Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 7
Sjóræningjagull ..Rétt segir þú enn, en jafnvel þótt við finnum gullið, sem Morgan sjóræningi rændi úr musterum Inkanna, eru Þó lítil líkindi til, að við komum því nokkurn tíma til Jamaica.“ ..Það gæti svo sem hugsazt, að gullið væri alls ekki {alið hér,“ mælti Andy. „Eða, setjum svo, að Grist skip- stióri hefði komizt hingað á undan okkur og farið með Það.“ Rex gretti sig, þegar hann heyrði þennan mann nefnd- aa. Hann reis upp við olnboga og tók að litast um, eins °9 hann byggist næstum því við að koma þarna auga á manninn, sem Andy hafði nefnt. Það var ekki heldur nema tæpur mánuður síðan þeir höfðu rekizt á Grist á Jamaica. Það vildi þannig til, að e|ft kvöldið, er þeir voru þar á göngu skammt fyrir utan horgina, höfðu þeir heyrt angistarlega rödd deyjandi manns, sem bað þá að gefa sér að drekka. Á meðan þeir féiagarnir voru að stumra yfir deyjandi aianngarminum, kom hinn umgetni Grist skipstjóri á vett- vang. Hann var maður svartur á brún og brá og minnti ósjálf- ratt á sjóræningja. Og víst er um það, að þessi skipstjóri hafði tekið þátt í ýmsu því, sem talið er á takmörkum þess, Eem löglegt er, þó að það væri ef til vill ekki beinlínis Eiórán. En dauðvona blökkumaðurinn var með óráði, og hann sagði þeim frá fjársjóði, sem hann fullvissaði þá um, að falinn væri á Skjaldbökueyjunni. Hann var afkomandi manns, sem verið hafði einn margra þræla í þjónustu sjó- ræningja nokkurs, Morgans að nafni, og í nokkra ættliði hafði frásögnin gengið mann frá manni um fjársjóð einn mikinn, sem grafinn hefði verið undir „Gammshöfðinu" — en Það var klettadrangur á Skjaldbökueyjunni. Áf hjátrúarkenndum ótta við sjóræningjann, þennan ^organ, hafði enginn forfeðra þessa negra árætt að leita þessa fjársjóðs. En þessir félagar, ungu mennirnir tveir, leta sér ekki til hugar koma að láta sér neitt slikt fyrir hrjósti brenna, eða aftra sér frá að gera þá tilraun til að hnna fjársjóðinn. En til allrar óhamingju hafði Grist skip- stióri einnig hlerað frásögn blökkumannsins, og þó að hann endurtæki hvað eftir annað: „Það á að verða ykkar eign, ungu mannanna, — í þakklætisskyni fyrir það, að Þið réttuð mér hjálparhönd," þá voru þeir þó báðir full- vissir um, að skipstjórinn mundi ekki láta hlut sinn fyrir Þeim, ef hann yrði fyrri til að finna gullið. >,Við getum óhikað gengið út frá því, að Grist skipstjóri se kominn hingað á undan okkur, og það fyrir mörgum dögum,“ varð Rex loks að orði. „Eins og þú manst, þá lenti það í stappi hjá okkur og erfiðleikum að búa snekkj- ur,a til ferðarinnar — og nú liggur hún þarna, einhvers staðar á hafsbotni, ónýtt flak,“ bætti hann við gremju- b|öndnum rómi. Þeir stóðu upp og gengu yfir eyjuna þvera. Fyrst um sinn var engin hætta á, að þeir mundu svelta þarna, því að á eyjunni óx ógrynni ávaxta af öllum tegundum, og þar var einnig mikil mergð ýmiss konar sjófugla, og í fjörunni úði og grúði af skjaldbökum. Þeir gátu þannig valið á milli margs kyns Ijúffengra fæðutegunda. Og þeir komust einnig að raun um það, að þarna mundi aldrei verða vatns- skortur. Þegar þeir voru komnir yfir eyjuna, komu þeir allt [ einu auga á drang einn mikinn, sem var að lögun eins og haus á ferlegum gammi. „Líttu á!“ hrópaði Andy og benti á dranginn. „Þetta hlýtur að vera staðurinn, sem blökkumaðurinn sagði okk- ur frá! Bara að við hefðum nú reku og haka!“ „Já, ef við hefðum ... En líttu á, hvað er nú þetta?“ Rex benti ofan í fjöruna, sem þarna myndaði boga- dregna vík, rétt fyrir neðan gammshausinn. Á sandinum lá timburfleki og rétt hjá honum maður, endilangur og upp í loft, eins og hann hefði andazt þarna I steikjandi sólskininu. „Flýttu þér, við verðum að athuga manninn!" varð Andy að orði, og síðan hlupu þeir sem fætur toguðu áleiðis til hans. Nú var sólin nærri búin að þurrka fötin þeirra, enda var hitinn æði mikill á þessum slóðum, en þeir linntu ekki sprettinum, fyrr en þeir komu að mannveslingnum, sem þarna lá, og sáu þá, að hann var enginn annar en hinn eini hugsanlegi keppinautur þeirra um auðæfi Morgans — maðurinn, sem þeir höfðu óttazt að hlerað hefði frá- sögn blökkumannsins, Grist skipstjóri. Hann var tærður og óhugnanlegur ásýndum, hörundið óeðlilega gult á litinn, og bar jafnvel meira á þessum sjúk- lega hörundslit vegna hæruskotins skegghýjungsins á vöng- um hans. Hann horfði á þá starandi augum og þekkti þá ekki aftur. „Farið þið í burtu héðan, flónin ykkar,“ stundi hann. „Þekkið þið ekki tau'gaveiki, þegar þið sjáið hana, eins og hún hefur leikið mig? Langar ykkur kannski til að sýkjast líka? Forðið ykkur héðan, og það sem fljótast!" Þeir hörfuðu báðir ósjálfrátt frá manninum. Taugaveiki! Þessi ægilegi bráðsmitandi sjúkdómur, sem var landplága í Vestur-lndíum. Hver hefði getað ámælt þeim, þótt þeir hefðu forðað sér? Það gerði enginn maður með réttu ráði að hætta á það óneyddur að smitast af þessum banvæna sjúkdómi á þessum eyðilega stað, þar sem enginn læknir var, engin lyf, engar hjúkrunarkonur og yfirleitt enga aðhlynningu að fá af neinu tagi. Aldrei mundi það heldur spyrjast, þótt þeir flýðu frá manninum, sem þarna lá. Þeir gátu tekið flekann hans, því að sýnilegt var, að hann var vel sjófær. Á honum var allur hinn nauðsynlegasti útbúnaður, svo sem siglutré, segl, árar og áttaviti. Niður á flekatrén voru bundnir all- margir kútar og ennfremur tveir eða þrír vatnsbrúsar. Þar sem veðurfar var um þessar mundir hið ákjósanleg- asta, mundu þeir geta komizt vandræðalaust til Jamaica, eða þá að þeir hittu skip í hafi, svo að þeir kæmust hjá því að stofna sér í lífshættu eða verulega erfiðleika. Framhald. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.