Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 24
Reykjavík hefur upp á margt að
bjóða fyrir ferðafólk, sem of langt mál
yrði að rekja hér. En þó má nefna Ár-
baejarsafn, sem flestum finnst bæði
fróðlegt og skemmtilegt að heim-
sækja á fallegum sumardegi, Hall-
grímskirkjuturn með sitt fallega útsýni
og að lokum má nefna bátsferðirnar
sem hægt er að fara úr Sundahöfn út í
Viðey, en þær njóta mikilla vinsælda í
góðu veðri.
KÓPAVOGUR
er sá kaupstaður landsins sem örast
hefur þróast og risið allur upp á
skömmum tíma. Þar var sáralítil
byggð allt fram að seinni heimsstyrj-
öld, en nú er þar næst stærsti kaup-
staður landsins með um 12.600 íbúa.
GARÐABÆR
er milli Kópavogs og Hafnarfjarðar.
Hann hefur oft verið nefndur svefn-
bær Reykjavíkur, enda sækja flestir
íbúanna þangað til vinnu sinnar. Lítill
atvinnurekstur er í Garðabæ, og má
þar helstan telja skipasmíðastöð og
ýmsan smáiðnað. Ibúarnir eru rösk-
lega 4000 talsins. Garðabær fékk
kaupstaðarréttindi 1975, og hét áður
Garðahreppur.
HAFNARFJÖRÐUR
hefur jafnan verið mikill útgerðarbær,
ekki síst togaraútgerðarbær, og er
sjávarútgerð undirstöðuatvinnugrein
bæjarbúa. Iðnaður er þar einnig mikill
s. s. Álverksmiðjan í Straumsvík og
raftækjaverksmiðjan, sú eina sinnar
tegundar á Islandi. íbúafjöldinn var
þar um síðustu aldamót 374 en er nú
um 11.700.
I Hafnarfirði eru tvö sjúkrahús og
margir læknar, auk tannlækna. Þar er
einnig kaþólskt nunnuklaustur,
nokkrir veitingastaðir, sundhöll og tvö
kvikmyndahús.
KEFLAVÍK
hefur um langt skeiö verið mikill
verslunarstaður og þar er einnig mikil
útgerð og nokkur iðnaður. Kaupstað-
arréttindi hlaut Keflavík 1949 og hefur
vaxið ört síðan. íbúatalan er nú um
6200.
I Keflavík er sjúkrahús, sundhöll,
íþróttavöllur, kvikmyndahús og veit-
ingastaðir.
NJARÐVÍK
á sér langa og merka athafnasögu og
gegnir enn stóru hlutverki, enda er
þar landshöfn og mikil starfsemi í
sambandi við sjávarútveg. Njarðvík
hlaut kaupstaðarréttindi 1976 og
íbúafjöldi er nú um 2000.
GRINDAVÍK
er mikill útgerðarbær, og hafa íbú-
arnir sitt lifibrauð nær eingöngu af
sjávarútveginum. (búafjöldinn hefur
aukist þar mjög síðustu tvo áratugina
og er nú um 1700.
SANDGERÐI
Aðalatvinnuvegurinn þar er útgerð.
(búafjöldinn er um 1100. Þar er sam-
komuhús og sjúkraskýli.
MOSFELLSSVEIT
hefurásíðustu árum vaxið mjög hratt,
enda hafa Reykvíkingar sótt þangað í
miklum mæli til að byggja íbúðarhús
sín. En enda þótt íbúarnir sæki margir
vinnu sína til Reykjavíkur, er þar tals-
verður atvinnurekstur. Má þar m. a.
nefna hinar miklu ullarverksmiðjur
Álafoss og vinnuheimili SlBS að
Reykjalundi. l’búar Mosfellssveitar eru
um 1800 talsins.
AKRANES
er með stærstu útgerðarstöðum á
landinu, en auk þess er þar mikil
verslun og iðnaður, einkum í sam-
bandi við útgerðina, en stærsta og
merkasta iðjuverið þar er Sements-
verksmiðjan, sem fullnægir sements-
þörf alls landsins. Þá má ekki gleyma
því stóraukna hlutverki sem Akranes
gegnir í ferðamálum, með tilkomu
nýju Akraborgarinnar.
Útræði hófst snemma á öldum á
Akranesi og jafnvel er talið að þar hafi
myndast fyrsti vísir að sjávarþorpi á
íslandi. Akranes hlaut kaupstaðar-
réttindi 1941 og hefur síðan stækkað
ört. íbúafjöldinn er nú um 4.700.
Á Akranesi er sjúkrahús, gott hótel,
sundlaug, íþróttahöll, kvikmyndahús
og skemmtilegt byggðasafn.
Upp af Akraneskaupstað gnæfir
Akrafjallið, 643 m hátt. Auðvelt er að
ganga á fjallið, og í góðu veðri er
þaðan fallegt útsýni. Framhald