Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 10
KALLI FÆR HUGMYND Fyrir neöan heimili Kalla feita var grasbali, Þar vár notalegt að kúra sig í sólbaði og láta sér líða vel. — Heyrðu Nonni, eigum við að búa til fleka? spurði Kalli. — Ha, fleka? Hvar eigum við að fá spýtur? ansaði Nonni litli letilega. Hann svaraði alltaf öllu með annarri spurningu. — Ég veit hvar við getum stolió spýtum, ítrekaði Kalli. Við getum náð í þær hjá Tittlinga-Stínu. — Titt-littinga-Stínu? endurtók Nonni og gæsahúð fór um hann. Tittlinga-Stína bjó í litlum kofa á hæðinni. Hún hafði geggjast þegar hún var ung. Viðurnefnið Tittlinga-Stína hafði hún fengið vegna þess aó hún kallaði á eftir hreppsnefndinni:,.Tittlingar, tittlingar!" þegar þeir höfðu verið að reyna að fá hana með sér á hæli. Kettir hændust að henni, og það var haft fyrir satt að hún lokkaði til sín annarra manna ketti með blíðuhótum. Þeir voru einu vinir hennar. Þegar geðveilan kom í Ijós var henni holað niður í þetta kofaskrifli á hæðinni, en svo langt var síðan það var gert, að enginn mundi lengur hvaðan hún kom eða hvar ættingjar hennar voru niðurkomnir. Enginn vissi hvar hún fékk peninga til lífsviðurværis. Sumir héldu að hún æti kettina sína, en aðrir töldu að bróðir hennar sendi henni peninga. — Af hve-hverju heldurðu að Titt-tittlinga-Stína eigi spýtur? spurði Nonni. — Hún gengur í lörfum og hefur ekki einu sinni gler í gluggunum. — Veistu hvað? sagði Kalli og feitt andlit hans Ijómaði. — Hún var með hænsni, en ég veit að þau drápust fyrir stuttu og það eru fínar spýtur í hænsnakofanum. — En hvað með það, ekki ge-getum við bara labbað og tekið hænsnakofann. Ég er viss um að Titt-tittlinga- Stína my-myndi bara drepa okkur ef hún næði í okkur. Nonni var alltaf dálítið ragur, enda frekar lágur vexti. — Iss. Skræfa. Heldurðu ekki að við ráðum við hana ef við förum allir strákarnir í félaginu? sagði Kalli sann- færandi. Nokkrir guttar í hverfinu höfðu stofnað leynifélag í helli einum í hrauninu. Það hét Töffarafélagið og einu inn- gönguskilyrðin voru að vera níu ára, eða bara vera vinur Kalla. Hann var nefnilega foringinn. Tilgangur félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.