Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 3

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 3
1 |jj| Ritstjóri: GRÍMUR ENGiLBERTS, ritstjórn og skrfstola: Laugavegi 56, sími 10248, heimasími 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN * * GUÐMUNDSSON, heimasími 23230. Afgreiðslumaður: SIGURÐUR KÁRI JÓHANNSSON, heimasími 18464. Afgreiðsla: Laugavegi 56, 80. arg. símj 17336. — Utanáskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavík. Póstgíró 14014. Útgefandi: Stórstúka islands. Prentsmiðjan Oddl hf. Janúar 1979 BernskumirLiimgaj? Jarpurskeióar, fljótur, frár, fimur reiða Ijónið, snarpur leiðar, gjótur, gjár, glymur breiða frónið. Þessa sléttubandavísu hafði ég nýlega lært, enda var einhver besta skemmtun mín að fá að koma á hestbak. Ég var forvitinn um margt, eins og tíu ára drengir eru venjulega. Þið getið því hugsað ykkur, hve ofsakátur ég varð einn góðan veðurdag þetta sumar. Pabbi minn segir við mig: „Ég ætla að skreppa austur að Selfossi á laug- ardaginn og sjá, hvernig honum Tryggva gengur að smíða brúna. Ég ætla að lofa ykkur Siggu (systur minni) með. En þá verðurðu að útvega ykkur hesta hjá honum Hannesi pósti.“ Þetta var árið, sem Ölfusárbrúin var byggð undir um- sjón hans Tryggva Gunnarssonar, fyrir rúmum 50 árum síðan. Hannes var póstur og átti marga hesta. Hann notaði þá í póstferðir. En milli ferða leigði hann þá í útreiðartúra og annað. Þeir voru traustir og góðir, en ekki allir gæðingar, voru vanari að bera póstkoffort en menn. Hannes átti heima nokkuð fyrir innan Skólavörðu, dálítið innar en þar, sem Landspítalinn stendur nú. Ég þeyttist þangað inneftir og fékk loforð fyrir hestunum. Minn var kallaður Póstrauður. Kl. 16(4 e. h.) á laugardag var lagt af stað úr Reykjavík. Pabbi reið rauðskjóttum hesti, sem hann átti. Hann var bráðvakur, en aldrei feitur. Ég man, að mér þótti sárt að sitja á honum „berbakt", er ég var að sækja hann í haga. Enn fremur voru í feröinni móðurbróðir minn, Sveinn snikkari, og við systkinin tvö. Vegurinn austur yfir Hellisheiði lá ekki langt frá því, sem hann liggur nú. En hann var vondur og ógreiðfær á löngum köflum. Sérstaklega yfir Svínahraun og Hellis- heiði. Varð því að fara hægt víða. En þar sem greiðara var, voru klárarnir látnir spretta úr spori. Þótt ég berði fótastokkinn og beitti öllum ráðum, gekk mér illa að fylgjast með Skjóna hans pabba. Um miðnætti komum við að Reykjakoti í Ölfusi og gistum þar. Snemma á sunnudagsmorguninn var haldiö áfram, vegleysur um mýrar og flóa í Ölfusinu. Við Kot- ferju fórum við yfir Ölfusá á ferjubát með hestana í taumi á eftir bátnum. Vorum við komin að Selfossi fyrir hádeg- ið. Sveinn Björnsson forseti. ÆSKAN hefur nú í 80 ár verið ágætur vinur og ráðgjafi barnanna 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.