Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 50

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 50
Svar til Pöllu, Vestmannaeyjum: Höfundur hinna frægu bóka um Línu langsokk er sænska skáldkonan Astrid Lindgren. Hún er nú orðin 70 ára gömul og hefur skrifað 21 bók, sem hafa verið gefnar út í mörgum löndum og prentaðar í yfir 16 milljón- um eintaka. Margar sögur hennar hafa verið kvikmyndaðar og alls staðar hlotið mikið lof. Astrid Lindgren er mest lesni barnabókahöfundur á Norðurlöndum undanfarin ár. Hún segir svo frá: „Eiginlega hafði ég heitið því með sjáifri mér að skrifa aldrei bækur. Ástæóan var sú, að í skólanum þótti ég skrifa svo góða stíla, að skólasystur mínar kölluðu mig í gamni Selmu Lagerlöf. Og ég gat staðið við þetta heit mitt í fjölda ára. Svo gerðist það eitt sinn, að lítil dóttir mín varð veik og lá í rúminu um tíma. í veikindum hennar sat ég þá oft við rúmið hennar og sagði henni sögur, sem ég bjó til jafnóðum. Það var í rauninni dóttir mín, sem hitti á að búa til þetta skrítna telpunafn, Lína langsokkur, en mér fannst þetta mjög skemmtilegt nafn, og sagan um hana þyrfti að lýsa óvanalegri stelpu. Það mun hafa verið árið 1944 að ég lá sjálf í rúminu, vegna fótbrots, og þá fyrst kom ég því í verk að skrifa þetta niður á blað. Fyrsta bókin um Línu kom svo út árið 1945, og hún varð ekki sú síðasta." LÍNA LANGSOKKUR UNGTEMPLARAR Svar til Stefáns í Reykjavík: Vetrarstarf íslenskra ung- templara er nú í fullum gangi. í Reykjavík eru félögin þrjú, Hrönn, Ungtemplarafélag Einingarinnar og Trölli. Tvö þau fyrrnefndu eru með starf- semi sína í Veltusundi 1, þar sem þau hafa útbúið góða aðstöðu til ýmiss konar funda. Trölli, sem ætlaður er ungl- ingum 13—15 ára, starfar sem fyrr í Bústöðum. Hrann- arar eru með diskótek í Templarahöllinni hvert laug- ardagskvöld fyrir unglinga 16 ára og eldri og hefur verið feyki mikil aðsókn að kvöldum þessum nú í vetur. í júlíbyrjun á sumri kom- anda verður efnt til landsmóts ungtemplara. Er stefnt að fjölmennu móti og mun starf- semi félaganna beinast að undirbúningi fyrir landsmótið. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.