Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 77

Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 77
David Janssen DAVID JANSSEN, leikarinn heimsfrægi, sem leikið hefur dr. Kimble í sjónvarpssyrpunni Á flótta, er 39 ára gamall. Er hann var aðeins eins árs að aldri, skildu foreldrar hans, og eftir það varð móðir hans að sjá um uppeldi drengsins, en hún var þá þekkt dansmær. Bernska Janssens var að ýmsu leyti erfið, þar sem það varð hlutskipti hans að fylgjast með móður sinni, sem var á stöðugum ferðalögum með hinum og þessum dansflokkum, sem hún starfaði við eða veitti forstöðu. Sjö ára gamall stóð hann fyrst á sviðinu — og þá þegar hafði móðir hans ákveðið, að hann skyldi verða sú stóra stjarna, sem hún sjáif aldrei varð. En sá litli var ekki aldeilis á sama máli og móðir hans. Hann hafði engan sérstakan áhuga á leikhúsum eða kvik- myndum, en átti þá ósk heitasta að verða atvinnuknattspyrnu- maður. 14 ára gamall slasaðist hann þó alvarlega á fæti, og þar ; með var sá draumur búinn. Síðan hefur hann ævinlega stungið eilítið við, alveg eins og dr. Kimble er látinn gera í sjónvarps- myndunum. David Janssen er að eðlisfari talsvert óþolinmóður og eirðar- laus — eins og allir flóttamenn — og næstu ár var líf hans raunar líkast flótta. Hann átti í erfiðleikum með að finna sjálfan sig og flæktist úr einu staríi I annað. Hann kynntist hungri og kulda — og hann hefur síðar Ifkt þessum hluta ævi sinnar við hundalíf. Svo rann upp tækifærið. Honum barst tilboð um að taka að sér kvikmyndahlutverk einkaspæjarans Richards Diamonds í sam- nefndri sjónvarpssyrpu, sem stóð til að framleiða. Tók hann þvi boði, og er skemmst frá því að segja, að þættirnir vöktu geysi- athygli og gengu um fjögurra ára skeið. Framleiðendurnir græddu mikið, en hann varð sem sé ekki ríkur á hlutverkinu, en hann varð frægur. Skömmu siðar barst honum tilboð um að leika dr. Kimble í sjónvarpssyrpunni Á flótta. Almennt er talið, að hann hafi grætt stórfé á leik sínum í hlutverki dr. Kimbles — sem öðlaðist gífurlegar vinsældir — og David Jansen hefur náð miklum vinsældum fyrir leik sinn sem Dr. Kimble i sjónvarpsþáttunum „Á flótta“. Fyrir leik sinn i þess- um þáttum hefur David hiotið 40 milljónir króna. mun það sizt orðum aukið. Hins vegar er það staðreynd að Janssen — sem fór með hlutverkið í 120 fimmtíu mínútna þátt- um — hefur fengið meira en nóg af þessum tvifara sínum, og á síðastliðnu ári sagði hann stopp, þar sem þetta var orðin honum hrein plága. Hann hefur leikið í tveimur kvikmyndum síðan: Viðvörunar- skotinu og Grænu djöflunum og hlotið mikið lof og fé fyrir. Hann var kvæntur Ijósmyndafyrirsætunni Ellie Graham, en þau hafa nú slitið samvistum. 5. Er skólinn jafnt fyrir pilta og stúlkur? SVAR: Já. Um atvinnuhorfur matsveina er það að segja, að þær munu vera all-góðar. Að minnsta kosti er oft auglýst eftir þeim í blöðum og útvarpi. Kaup þeirra mun vera sæmilegt, t.d. er það svo á mörgum fiski- skipum, að matsveinninn fær 11A eða 11/2 hlut, miðað við hlut háseta. Svar til „Kaupanda": 1. Máladeild í menntaskóla. 2. Handlækningar eru kenndar hér í læknadeild Háskóla Islands. 3. Námstími I loftskeytanámi er 2 vetur, 8 mánuðir hvorn vetur. Kennt er í námskeiðum, sem Landssími Islands sér um. S V O R Svar til Ómars: Nei, það þarf alls 28 mánaða siglingatíma, eða 24 á fiskiskipi og 4 á kaupskipi eða varðskipi. Gott er að hafa lokið sæmilegu gagnfræðaprófi, áður en farið er í Stýrimannaskólann. Svar til Harðar: Skrifaðu tii „Vélhjóla- klúbbsins Eldingar, c/o Æskulýðsráð, Frí- kirkjuvegi 11, Reykjavík. Svar til Tryggva: Nei, í þessu efni verð- ur þú að taka ákvörðun sjálfur. Báðar þess- ar atvinnugreiitar, sem þú nefnir, eru skemmtilegar. í októberblaðinu getur þú lesið um flugmannsstarfið í þættinum „Hvað viltu verða?“ Þú ert líka svo ungur, að þú getur vel beðið með að taka ákvörð- un um starf næstu 4 árin. Athugaðu þetta allt saman, þegar þú ert t. d. orðinn 16 ára. Svar til O. S„ Vestmannaeyjum: Utaná- skriftin gæti verið: Kennarskóli íslands, Stakkahlíð, Reykjavík. Skólastjóri er dr. Broddi Jóhannesson. Svar til Hreiðars: Ekki getum við ráð- lagt þér neitt sérstakt starf, en eftir bréfinu að dæma hefur þú nokkuð fjölbreytta hæfileika. Hvað vilt þú sjálfur helzt verða? Svar til H. H.: 18 ára aldur og landspróf. Svar til Jonna: Grein um tækniskólanám kemur í þættinum „Hvað viltu verða“ senn hvað líður. Svar til tveggja 12 og 13 ára: Nei, þessi starfsgrein er víst ekki til hér á landi ennþá. Svar til Einars: Læknanám er langt há- skólanám, bæði verklegt og bóklegt. Námið er býsna erfitt, svo að læknanemar verða að leggja hart að sér. 569
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.