Æskan - 01.11.1969, Page 78
Núverandi embættismenn ásamt gæzlumanni sinum, Kára Arnórssyni, skólastjóra.
^ÍBarnaMCikan arnan nr. 126 á cJ-lúóamk 25 ára
maíblaði ÆSKUNNAR í fyrra birt-
um við fjórar ágætar myndir og
stutta frásögn af starfi barnastúk-
unnar Pólstjörnunnar nr. 126 á Húsavík.
Nú hefur sá mcrki atburður gerzt í
sögu þessarar ágætu stúku, að hún átti
25 ára afmæli liinn 4. nóv. 1968. 1 til-
efni af j>ví hefur einn af beztu stuðn-
ingsmönnum stúkunnar, Jóhannes Guð-
mundsson kennari, sent okkur prýðilegt
bréf, ]>ar sem hann m. a. rekur sögu henn-
ar i stórum dráttum, og er okkur mikil
ánægja að birta hér þetta bréf.
Við þökkum Pólstjörnunni fyrir ágæt
störf á liðnum aldarfjórðungi og óskum
henni allra heilla á komandi árum.
„Hinn 4. nóv. 1968 varð barnastúk-
an Pólstjarnan nr. 126 á Húsavík 25 ára.
Stofnandi hennar og stjórnandi um langt
árabil var liinn ötuli bindindisfrömuður
Sigurður Gunnarsson, skólastjóri barna-
skólans á Húsavík. Fékk liann til liðs við
sig kennara skólans. Það kom í ljós, að
ekki vildu allir kennarar skólans bindast
stúkuheiti, hins vcgar náðist samkomu-
lag um það, að þeir skyldu hver í sínu
lagi styðja starfsemina með því að undir-
búa skemmtiatriði hjá þeim hekkjardeild-
um, er þeir kcnndu, þegar þær áttu að
sjá um fundi. Hefur þetta fyrirkomulag
reynzt ágætlega, og tel ég, sem þetta rita,
]>að til fyrirmyndar, ]>ar sem ]>ví verður
við komið. Með þvi móti álít ég að efla
mætti stúkustarfsemi meðal barna að
miklum mun í skólum landsins, og þótt
allir barnakennarar séu ekki bindindis-
menn — því miður, þá tel ég þeim vor-
kunnarlaust að inna af hendi slíka þjón-
ustu i þarfir bindindismála, sem hér er
drepið á.
Sá háttur hefnr verið föst venja í stúk-
unni að fara eina skemmtiferð á liverju
hausti til einhvers fagurs staðar í ná-
grenninu, þegar starfsemin hefur verið
byrjuð, og ætíð vakið mikinn fögnuð með-
al barnanna. Þó hefur komið fyrir, að
ferð hefur fallið niður vegna ótíðar.
Á fundum stúkunnar, sem jafnan hef-
ur starfað í tveimur deildum, eldri og
yngri deild, hafa ætíð verið flutt ýmis
skemmtiatriði, svo sem upplestrar, söng-
ur, smá sjónleikir, getraunir o. s. frv.
Einni bekkjardeild liefur jafnan verið fal-
ið að undirbúa hvern fund, og hefur
aldrei staðið á börnunum að leggja fram
krafta sína til þess að þessi atriði megi
fara sem bezt úr hendi, enda er þátttaka
barnanna í félagsskap þessum svo almenn,
að lieita má að ]>ar sé hvert barn úr þeim
bekkjum, sem ætluð er þátttaka.
Það er skoðun mín, að í hverjum föst-
um barnaskóla eigi að hafa einhvern fé-
lagsskap, ef því verður við komið, undir
handleiðslu kennaranna. Slikt þarf ekki
endilega að vera stúka eða bindindisfélag,
þó að ég teldi það æskilegast. En félags-
skapur meðal barna, ]>ar sem þau læra
að koma sjálfstætt fram, læra fundar-
reglur og hegðun á fundum, enn fremur
að koma fram i samstarfi við aðra, t. d.
í sjónleikjum o. fl., er mjög þroskandi
fyrir börnin og veitir ]>eir ómetanlega
gleði og góðar minningar frá skólaver-
unni, þeim timum er því ekki illa varið,
er í það starf fara.
Þegar Sigurður Gunnarsson fluttist til
Reykjavíkur árið 1960, varð undirritaður
gæzlumaður stúkunnar um eins árs skeið
og hélt henni i svipuðu formi og verið
liafði undanfarin ár. Þá tók við stjórn
hennar núverandi skólastjóri barnaskól-
ans, Kári Arnórsson, og hefur farizt það
prýðilega úr hendi. Meðal annarra starfa
í stúkunni er ]>að, að liún gaf um mörg
ár út blað, er lesið var upp á fundum, og
birtust ]>ar ritgerðir eftir félagsmenn,
kenndi þar margra grasa. Þótti að þessu
mikil og góð tilbreyting. Blað ]>etta nefnd-
ist Geislinn. Þá liefur stúkan oft haft
sérstaka foreldrafundi, sem liafa verið
ágætlcga sóttir.
570