Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 4
höndina, þar sem fljótlegt er að fletta upp I henni, ef á þarf að halda. Allir ættu að kunna lífgunaraðferð. Ég fullyrði, að allir, sem orðnir eru tíu ára, ættu að kunna blástursaðferðina! Oft sér maður í blöðunum, að mannslifum er bjargað með þessari aðferð, og það er ávallt mikið gleðiefni. Ef menn sjá aftur á móti, að þeir geta ekki hjálpað, þá er betra að gera ekkert en að gera eitthvað skakkt. Ef svo er, er sjálfsagt að flýta sér að kalla á hjálp þeirra, sem vit hafa á, lækni eða sjúkrabíl. Fólk ætti að setja á sig símanúmer læknis eða læknavaktar á hverjum stað, svo að því gangi greiðlega að hringja á hjálp. í heimahúsum er hægt að ráða bót á flestu, sem hendir. Ég ætla að byrja með því, ef eitthvað hrekkur upp í augað. Ef ekki er hægt að ná því með varkárni með horni á hreinum vasaklút, geta menn reynt að skola augað með saltvatní, eina teskeið salt í hálfan lítra af vatni. Skyldi það líka misheppnast, verða menn að leita læknis. Jafnalgengt er að börn hrufli sig. Þvoið varlega með volgu vatni og sápu kringum sárið, hellið dálitlu brint- overilti yfir sjálft sárið (við það renna óhreiryndin í burtu) og berið rautt joð í kring. Ef sárið er lítið, grær það fljótast án urrrbúða. Sé það nokkuð stórt, þarf að binda um það, setja á það skyndi- plástur eða sárabindi, fest með heftiplástri. Fari að grafa í því, er sjálfsagt að fara til læknis eða spyrja lækni ráða. Viðvíkjandi heftiplástri, þá er margt fólk, sem hefur ofnæmi fyrir togleðrinu i bindiefninu, en fyrir það íæst sérstakur heftiplástur í lyfjabúðum. Annan hátt verður að hafa á, ef um rispu eða sár er að ræða. Fyrst þarf að stöðva blóðrásina, t. d. með því að þrýsta fast ofan á sárið með hreinum vasaklút. Sé rifan lítil, má, þegar hröinsun er lokið, setja nokkra smá- búta af heftiplástri á brúnirnar til þess að halda henni saman. Ef rifan er svo breið, að hún gapi, verður að leita læknis. Ef til vill þarf nokkur spor til þess að tryggja, að örið verið svo lítið sem unnt er. Þóra M. Stefánsdóttir þýddi. Dregið í verðlaunagetraun Trölla Þessi tilkynning átti að birtast í síðasta blaði, en barst of seint til þess að hún kæmist í það. Verðlaunin hlutu: Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Víðivöllum 24, Selfossi, Ragnar T. Geirsson, Laug- arnesvegi 108, Reykjavík, og Sigrún Guðmunds- dóttir, Bröttugötu 3, Vestmannaeyjum. Þeim hefur verið tilkynnt um heppni sína, og afhending verðlaunanna hefur þegar farið fram. í næsta blaði birtast svo nöfn næstu þriggja verðlaunahafa. Starfsstúlka Útvegsbanka Islands dregur nöfn fyrstu þriggja verðlaunahafanna. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.