Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 95
Á aðfangadagskvöld jóla mátti hvorki
spila á spil eða fara x leiki. Jóladagurinn
var einnig ]>að mikill helgidagur, að lielzt
mátti ekki spila eSa leika sér, fyrr en ]>á
um kvöldið, að dálítið tók að slakna á
helgihaldinu. Var l>á gjarnan „slegið i
púkk“, sem kallað var, en „Púkkið" var
spil, sem var spilað af einum G eða 7
manns. I>á voru ]>að alls konar leikir inxx-
an húss og skal nú reynt að lýsa nokkrum
]>eiri'a.
Að setja í horn
Tveir leika, en aðrir eru áheyrendur.
Annar leikenda setur fjóra pilta i hvert
horn stofunnar, l>ó þannig, að hann hvísl-
ar aðeins nöfnum ]>eii'ra að einum áheyr-
anda og getur þess um leið, hver sé í
hverju horni. Hinn leikandinn gerir slikt
hið sama, en notar þá stúlkna-nöfn. Vakti
það oft mikla kátinu, þegar ljóst varð,
hverjir höfðu valizt saman í hornunum.
Skip mitt er komið að landi
Þessi leikur cr svipaður leiknum „að
setja i horn“ og eru einnig tveir leik-
endur og svo áheyrendur. Fyrri leikand-
inn mælir af munni fram: „Skip mitt er
komið að landi.“ — Mótleikari segir:
„Hvað hefur það að bera?“ Sá fyrri segir:
„Þrjár yngismeyjar vænai', vænar“, eða
]>á yngismenn, ef það eru slúlkur, sem
ieika. Einnig segir liann uppliafsstafinn í
öllum nöfnunum, t. d. A, B, D, Mótleikari
segir: „Ég tek A, spásséra með B og fleygi
D.“ — Þetta getur liann þó haft á ýmsa
vegu, t. d. tekið D, spássérað með A og
fleygt B. — Síðan segir skipsmaður til
um það, hver voru hin réttu nöfn meyj-
anna eða sveinanna á skipinu.
Lauma
Þessi leikur er þannig, að börnin standa
í hring þétt saman með liendur fyrir
aftan bök. Eitt barnið stendur innan í
hringnum. —• 1 höndum þeirra er liring-
inn mynda er smáhlutur, t. d. eldspýtu-
stokkur eða lyklakippa. Þessi lilutur geng-
ur nú liratt eða hægt milli handa barn-
anna aftan við bök þeirra. Sá, sem inni
í liringnum er, á að reyna að sjá það
af lireyfingum barnanna, livar hluturinn
er og benda þá snögglega á liandhafann.
— Gcti hann rétt, má hann fara inn í
hringinn, en sá, sem hluturinn fannst hjá,
vcrður inni í liringnum næst.
Að þræða nál í flösku
Venjuleg sívöl flaska er lögð á hliðina
á gólfið. Sá, sem reyna vill við þennan
leik, á að setjast á flöskuna, en stútur
hennar snýr aftur. Fætur cru teygðir beint
fram og krosslagðir þannig, að aðeins
annar hællinn kemur niður á gólfið.
f þessum stellingum á liann svo að
reyna að þræða grófa saumnál.
Skollablinda
Helzt þarf leikur þessi að fara fram
í rúmgóðri stofu og gæta þarf þess að
fjarlægja alla brothætta hluti. Einn leik-
enda er „skolli" og er bundið fyrir augu
hans með klút. Honum er snúið nokkra
hringi og siðan sleppt á miðju gólfi og
liann beðinn að segja til um áttirnar.
Venjulega getur hann það ekki, ringlað-
ur eftir snúninginn. Hinir leikendurnir,
sem standa utar við veggina, segja þá:
„Klukk, klukk, skolli, ekki skaltu ná mér
fyrr en á miðjum morgni.“
Nú reynir skollinn að handsama leik-
endurna og ef liann nær i föt þeirra, má -
ekki slíta sig af honum, lieldur standa
grafkyrr. Nú á skolli að segja til um-
það, hvern hann liefur handsamað og
segja siðan: „Klukk, klukk, sittu kyrr í
holu þinni þangað til á morgun.“
Sá, scm náður er, má ekki hreyfa sig,
fyrr en leiknum er lokið. Sá verður skolli
næst, er síðastur er handsamaður.
Hvíslingaleikur
Leikendur sitja i liring og livíslar hver
að þeim, sem situr til liægri handar,
nafni einhvers (kunnugs) manns eða
konu, en að þeim, sem situr til vinstri
liandar nafni á lilut eða dýri. Þegar allir
liafa hvíslað, liefur liver leikandi fengið
nafn á manni og nafn á hlut eða dýri.
Nú er það þrautin að finna hvað er likt
og hvað er ólíkt með þvi, sem leikanda
er gefið.
Nú er byrjað eftir röð og segir sá fyrsti
t. d.: „Ég fékk Guðmund fjósamann og
kartöflu. Hvorutveggja er mórautt á lit-
inn, en kartaflan er notuð til að étast en
Guðmundur til þess að éta.“ ■— Eða: Mér
var gefin Bósa kaupakona og köttur. Þau
taka bæði til fótanna, þegar þau sjá mús.
Rósa á undan lienni, en kötturinn á eftir
henni.“
Húsgangsleikur
Leikendur skipa sér niður í öll horn
stofunnar en einn — Húsgangurinn — er
ÞEKKIRÐU LANDIÐ?
í síðasta blaði hófst þessi skemmtiiega
þraut og varð strax mikil þátttaka. Hér
birtist önnur myndin, og nú er spurt eins
og áður: Hvaða staður er þetta? Svör þurfa
að berast til blaðsins fyrir 20. janúar 1970.
Þrenn bókaverðlaun eru veitt fyrir rétt
svör.
Hvaða staður er þetta?
587