Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 26

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 26
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR argar þjóðir hafa fengið nóg af snjónum í vetur. — Og sumar svo mikið, að aldrei hafa þær kynnzt öðru eins fannkyngi. í viðbót við öll þau miklu vandræði, sem snjórinn hefur skapað, fylgir svo flóðahætta. Margir óttast og kviða leysingum. Og Vetur konungur fór víðar en áður. Hann hélt lengra suður á bóginn. Börn — og fullorðnir — sem aldrei áður hafa séð snjó, hafa nú kynnzt hinum hvítklædda konungi. Ekki voru öll þau kynni góð, því að sá kaldi konungur hefur ekki lagt í vana sinn að heimsækja svo suðræn lönd sem hann gerði nú. Þess vegna voru þær þjóðir enn síður undir það búnar að taka á móti honum. Viða á þeim suðrænu slóðum eru húsin köld, og ekki gert ráð fyrir, að nokkuð þurfi að hita þau upp. Almenningur á tæplega hlýja peysu til að klæðast, hvað þá heldur heita vetrarkápu . .. Og fólk króknar, bæði úti og inni... börn í vögnum ... menn f bilum . .. Sums staðar fór allt í kaf — týndist undir snjó — og frostið gerði út af við marga. Já, svona byrjaði árið suður i löndum, á meðan bliðan vermdi víðast hvar hér norður á islandi. Húsin okkar hlý og notaleg ... og t. d. hér I höfuðborginni, fyrsta flokks sundlaugar með heitum kerum. — Ætli mörgum þætti ekki ótrúlegt, að sund væri sú úti- íþrótt, sem Reykvikingar stunduðu einna mest dimmustu mánuði ársins, eins og t. d. í desember! Kannski að hnötturinn okkar sé farinn að hallast! — Kannski að allt sé að snúast viðl! En hvað sem þvf líður, þá fengu nú mörg þörn sleða og skíði f jólagjöf. — En þá vildu þau vitanlega helzt fá snjó líka! Og nú ætla ég að spyrja ykkur einnar spurningar: Hvað finnst ykkur um snjóinn? Hverju svarar þú? Jæja, svo þér finnst hann skemmtilegur... En nú sagði ein- hver, að hann væri leiðinlegur.. . og annar, að har\n væri gagn- legur. .. og enn annar, að hann væri skaðlegur... Já, um allt er hægt að deila. Einum finnst þetta og öðrum hitt. Þannig er það alltaf — og ágætt væri að leggja það á minnið. Það er því augljóst, að svörin eru margþreytileg. — En flestir segja þó: — Ég vil nú helzt hafa snjó á jólunum. — Þetta segja meira að segja margir, sem annars eru fegnir að sjá aldrei snjó. — I „Vísnabók Æskunnar" segir Kristján skáld frá Djúpalæk: Veturinn er voðatfð volar ellin bleika. Krakkar fagna kafaidshrfð: Komum út að leika. Já, vist er margt hægt að leika sér f snjónum. Og margir krakkar notfæra sér það. En þó eru alltaf nokkrir vesalingar, sem nota hann aðeins til að hrekkja. Oft fer Ifka illa fyrir þeim, þvf að allir vita t. d., hve hættulegt er að hanga aftan í bílum. Einnig vita flestir, að stórhættulegt er að kasta snjóboltum I bfla. í fyrra samdi ég fjóra leikþætti um hann „Palla f Pálmagötu". FyrsU þátturinn nefnist „Snjókarlar". I honum er lltið lag og vísa um strákana og snjóinn. Ég sendi ykkur laglð hér núna. Þossum þætti fylgdi formáli, sem hér er útdráttur úr: Húrra! Það snjóar! Þetta hrópa bömin, og þau þyrpast út til að fagna snjónum. Þegar snjórinn er kominn, skapast ótal ný tækifæri til að leika sér. Heilbrigð og vel gefin börn finna sér þá nægileg verkefni. Hraustir strákar í vígahug finna góðan stað sem lengst frá gangandi fólki, bflum og húsum. Þar reisa þeir sér vfgi og fara í snjókast, en gæta þess vel, að snjókúlurnar lendi ekki á sak- lausum vegfarendum. 26 Þetta eru snjallir strákar, sem hægt er að treysta. — En, því miður kunna þó ekki allir krakkar að njóta þeirrar gleði, sem snjórinn getur veitt þeim. Þegar mikill snjór var hér í Reykjavík á dögunum, var sannar- lega gaman að sjá ánægjusvipinn á þeim börnum, sem kunnu að notfæra sér hann. En mér fannst líka sorglegt að sjá svipinn á sumum strákum. Það var eins og allar heimsins áhyggjur hvildu á þeim, og þeir virtust ekki losna við þær, þótt þeir köst- uðu snjókúlum í hvað, sem fyrir varð. Svo var það kvöld nokkurt, að ég horfði á stráka ganga að einum Ijósastaur eftir annan og reyna að brjóta af þeim skálar og perur. Þeir gerðu árásir á bila með snjókasti, hentu i gang- andi vegfarendur, — meira að segja í andlitið á stúlku. — ég vorkenndi að vísu stúlkunni. — En, ég skal segja ykkur, að ég vorkenndi strákunum jafnvel meira. — Þeir kunnu ekki að leika sér, — og það var ekki þessi gleði í svip þeirra, sem skein út úr andlitum strákanna, sem voru í snjókasti í virkjunum sínum- Ég held þó, að þeim krökkum fjölgi, sem kunna að notfæra sér snjóinn til hollra og skemmtilegra leikja, án þess að það sé á kostnað annarra. Svo skulum við syngja „Snjókarlavísuna". — Píanóútsetningin er á blaðsíðu 27, og þar getið þið lært lagið. Hér er vísan með gítargripum: „.SnjókatlaDÍsa am dm Allir stórir strákar hér am dm stæltir verða, trúðu mér, E7 am viti þeir vel: am Að aldrei á akbraut má leika sér, dm G7 ekki í bílum hanga. C am dm E7 Þeim snjókarla’ og snjóhús reisa ber, E7 am og á skíðum að kunna að ganga. am am Tra la la la la la. Tra la la la la la. E7 am E7 am Tra la la la. Tra la la la. dm E7 am Gaman er á skíðum að ganga. Kær kveðja! INGIBJÖRG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.