig fyrsti flugmaðurinn, sem lærði flug á Islandi, og tók sitt einliðaflugpróf á þessari flugvél. Hún var rifin haustið 1939. Ljósm.: Björn Pálsson. BLACKBURN BLUEBIRD IV: Hreyflar: Einn 120 ha. de Havil- land Gipsy I. Vænghaf 9,14 m. Lengd: 7,05 m. Vængflötur: 22,85 m2. Farþegafjöldi: 1. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 492 kg. Hámarks- flugtaksþyngd: 747 kg. Arðfarmur: 180 kg. Farflughraði: 112 km/t- Hámarkshraði: 168 km/t. 1. flug: 1924. Aðrar athugasemdir: Mark IV. flaug fyrst 1929. 564
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.